Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. desember 2017 13:49 Eldum rétt tekur saman hráefni í þrjár máltíðir á viku sem viðskiptavinir þess elda svo heima hjá sér. Vísir/Ernir Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Basko. Greint var frá því í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, að Basko hygðist kaupa hlut í Eldum rétt. Viku síðar kom fram að Krónan ætlaði í samkeppni við Eldum rétt með tveimur vörulínum.Seljendur eru félög í eigu Kristófers Júlíusar Leifssonar og Vals Hermannssonar, stofnenda Eldum rétt. Kristófer og Valur munu áfram starfa sem framkvæmdastjórar félagsins. Segir í tilkynningunni að viðskiptavinir muni enn geta fengið sent til sín hráefni í máltíðir. „Viðskiptavinir Eldum rétt geta fengið sent til sín, eða sótt, hráefni og uppskriftir að hollum máltíðum fyrir heimilið. Í viku hverri koma nýjar uppskriftir inn á vefinn eldumrett.is. Í boði eru nokkrar tegundir af matarpökkum og mismunandi stærðir. Markmið Eldum rétt er að stuðla að heilbrigðara líferni og draga úr matarsóun.“ Árni Pétur Jónsson, forstjóri Basko, segir að með kaupunum verði hægt að auka þjónustuframboð Eldum rétt. „Eldum rétt er skemmtilegt fyrirtæki sem hefur náð að skapa sér sérstöðu. Fyrirtækið er þekkt fyrir gæði og framúrskarandi þjónustu. Aðkoma Basko að Eldum rétt er liður í að styrkja fyrirtækið og gera því kleift að sækja enn frekar fram í þjónustuframboði fyrir heimilin í landinu. Við erum virkilega ánægð með að fá að vera þátttakendur í uppbyggingu á Eldum Rétt og hlökkum til þess að taka næstu skref með þeim.“ Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Basko. Greint var frá því í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, að Basko hygðist kaupa hlut í Eldum rétt. Viku síðar kom fram að Krónan ætlaði í samkeppni við Eldum rétt með tveimur vörulínum.Seljendur eru félög í eigu Kristófers Júlíusar Leifssonar og Vals Hermannssonar, stofnenda Eldum rétt. Kristófer og Valur munu áfram starfa sem framkvæmdastjórar félagsins. Segir í tilkynningunni að viðskiptavinir muni enn geta fengið sent til sín hráefni í máltíðir. „Viðskiptavinir Eldum rétt geta fengið sent til sín, eða sótt, hráefni og uppskriftir að hollum máltíðum fyrir heimilið. Í viku hverri koma nýjar uppskriftir inn á vefinn eldumrett.is. Í boði eru nokkrar tegundir af matarpökkum og mismunandi stærðir. Markmið Eldum rétt er að stuðla að heilbrigðara líferni og draga úr matarsóun.“ Árni Pétur Jónsson, forstjóri Basko, segir að með kaupunum verði hægt að auka þjónustuframboð Eldum rétt. „Eldum rétt er skemmtilegt fyrirtæki sem hefur náð að skapa sér sérstöðu. Fyrirtækið er þekkt fyrir gæði og framúrskarandi þjónustu. Aðkoma Basko að Eldum rétt er liður í að styrkja fyrirtækið og gera því kleift að sækja enn frekar fram í þjónustuframboði fyrir heimilin í landinu. Við erum virkilega ánægð með að fá að vera þátttakendur í uppbyggingu á Eldum Rétt og hlökkum til þess að taka næstu skref með þeim.“ Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.
Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Sjá meira
Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30