Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 16:29 Frá örtröðinni á Keflavíkurflugvelli í dag. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega auk þess sem bráðaliðar standa vaktina ef eitthvað skyldi koma upp á. Vísir/Eyþór Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu hafa einhverjir beðið í röðum á flugvellinum frá því klukkan 7:30 í morgun og sjá ekki enn fyrir endann á þessu. Upplýsingafulltrúi Isavia segir starfsmenn fyrirtækisins keppast við að gera bið farþeganna bærilegri. Mikil örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli þar sem nokkur hundruð manns bíða eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair. Tuttugu flugferðum félagsins hefur verið aflýst í dag og öðrum seinkað vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan 6 í morgun. Ljósmyndari fréttastofu, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli frá því klukkan 15 í dag, segir þungt loft vera á flugvellinum og farþegar séu margir orðnir „kófsveittir“ eftir langa bið. Þá ræddi hann við konu sem kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Hún hafði verið í röðum á flugvellinum síðan klukkan 7:30 og sá ekki enn fyrir endann á biðinni. Þá vissu konan og samferðamenn hennar ekki af verkfalli flugvirkja fyrr en flugvélin var lent í Keflavík.Bráðaliðar til staðar ef þess þarf Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að starfsfólk fyrirtækisins vinni nú hörðum höndum að því að gera biðina bærilegri fyrir farþegana. „Þetta er mjög löng röð,“ segir Guðjón en eins og fram hefur komið bíður fólkið eftir afgreiðslu hjá söluskrifstofu Icelandair. „Þar er fólk að fá gistingu og svo er verið að finna leið fyrir það til að komast til síns heima.“Biðin eftir afgreiðslu hefur verið löng.VísirÞá segir Guðjón að mannskapur á vegum fyrirtækisins hafi verið kallaður út aukalega vegna ástandsins á vellinum. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega í röðinni og þá eru bráðaliðar einnig á svæðinu ef eitthvað skyldi koma upp á. Guðjón hafði ekki upplýsingar um hvenær áætlað væri að leyst yrði úr málinu. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu þessarar fréttar.Boðað til fundar klukkan 17 Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja Icelandair auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum félagsins frá Íslandi í morgun. Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 2:30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram tilboð sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan 17 í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Sjá meira
Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu hafa einhverjir beðið í röðum á flugvellinum frá því klukkan 7:30 í morgun og sjá ekki enn fyrir endann á þessu. Upplýsingafulltrúi Isavia segir starfsmenn fyrirtækisins keppast við að gera bið farþeganna bærilegri. Mikil örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli þar sem nokkur hundruð manns bíða eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair. Tuttugu flugferðum félagsins hefur verið aflýst í dag og öðrum seinkað vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan 6 í morgun. Ljósmyndari fréttastofu, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli frá því klukkan 15 í dag, segir þungt loft vera á flugvellinum og farþegar séu margir orðnir „kófsveittir“ eftir langa bið. Þá ræddi hann við konu sem kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Hún hafði verið í röðum á flugvellinum síðan klukkan 7:30 og sá ekki enn fyrir endann á biðinni. Þá vissu konan og samferðamenn hennar ekki af verkfalli flugvirkja fyrr en flugvélin var lent í Keflavík.Bráðaliðar til staðar ef þess þarf Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að starfsfólk fyrirtækisins vinni nú hörðum höndum að því að gera biðina bærilegri fyrir farþegana. „Þetta er mjög löng röð,“ segir Guðjón en eins og fram hefur komið bíður fólkið eftir afgreiðslu hjá söluskrifstofu Icelandair. „Þar er fólk að fá gistingu og svo er verið að finna leið fyrir það til að komast til síns heima.“Biðin eftir afgreiðslu hefur verið löng.VísirÞá segir Guðjón að mannskapur á vegum fyrirtækisins hafi verið kallaður út aukalega vegna ástandsins á vellinum. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega í röðinni og þá eru bráðaliðar einnig á svæðinu ef eitthvað skyldi koma upp á. Guðjón hafði ekki upplýsingar um hvenær áætlað væri að leyst yrði úr málinu. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu þessarar fréttar.Boðað til fundar klukkan 17 Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja Icelandair auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum félagsins frá Íslandi í morgun. Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 2:30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram tilboð sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan 17 í húsnæði Ríkissáttasemjara.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Sjá meira
Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38
Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11
Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“