Íslenski boltinn

Gunnlaugur Hlynur og Sindri í Víkina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sindri og Gunnlaugur Hlynur ásamt Loga Ólafssyni, þjálfara Víkings.
Sindri og Gunnlaugur Hlynur ásamt Loga Ólafssyni, þjálfara Víkings. mynd/víkingur
Víkingur R. hefur samið við Gunnlaug Hlyn Birgisson og Sindra Scheving um að leika með liðinu næstu tvö árin.

Gunnlaugur, sem er 22 ára, lék 21 leik með Víkingi Ó. í Pepsi-deild karla síðasta sumar. Hann hefur einnig leikið með Breiðabliki og Fram og þá var hann á mála hjá Club Brügge í Belgíu á árunum 2012-14.

Sindri, sem er tvítugur, kemur til Víkings frá Val. Á síðasta tímabili lék hann 21 leik með Haukum í Inkasso-deildinni. Hann lék með unglingaliði Reading á Englandi á árunum 2014-17.

Áður voru Víkingar búnir að fá Sölva Geir Ottesen heim úr atvinnumennsku. Geoffrey Castillion, Viktor Bjarki Arnarsson og Ívar Örn Jónsson eru hins vegar horfnir á braut.

Víkingur endaði í 8. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Úttekt: Stóru strákarnir borða alltaf fyrst

Fréttablaðið og Vísir skoðar í dag frammistöðu liðanna í Pepsi-deildinni á félagsskiptamarkaðnum. Líkt og áður eru það risarnir í deildinni sem sitja við kjötkatlana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×