John Snorri varð undir eftir langa baráttu við Arion banka Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 13:43 John Snorri Sigurjónsson varð fyrstur Íslendinga upp á K2. Mynd/Kári Schram Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur verið dæmdur til þess að greiða Arion banka 635.363 kr. ásamt dráttarvöxtum fyrir að hafa ekki staðið í skilum á afborgunum á láni sem tekið var í Sparisjóði Ólafsfjarðar árið 2009. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Var hann einnig dæmdur til þess að greiða 500.000 kr. í málskostnað. Krafa Arion banka byggði á afborgunarsamningi láns upp á tæplega 2,5 milljónir króna. Skuldina, ásamt vöxtum, átti að greiða með tólf gjalddögum. Segir í dómnum að staðið hafi verið við níu afborganir en lánið verið gjaldfellt í nóvember 2009. Fór bankinn því fram á eftirstöðvar skuldarinnar, sem nam sem fyrr segir 635.363 kr. auk málskostnaðar upp á 500.000 kr. Sýknukrafa Johns Snorra byggði á að krafa Arion banka væri fyrnd og vísaði hann til laga um fyrningu kröfuréttinda sem kveður á um að almennur fyrningartími sé fjögur ár. Einnig segir hann að honum hafi ekki verið kynnt efni samningsins þegar lánið var tekið.Vísuðu til undirskriftar um reglur og skilmálaArion banki vísaði til laga sem benda á að fyrningartími peningalána sé tíu ár og vísaði til undirritaðrar umsóknar Johns Snorra þar sem hann staðfestir að hafa kynnt sér reglur og skilmála Sparisjóðs Ólafsfjarðar. Var hann dæmdur til þess að greiða eftirstöðvar lánsins auk dráttarvaxta auk málskostnaðar sem fyrr segir. Frá og með 1. janúar 2012 tók Arion banki við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Ólafsfjarðar vegna samruna félaganna. Í samtali við fréttastofu Vísis segist John Snorri ekki ætla að áfrýja dómnum til Lands- eða Hæstaréttar. John Snorri vann það þrekvirki að klífa næsthæsta fjall heims, K2, á árinu en það er 8.611 metrar. Ganga Johns Snorra var hluti af áheitasöfnun fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Dómsmál Tengdar fréttir „Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. 28. júlí 2017 20:00 John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 „Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. 4. ágúst 2017 16:52 John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. 31. október 2017 10:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur verið dæmdur til þess að greiða Arion banka 635.363 kr. ásamt dráttarvöxtum fyrir að hafa ekki staðið í skilum á afborgunum á láni sem tekið var í Sparisjóði Ólafsfjarðar árið 2009. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Var hann einnig dæmdur til þess að greiða 500.000 kr. í málskostnað. Krafa Arion banka byggði á afborgunarsamningi láns upp á tæplega 2,5 milljónir króna. Skuldina, ásamt vöxtum, átti að greiða með tólf gjalddögum. Segir í dómnum að staðið hafi verið við níu afborganir en lánið verið gjaldfellt í nóvember 2009. Fór bankinn því fram á eftirstöðvar skuldarinnar, sem nam sem fyrr segir 635.363 kr. auk málskostnaðar upp á 500.000 kr. Sýknukrafa Johns Snorra byggði á að krafa Arion banka væri fyrnd og vísaði hann til laga um fyrningu kröfuréttinda sem kveður á um að almennur fyrningartími sé fjögur ár. Einnig segir hann að honum hafi ekki verið kynnt efni samningsins þegar lánið var tekið.Vísuðu til undirskriftar um reglur og skilmálaArion banki vísaði til laga sem benda á að fyrningartími peningalána sé tíu ár og vísaði til undirritaðrar umsóknar Johns Snorra þar sem hann staðfestir að hafa kynnt sér reglur og skilmála Sparisjóðs Ólafsfjarðar. Var hann dæmdur til þess að greiða eftirstöðvar lánsins auk dráttarvaxta auk málskostnaðar sem fyrr segir. Frá og með 1. janúar 2012 tók Arion banki við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Ólafsfjarðar vegna samruna félaganna. Í samtali við fréttastofu Vísis segist John Snorri ekki ætla að áfrýja dómnum til Lands- eða Hæstaréttar. John Snorri vann það þrekvirki að klífa næsthæsta fjall heims, K2, á árinu en það er 8.611 metrar. Ganga Johns Snorra var hluti af áheitasöfnun fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans.
Dómsmál Tengdar fréttir „Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. 28. júlí 2017 20:00 John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 „Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. 4. ágúst 2017 16:52 John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. 31. október 2017 10:34 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. 28. júlí 2017 20:00
John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39
John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38
„Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. 4. ágúst 2017 16:52
John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. 31. október 2017 10:34