Lögreglan lokar veginum um Heiðmörk vegna hálku Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2017 18:22 Úr Heiðmörk. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán Glerhálka er nú í heiðmörk og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aðstoða þar ökumenn í dag. Samkvæmt tísti frá lögreglunni er búið að sanda og ná þeim bílum burt sem voru þar fastir vegna hálkunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlar borgin að loka veginum um Heiðmörk vegna hálkunnar. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk lokar eftir þessa helgi en þangað hafa margir lagt leið sína í desember og höggvið sitt eigið jólatré í Jólaskóginn í Heiðmörk. Menningardagskrá var í Heiðmörk í dag en opið var á milli klukkan 12 og 17. Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum, barnastund var við varðeld og svo voru þar tónleikar. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur varð skyndilega glerhált á svæðinu um klukkan tvö í dag. Allir starfsmenn á svæðinu fóru strax í að sanda veginn og slasaðist enginn í hálkunni þó aðstæður hafi verið erfiðar. Vegagerðin ætlar að sanda á svæðinu í nótt svo Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn ættu að ná að hafa opið á morgun. Nú stendur yfir Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað löggutíst. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða til klukkan 04:00 í fyrramálið. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér á Vísi. Uppfært kl.18:57Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu: Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tilkynnist hér með að Heiðmerkurvegur er lokaður við Suðurlandsveg og verður einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar en þónokkur fjöldi ökumanna hefur lent þarna í vandræðum í dag. Þess má þó geta að vegurinn verður opnaður strax í fyrramálið og vegurinn þá sandaður/saltaður. Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og fólk þar í vandræðum ( við Hafravatn) en vegurinn er þó ekki lokaður. Saltbíll frá Reykjavíkurborg er á leið þangað núna svo ökumenn komist í burtu. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Glerhálka er nú í heiðmörk og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aðstoða þar ökumenn í dag. Samkvæmt tísti frá lögreglunni er búið að sanda og ná þeim bílum burt sem voru þar fastir vegna hálkunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlar borgin að loka veginum um Heiðmörk vegna hálkunnar. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk lokar eftir þessa helgi en þangað hafa margir lagt leið sína í desember og höggvið sitt eigið jólatré í Jólaskóginn í Heiðmörk. Menningardagskrá var í Heiðmörk í dag en opið var á milli klukkan 12 og 17. Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum, barnastund var við varðeld og svo voru þar tónleikar. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur varð skyndilega glerhált á svæðinu um klukkan tvö í dag. Allir starfsmenn á svæðinu fóru strax í að sanda veginn og slasaðist enginn í hálkunni þó aðstæður hafi verið erfiðar. Vegagerðin ætlar að sanda á svæðinu í nótt svo Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn ættu að ná að hafa opið á morgun. Nú stendur yfir Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað löggutíst. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða til klukkan 04:00 í fyrramálið. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér á Vísi. Uppfært kl.18:57Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu: Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tilkynnist hér með að Heiðmerkurvegur er lokaður við Suðurlandsveg og verður einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar en þónokkur fjöldi ökumanna hefur lent þarna í vandræðum í dag. Þess má þó geta að vegurinn verður opnaður strax í fyrramálið og vegurinn þá sandaður/saltaður. Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og fólk þar í vandræðum ( við Hafravatn) en vegurinn er þó ekki lokaður. Saltbíll frá Reykjavíkurborg er á leið þangað núna svo ökumenn komist í burtu.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent