Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 16:29 Frá örtröðinni á Keflavíkurflugvelli í dag. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega auk þess sem bráðaliðar standa vaktina ef eitthvað skyldi koma upp á. Vísir/Eyþór Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu hafa einhverjir beðið í röðum á flugvellinum frá því klukkan 7:30 í morgun og sjá ekki enn fyrir endann á þessu. Upplýsingafulltrúi Isavia segir starfsmenn fyrirtækisins keppast við að gera bið farþeganna bærilegri. Mikil örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli þar sem nokkur hundruð manns bíða eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair. Tuttugu flugferðum félagsins hefur verið aflýst í dag og öðrum seinkað vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan 6 í morgun. Ljósmyndari fréttastofu, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli frá því klukkan 15 í dag, segir þungt loft vera á flugvellinum og farþegar séu margir orðnir „kófsveittir“ eftir langa bið. Þá ræddi hann við konu sem kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Hún hafði verið í röðum á flugvellinum síðan klukkan 7:30 og sá ekki enn fyrir endann á biðinni. Þá vissu konan og samferðamenn hennar ekki af verkfalli flugvirkja fyrr en flugvélin var lent í Keflavík.Bráðaliðar til staðar ef þess þarf Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að starfsfólk fyrirtækisins vinni nú hörðum höndum að því að gera biðina bærilegri fyrir farþegana. „Þetta er mjög löng röð,“ segir Guðjón en eins og fram hefur komið bíður fólkið eftir afgreiðslu hjá söluskrifstofu Icelandair. „Þar er fólk að fá gistingu og svo er verið að finna leið fyrir það til að komast til síns heima.“Biðin eftir afgreiðslu hefur verið löng.VísirÞá segir Guðjón að mannskapur á vegum fyrirtækisins hafi verið kallaður út aukalega vegna ástandsins á vellinum. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega í röðinni og þá eru bráðaliðar einnig á svæðinu ef eitthvað skyldi koma upp á. Guðjón hafði ekki upplýsingar um hvenær áætlað væri að leyst yrði úr málinu. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu þessarar fréttar.Boðað til fundar klukkan 17 Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja Icelandair auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum félagsins frá Íslandi í morgun. Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 2:30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram tilboð sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan 17 í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu hafa einhverjir beðið í röðum á flugvellinum frá því klukkan 7:30 í morgun og sjá ekki enn fyrir endann á þessu. Upplýsingafulltrúi Isavia segir starfsmenn fyrirtækisins keppast við að gera bið farþeganna bærilegri. Mikil örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli þar sem nokkur hundruð manns bíða eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair. Tuttugu flugferðum félagsins hefur verið aflýst í dag og öðrum seinkað vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan 6 í morgun. Ljósmyndari fréttastofu, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli frá því klukkan 15 í dag, segir þungt loft vera á flugvellinum og farþegar séu margir orðnir „kófsveittir“ eftir langa bið. Þá ræddi hann við konu sem kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Hún hafði verið í röðum á flugvellinum síðan klukkan 7:30 og sá ekki enn fyrir endann á biðinni. Þá vissu konan og samferðamenn hennar ekki af verkfalli flugvirkja fyrr en flugvélin var lent í Keflavík.Bráðaliðar til staðar ef þess þarf Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að starfsfólk fyrirtækisins vinni nú hörðum höndum að því að gera biðina bærilegri fyrir farþegana. „Þetta er mjög löng röð,“ segir Guðjón en eins og fram hefur komið bíður fólkið eftir afgreiðslu hjá söluskrifstofu Icelandair. „Þar er fólk að fá gistingu og svo er verið að finna leið fyrir það til að komast til síns heima.“Biðin eftir afgreiðslu hefur verið löng.VísirÞá segir Guðjón að mannskapur á vegum fyrirtækisins hafi verið kallaður út aukalega vegna ástandsins á vellinum. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega í röðinni og þá eru bráðaliðar einnig á svæðinu ef eitthvað skyldi koma upp á. Guðjón hafði ekki upplýsingar um hvenær áætlað væri að leyst yrði úr málinu. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu þessarar fréttar.Boðað til fundar klukkan 17 Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja Icelandair auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum félagsins frá Íslandi í morgun. Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 2:30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram tilboð sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan 17 í húsnæði Ríkissáttasemjara.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38
Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11
Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04