Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 07:30 Festi á og rekur sautján verslanir Krónunnar. Vísir/Ernir Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. Önnur þeirra mun heita Núna og verður seld í Krónunni og öðrum verslunum Festar, næststærsta smásölufélags landsins. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur verið unnið að þróun vörulínanna undanfarna mánuði. Matreiðslufólk hafi samið uppskriftir að ólíkum réttum og stjórnendur verslunarfyrirtækisins vilji meðal annars bjóða vörur sem taki skemmri tíma að elda en aðrar sambærilegar á markaðnum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Fyrirtækið rekur sautján verslanir Krónunnar en einnig Elko, Kjarval og Nóatún. Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar áhrif samruna Festar og olíufélagsins N1. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun október. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar 37,9 milljarðar króna. Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, á nú í viðræðum um kaup á hluta í Eldum rétt, eins og sagt var frá í Markaðnum í síðustu viku og að velta Eldum rétt í fyrra hefði numið nærri 600 milljónum. Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 2014 og hefur verið leiðandi í sölu á hráefnum og uppskriftum sem viðskiptavinir elda þegar heim er komið. Það er í eigu Vals Hermannssonar og Kristófers Júlíusar Leifssonar. Vinsældir Eldum rétt hafa farið sívaxandi en á árinu 2016 námu tekjur fyrirtækisins samtals tæplega 570 milljónum og meira en fjórfölduðust frá fyrra ári. Þá nam hagnaður félagsins um 78 milljónum eftir skatt borið saman við aðeins níu milljóna króna hagnað á árinu 2015. Hagnaðurinn fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var um 104 milljónir í fyrra. Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. Önnur þeirra mun heita Núna og verður seld í Krónunni og öðrum verslunum Festar, næststærsta smásölufélags landsins. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur verið unnið að þróun vörulínanna undanfarna mánuði. Matreiðslufólk hafi samið uppskriftir að ólíkum réttum og stjórnendur verslunarfyrirtækisins vilji meðal annars bjóða vörur sem taki skemmri tíma að elda en aðrar sambærilegar á markaðnum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Fyrirtækið rekur sautján verslanir Krónunnar en einnig Elko, Kjarval og Nóatún. Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar áhrif samruna Festar og olíufélagsins N1. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun október. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar 37,9 milljarðar króna. Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, á nú í viðræðum um kaup á hluta í Eldum rétt, eins og sagt var frá í Markaðnum í síðustu viku og að velta Eldum rétt í fyrra hefði numið nærri 600 milljónum. Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 2014 og hefur verið leiðandi í sölu á hráefnum og uppskriftum sem viðskiptavinir elda þegar heim er komið. Það er í eigu Vals Hermannssonar og Kristófers Júlíusar Leifssonar. Vinsældir Eldum rétt hafa farið sívaxandi en á árinu 2016 námu tekjur fyrirtækisins samtals tæplega 570 milljónum og meira en fjórfölduðust frá fyrra ári. Þá nam hagnaður félagsins um 78 milljónum eftir skatt borið saman við aðeins níu milljóna króna hagnað á árinu 2015. Hagnaðurinn fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var um 104 milljónir í fyrra. Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira