Fyrrverandi landgönguliði grunaður um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í San Francisco Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2017 23:31 Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið fyrrverandi landgönguliða sem grunaður er um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í borginni San Francisco yfir jólin.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að landgönguliðinn fyrrverandi sé hinn 25 ára gamli Everitt Aaron Jameson. Er hann sagður hafa verið handtekinn eftir að hafa rætt fyrirætlanir sínar við fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar sem villti á sér heimildir. Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Yfirvöld segja að skotvopn, erfðaskrá og bréf, þar sem hann lýsir yfir ábyrgð á árásinni, hafa fundist á heimili mannsins. Er hann sagður hafa minnst á ákvörðun Donald Trump forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, í bréfinu.FBI segist hafa beint sjónum sínum að Jameson þegar hann lýsti yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS á samfélagsmiðlum í september síðastliðnum. Hafði hann meðal annars lýst yfir stuðningi vegna hryðjuverkaárásar í New York í október síðastliðnum þar sem vörubíl var ekið inn í hóp fólks. Þeir sem fóru með rannsókn málsins eru á því að Jameson hafi ætlað að notast við sprengiefni til að króa fólk inni svo hann gæti myrt sem flesta.BBC segir Jameson hafa farið í gegnum inngöngupróf fyrir landgöngulið bandaríska hersins en var leystur frá störfum fyrir að hafa ekki greint frá því að hann væri með astma. Donald Trump Erlent Tengdar fréttir Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið fyrrverandi landgönguliða sem grunaður er um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í borginni San Francisco yfir jólin.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að landgönguliðinn fyrrverandi sé hinn 25 ára gamli Everitt Aaron Jameson. Er hann sagður hafa verið handtekinn eftir að hafa rætt fyrirætlanir sínar við fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar sem villti á sér heimildir. Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Yfirvöld segja að skotvopn, erfðaskrá og bréf, þar sem hann lýsir yfir ábyrgð á árásinni, hafa fundist á heimili mannsins. Er hann sagður hafa minnst á ákvörðun Donald Trump forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, í bréfinu.FBI segist hafa beint sjónum sínum að Jameson þegar hann lýsti yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS á samfélagsmiðlum í september síðastliðnum. Hafði hann meðal annars lýst yfir stuðningi vegna hryðjuverkaárásar í New York í október síðastliðnum þar sem vörubíl var ekið inn í hóp fólks. Þeir sem fóru með rannsókn málsins eru á því að Jameson hafi ætlað að notast við sprengiefni til að króa fólk inni svo hann gæti myrt sem flesta.BBC segir Jameson hafa farið í gegnum inngöngupróf fyrir landgöngulið bandaríska hersins en var leystur frá störfum fyrir að hafa ekki greint frá því að hann væri með astma.
Donald Trump Erlent Tengdar fréttir Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41