Óbreyttir stýrivextir Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 08:57 Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í tilkynningu frá Seðlabankanum er rökstuðningur fyrir ákvörðunni reifaður. Hann má sjá hér að neðan.Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum var hagvöxtur 4,3% á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er meiri vöxtur en fyrri tölur höfðu gefið til kynna. Því eru horfur á að hagvöxtur verði meiri á árinu öllu en spáð var í nóvemberhefti Peningamála. Áfram hægir á vexti útflutnings en innlend eftirspurn eykst hraðar en spáð hafði verið. Skýrist það m.a. af meiri slaka í opinberum fjármálum á yfirstandandi ári en áður var talið.Verðbólga var 1,7% í nóvember og hefur hún verið á bilinu 1½-2% um nokkurt skeið. Áfram hefur dregið úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Að öðru óbreyttu stuðlar það að minni verðbólgu en á móti fjara áhrif hærra gengis krónunnar út.Sjá einnig: Seðlabankastjóri: Búum við þá blessun að vera ekki með „óheyrilega lága vexti“ Gjaldeyrismarkaðurinn hefur verið í góðu jafnvægi frá síðasta fundi peningastefnunefndar og hefur gengi krónunnar lítið breyst. Verðbólguvæntingar eru áfram í samræmi við verðbólgumarkmiðið og raunvextir bankans hafa lítið breyst undanfarna mánuði.Horfur eru á að spenna í þjóðarbúskapnum verði áfram umtalsverð. Það kallar á peningalegt aðhald og meira en ella, slakni á aðhaldi í ríkisfjármálum á næsta ári miðað við það sem gert var ráð fyrir í nóvember. Peningastefnan mun á komandi misserum ráðast af framvindu efnahagsmála, þ.m.t. stefnunni í opinberum fjármálum og niðurstöðu kjarasamninga.Vextir verða því sem hér segir: 1. Daglán: 6,00% 2. Lán gegn veði í verðbréfum: 5,00% 3. Innlán bundin í 7 daga: 4,25% 4. Viðskiptareikningar: 4,00% 5. Bindiskyldar innstæður: 4,00% Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri: Búum við þá blessun að vera ekki með "óheyrilega lága vexti“ Raunhæft er að langtímavextir lækki enn frekar, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslendingar búi samt sem betur fer við þá "blessun“ að vera ekki með jafn lága vexti og í viðskiptalöndum okkar. Svigrúm til að lækka eigið fé bankanna minna en af er látið. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í tilkynningu frá Seðlabankanum er rökstuðningur fyrir ákvörðunni reifaður. Hann má sjá hér að neðan.Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum var hagvöxtur 4,3% á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er meiri vöxtur en fyrri tölur höfðu gefið til kynna. Því eru horfur á að hagvöxtur verði meiri á árinu öllu en spáð var í nóvemberhefti Peningamála. Áfram hægir á vexti útflutnings en innlend eftirspurn eykst hraðar en spáð hafði verið. Skýrist það m.a. af meiri slaka í opinberum fjármálum á yfirstandandi ári en áður var talið.Verðbólga var 1,7% í nóvember og hefur hún verið á bilinu 1½-2% um nokkurt skeið. Áfram hefur dregið úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Að öðru óbreyttu stuðlar það að minni verðbólgu en á móti fjara áhrif hærra gengis krónunnar út.Sjá einnig: Seðlabankastjóri: Búum við þá blessun að vera ekki með „óheyrilega lága vexti“ Gjaldeyrismarkaðurinn hefur verið í góðu jafnvægi frá síðasta fundi peningastefnunefndar og hefur gengi krónunnar lítið breyst. Verðbólguvæntingar eru áfram í samræmi við verðbólgumarkmiðið og raunvextir bankans hafa lítið breyst undanfarna mánuði.Horfur eru á að spenna í þjóðarbúskapnum verði áfram umtalsverð. Það kallar á peningalegt aðhald og meira en ella, slakni á aðhaldi í ríkisfjármálum á næsta ári miðað við það sem gert var ráð fyrir í nóvember. Peningastefnan mun á komandi misserum ráðast af framvindu efnahagsmála, þ.m.t. stefnunni í opinberum fjármálum og niðurstöðu kjarasamninga.Vextir verða því sem hér segir: 1. Daglán: 6,00% 2. Lán gegn veði í verðbréfum: 5,00% 3. Innlán bundin í 7 daga: 4,25% 4. Viðskiptareikningar: 4,00% 5. Bindiskyldar innstæður: 4,00%
Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri: Búum við þá blessun að vera ekki með "óheyrilega lága vexti“ Raunhæft er að langtímavextir lækki enn frekar, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslendingar búi samt sem betur fer við þá "blessun“ að vera ekki með jafn lága vexti og í viðskiptalöndum okkar. Svigrúm til að lækka eigið fé bankanna minna en af er látið. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Seðlabankastjóri: Búum við þá blessun að vera ekki með "óheyrilega lága vexti“ Raunhæft er að langtímavextir lækki enn frekar, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslendingar búi samt sem betur fer við þá "blessun“ að vera ekki með jafn lága vexti og í viðskiptalöndum okkar. Svigrúm til að lækka eigið fé bankanna minna en af er látið. 13. desember 2017 07:00