Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2017 16:01 Leikarinn Geoffrey Rush þvertekur fyrir ásakanirnar. Vísir/afp Ástralski leikarinn Geoffrey Rush lét af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar fáeinum dögum eftir að mikilsvirtu áströlsku leikfélagi barst ásökun um „ósæmilega hegðun“ leikarans, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Rush þvertekur fyrir að hafa hegðað sér á ósæmilegan hátt við störf sín fyrir The Sydney Theatre Company, mikilsvirt leikfélag í Ástralíu. Fyrir um tveimur árum fór Rush með aðalhlutverk í uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi en svo virðist sem ásakanirnar megi rekja til þeirrar sýningar. Í tilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, sagði Rush að hann teldi ósanngjarnt að samstarfsfólk hans yrði á einhvern hátt bendlað við ásakanir á borð við þær sem gefnar hafa verið út á hendur honum. Þá sagði Rush það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga til hliðar sem formaður áströlsku kvikmyndaakademíunnar en taldi tafarlausa afsögn hið rétta í stöðunni „þangað til málið hefur verið leyst.“ Talið að leikkona hafi sakað Rush um áreitni Ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá The Sidney Theatre Company um ásakanirnar eða eðli hinnar „ósæmilegu hegðunar“ sem Rush er sakaður um. Samkvæmt tilkynningu frá leikfélaginu vill umkvörtunaraðilinn að trúnaður ríki um meðferð málsins og að Rush verði ekki viðriðinn frekari rannsókn. Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu sakaði leikkona, sem starfaði við uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi, Rush um að hafa snert sig á óviðeigandi hátt. Rush hefur starfað sem leikari hjá The Sidney Theatre Company í 35 ár. Rush, sem er 66 ára gamall, hlaut Óskarsverðlaun árið 1997 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Shine og hefur þess utan verið tilnefndur þrisvar til verðlaunanna. Hann er þó einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barbossa kapteinn í Pirates of the Caribbean-kvikmyndaseríunni. MeToo Ástralía Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Ástralski leikarinn Geoffrey Rush lét af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar fáeinum dögum eftir að mikilsvirtu áströlsku leikfélagi barst ásökun um „ósæmilega hegðun“ leikarans, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Rush þvertekur fyrir að hafa hegðað sér á ósæmilegan hátt við störf sín fyrir The Sydney Theatre Company, mikilsvirt leikfélag í Ástralíu. Fyrir um tveimur árum fór Rush með aðalhlutverk í uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi en svo virðist sem ásakanirnar megi rekja til þeirrar sýningar. Í tilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, sagði Rush að hann teldi ósanngjarnt að samstarfsfólk hans yrði á einhvern hátt bendlað við ásakanir á borð við þær sem gefnar hafa verið út á hendur honum. Þá sagði Rush það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga til hliðar sem formaður áströlsku kvikmyndaakademíunnar en taldi tafarlausa afsögn hið rétta í stöðunni „þangað til málið hefur verið leyst.“ Talið að leikkona hafi sakað Rush um áreitni Ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá The Sidney Theatre Company um ásakanirnar eða eðli hinnar „ósæmilegu hegðunar“ sem Rush er sakaður um. Samkvæmt tilkynningu frá leikfélaginu vill umkvörtunaraðilinn að trúnaður ríki um meðferð málsins og að Rush verði ekki viðriðinn frekari rannsókn. Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu sakaði leikkona, sem starfaði við uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi, Rush um að hafa snert sig á óviðeigandi hátt. Rush hefur starfað sem leikari hjá The Sidney Theatre Company í 35 ár. Rush, sem er 66 ára gamall, hlaut Óskarsverðlaun árið 1997 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Shine og hefur þess utan verið tilnefndur þrisvar til verðlaunanna. Hann er þó einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barbossa kapteinn í Pirates of the Caribbean-kvikmyndaseríunni.
MeToo Ástralía Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira