Dómur þyngdur fyrir líkamsárásir, þjófnað og brot gegn valdstjórninni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 17:42 Maðurinn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraði í september en Hæstiréttur hefur þyngt dóminn í tvö ár. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir manni sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í september fyrir þrjár líkamsárásir, meðal annars gegn unnustu sinni og forstöðumanni þjónustukjarna í Rangárseli þar sem maðurinn sætti öryggisvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Unnustan segist hafa upplifað árásina þannig að hennar síðasta stund væri runnin upp. Maðurinn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraði í september en Hæstiréttur hefur þyngt dóminn í tvö ár. Árásin í þjónustukjarnanum átti sér stað í júní á þessu ári. Þrír starfsmenn, þar á meðal forstöðukonan, höfðu farið í íbúð mannsins til að ræða við hann. Skallaði hann þá forstöðukonuna, sló og kýldi í líkama hennar og höfuð nokkrum sinnum. Þá greip hann og togaði í hár hennar og fleygði henni til með þeim afleiðingum að konan féll í jörðina og hlaut töluverð eymsli á andliti og líkama. Þá veittist hann einnig að öðrum starfsmanni og sló og kýldi hann. Maðurinn var handtekinn í kjölfar málsins og náðist atvikið á öryggismyndavél. Starfsmennirnir leituðu á bráðamóttöku. Var meðal annars tekið blóð úr brotaþolunum þremur til rannsóknar fyrir lifrarbólgu C og HIV þar sem maðurinn hafði hrækt á þau. Þremur dögum síðar hótaði hann forstöðukonunni og fjórum öðrum starfsmönnum öryggisvistunarinnar lífláti. Við upphaf aðalmeðferðar játaði maðurinn að hafa ráðist gegn konunni og öðrum starfsmanninum. Hann neitaði að hafa ráðist á þann þriðja. Forstöðukonan sagðist fyrir dómi hafa upplifað atvikið þannig að hennar síðasta stund væri runnin upp. Hún óskaði nafnleyndar við meðferð málsins þar sem hún óttaðist manninn, en gerði þó ráð fyrir að þurfa að þjónusta manninn aftur að gengnum dómi.Sagði áverka vera eftir hund Þann 10. desember 2016 var lögreglan kvödd að Grettisgötu í Reykjavík vegna konu sem þar væri í miklu uppnámi. Var það unnusta mannsins sem sagði að hann hefði lagt á hana hendur í nærliggjandi húsi. Samkvæmt skýrslu lögreglu var konan í miklu uppnámi og greinilega hrædd. Hún hafi verið með áverka á hægri kjálka, blóðug hægra megin á andliti og með sár á milli baugfingurs og löngutangar hægri handar. Ákærði var handtekinn utan við framangreint hús og neitaði hann að hafa „lamið“ brotaþola. Fram kemur í skýrslunni að brotaþoli hafi hörfað undan ákærða og hefði mátt sjá að hún var óttaslegin. Maðurinn var yfirheyrður af lögreglu daginn eftir atvikið og neitaði hann að hafa beitt konuna ofbeldi. Hann bar jafnframt að hundur hefði bitið brotaþola í andlitið og hefði hún hlotið áverka af því. Konan breytti vitnisburði sínum fyrir dómi. Þá sagði hún að hún hefði óskað aðstoðar lögreglu við að ná í veski sitt sem hafði orðið eftir í íbúðinni. Þá sagði hún að hundur hefði ráðist á hana í íbúðinni og að áverkana á andliti hennar mætti rekja til þess.Flúði úr bíl á ferðÞriðji liður ákærunnar snýr að líkamsárás og þjófnaði í nóvember 2016. Þar veittist hann að manni í bíl á leið á Reykjavíkurflugvöll, sló hann ítrekað hnefahögg í andlit, höfuð og líkama og braut brotaþolinn rúðu í bílnum og fór úr honum á ferð til að komast undan árásinni. Maðurinn hlaut heilahristing, tognun og ofreynslu á lendarhrygg, og ýmsa aðra áverka í kjölfar atviksins. Brotaþolinn sagði í samtali við lögreglu að honum hafi verið haldið föngum í bílnum en náð að komast út með fyrrnefndum hætti. Þá hafi maðurinn tekið af honum húslyklana og hann sagðist óttast að hann myndi tæma íbúðina sína. Lögreglan fylgdi brotaþola að heimili hans og stóðu útidyrnar þar opnar. Þá sagði hann að ýmsa muni vantaði í íbúðina, til dæmis tvær fartölvur, sjónvarpstæki, vodkaflösku og tvö hangikjötslæri. Hinn ákærði í málinu, sem fæddur er árið 1984, var sem fyrr segir dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann á að baki sakaferil allt aftur til ársins 2002. Hann hefur þrívegis hlotið refsidóma fyrir brot gegn valdstjórninni og þá eru líkamsárásar- og þjófnaðarbrot hans margítrekuð. Þá er honum gert að borga forstöðumanninum og öðrum starfsmanni þjónustukjarnans samtals 1,3 milljónir króna og allan áfrýjunarkostnað málsins, eða 674.825 krónur. Dómsmál Tengdar fréttir Flúði úr bíl á ferð til að komast undan árás Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir þrjár líkamsárásir, meðal annars gegn unnustu sinni. 28. september 2017 23:15 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir manni sem sakfelldur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í september fyrir þrjár líkamsárásir, meðal annars gegn unnustu sinni og forstöðumanni þjónustukjarna í Rangárseli þar sem maðurinn sætti öryggisvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Unnustan segist hafa upplifað árásina þannig að hennar síðasta stund væri runnin upp. Maðurinn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraði í september en Hæstiréttur hefur þyngt dóminn í tvö ár. Árásin í þjónustukjarnanum átti sér stað í júní á þessu ári. Þrír starfsmenn, þar á meðal forstöðukonan, höfðu farið í íbúð mannsins til að ræða við hann. Skallaði hann þá forstöðukonuna, sló og kýldi í líkama hennar og höfuð nokkrum sinnum. Þá greip hann og togaði í hár hennar og fleygði henni til með þeim afleiðingum að konan féll í jörðina og hlaut töluverð eymsli á andliti og líkama. Þá veittist hann einnig að öðrum starfsmanni og sló og kýldi hann. Maðurinn var handtekinn í kjölfar málsins og náðist atvikið á öryggismyndavél. Starfsmennirnir leituðu á bráðamóttöku. Var meðal annars tekið blóð úr brotaþolunum þremur til rannsóknar fyrir lifrarbólgu C og HIV þar sem maðurinn hafði hrækt á þau. Þremur dögum síðar hótaði hann forstöðukonunni og fjórum öðrum starfsmönnum öryggisvistunarinnar lífláti. Við upphaf aðalmeðferðar játaði maðurinn að hafa ráðist gegn konunni og öðrum starfsmanninum. Hann neitaði að hafa ráðist á þann þriðja. Forstöðukonan sagðist fyrir dómi hafa upplifað atvikið þannig að hennar síðasta stund væri runnin upp. Hún óskaði nafnleyndar við meðferð málsins þar sem hún óttaðist manninn, en gerði þó ráð fyrir að þurfa að þjónusta manninn aftur að gengnum dómi.Sagði áverka vera eftir hund Þann 10. desember 2016 var lögreglan kvödd að Grettisgötu í Reykjavík vegna konu sem þar væri í miklu uppnámi. Var það unnusta mannsins sem sagði að hann hefði lagt á hana hendur í nærliggjandi húsi. Samkvæmt skýrslu lögreglu var konan í miklu uppnámi og greinilega hrædd. Hún hafi verið með áverka á hægri kjálka, blóðug hægra megin á andliti og með sár á milli baugfingurs og löngutangar hægri handar. Ákærði var handtekinn utan við framangreint hús og neitaði hann að hafa „lamið“ brotaþola. Fram kemur í skýrslunni að brotaþoli hafi hörfað undan ákærða og hefði mátt sjá að hún var óttaslegin. Maðurinn var yfirheyrður af lögreglu daginn eftir atvikið og neitaði hann að hafa beitt konuna ofbeldi. Hann bar jafnframt að hundur hefði bitið brotaþola í andlitið og hefði hún hlotið áverka af því. Konan breytti vitnisburði sínum fyrir dómi. Þá sagði hún að hún hefði óskað aðstoðar lögreglu við að ná í veski sitt sem hafði orðið eftir í íbúðinni. Þá sagði hún að hundur hefði ráðist á hana í íbúðinni og að áverkana á andliti hennar mætti rekja til þess.Flúði úr bíl á ferðÞriðji liður ákærunnar snýr að líkamsárás og þjófnaði í nóvember 2016. Þar veittist hann að manni í bíl á leið á Reykjavíkurflugvöll, sló hann ítrekað hnefahögg í andlit, höfuð og líkama og braut brotaþolinn rúðu í bílnum og fór úr honum á ferð til að komast undan árásinni. Maðurinn hlaut heilahristing, tognun og ofreynslu á lendarhrygg, og ýmsa aðra áverka í kjölfar atviksins. Brotaþolinn sagði í samtali við lögreglu að honum hafi verið haldið föngum í bílnum en náð að komast út með fyrrnefndum hætti. Þá hafi maðurinn tekið af honum húslyklana og hann sagðist óttast að hann myndi tæma íbúðina sína. Lögreglan fylgdi brotaþola að heimili hans og stóðu útidyrnar þar opnar. Þá sagði hann að ýmsa muni vantaði í íbúðina, til dæmis tvær fartölvur, sjónvarpstæki, vodkaflösku og tvö hangikjötslæri. Hinn ákærði í málinu, sem fæddur er árið 1984, var sem fyrr segir dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann á að baki sakaferil allt aftur til ársins 2002. Hann hefur þrívegis hlotið refsidóma fyrir brot gegn valdstjórninni og þá eru líkamsárásar- og þjófnaðarbrot hans margítrekuð. Þá er honum gert að borga forstöðumanninum og öðrum starfsmanni þjónustukjarnans samtals 1,3 milljónir króna og allan áfrýjunarkostnað málsins, eða 674.825 krónur.
Dómsmál Tengdar fréttir Flúði úr bíl á ferð til að komast undan árás Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir þrjár líkamsárásir, meðal annars gegn unnustu sinni. 28. september 2017 23:15 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Flúði úr bíl á ferð til að komast undan árás Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir þrjár líkamsárásir, meðal annars gegn unnustu sinni. 28. september 2017 23:15