Fyrrverandi landgönguliði grunaður um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í San Francisco Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2017 23:31 Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið fyrrverandi landgönguliða sem grunaður er um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í borginni San Francisco yfir jólin.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að landgönguliðinn fyrrverandi sé hinn 25 ára gamli Everitt Aaron Jameson. Er hann sagður hafa verið handtekinn eftir að hafa rætt fyrirætlanir sínar við fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar sem villti á sér heimildir. Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Yfirvöld segja að skotvopn, erfðaskrá og bréf, þar sem hann lýsir yfir ábyrgð á árásinni, hafa fundist á heimili mannsins. Er hann sagður hafa minnst á ákvörðun Donald Trump forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, í bréfinu.FBI segist hafa beint sjónum sínum að Jameson þegar hann lýsti yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS á samfélagsmiðlum í september síðastliðnum. Hafði hann meðal annars lýst yfir stuðningi vegna hryðjuverkaárásar í New York í október síðastliðnum þar sem vörubíl var ekið inn í hóp fólks. Þeir sem fóru með rannsókn málsins eru á því að Jameson hafi ætlað að notast við sprengiefni til að króa fólk inni svo hann gæti myrt sem flesta.BBC segir Jameson hafa farið í gegnum inngöngupróf fyrir landgöngulið bandaríska hersins en var leystur frá störfum fyrir að hafa ekki greint frá því að hann væri með astma. Donald Trump Erlent Tengdar fréttir Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið fyrrverandi landgönguliða sem grunaður er um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í borginni San Francisco yfir jólin.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að landgönguliðinn fyrrverandi sé hinn 25 ára gamli Everitt Aaron Jameson. Er hann sagður hafa verið handtekinn eftir að hafa rætt fyrirætlanir sínar við fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar sem villti á sér heimildir. Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Yfirvöld segja að skotvopn, erfðaskrá og bréf, þar sem hann lýsir yfir ábyrgð á árásinni, hafa fundist á heimili mannsins. Er hann sagður hafa minnst á ákvörðun Donald Trump forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, í bréfinu.FBI segist hafa beint sjónum sínum að Jameson þegar hann lýsti yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS á samfélagsmiðlum í september síðastliðnum. Hafði hann meðal annars lýst yfir stuðningi vegna hryðjuverkaárásar í New York í október síðastliðnum þar sem vörubíl var ekið inn í hóp fólks. Þeir sem fóru með rannsókn málsins eru á því að Jameson hafi ætlað að notast við sprengiefni til að króa fólk inni svo hann gæti myrt sem flesta.BBC segir Jameson hafa farið í gegnum inngöngupróf fyrir landgöngulið bandaríska hersins en var leystur frá störfum fyrir að hafa ekki greint frá því að hann væri með astma.
Donald Trump Erlent Tengdar fréttir Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41