Íslenski boltinn

Kristinn Freyr kominn aftur í Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn Freyr í leik gegn ÍBV sumarið 2016.
Kristinn Freyr í leik gegn ÍBV sumarið 2016. vísir/anton
Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals á nýjan leik.  Hann skrifaði undir samning við Íslandsmeistaranna til fjögurra ára. 

Kristinn var í herbúðum Vals á árunum 2012-16 en lék með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Hann var einnig með tilboð í höndunum frá FH en endaði hjá Íslandsmeisturum Vals.

Kristinn varð bikarmeistari með Val 2015 og 2016. Hann var valinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2016 en þá skoraði hann 13 mörk í 21 deildarleik.

Kristinn er þriðji leikmaðurinn sem Valur fær eftir að síðasta tímabili lauk. Ólafur Karl Finsen kom frá Stjörnunni og Ívar Örn Jónsson frá Víkingi R.

Við sama tilefni framlengdu Bjarni Ólafur Eiríksson og fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson samninga sína, Bjarni til 2019 en Haukur 2020. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×