Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2017 16:01 Leikarinn Geoffrey Rush þvertekur fyrir ásakanirnar. Vísir/afp Ástralski leikarinn Geoffrey Rush lét af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar fáeinum dögum eftir að mikilsvirtu áströlsku leikfélagi barst ásökun um „ósæmilega hegðun“ leikarans, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Rush þvertekur fyrir að hafa hegðað sér á ósæmilegan hátt við störf sín fyrir The Sydney Theatre Company, mikilsvirt leikfélag í Ástralíu. Fyrir um tveimur árum fór Rush með aðalhlutverk í uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi en svo virðist sem ásakanirnar megi rekja til þeirrar sýningar. Í tilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, sagði Rush að hann teldi ósanngjarnt að samstarfsfólk hans yrði á einhvern hátt bendlað við ásakanir á borð við þær sem gefnar hafa verið út á hendur honum. Þá sagði Rush það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga til hliðar sem formaður áströlsku kvikmyndaakademíunnar en taldi tafarlausa afsögn hið rétta í stöðunni „þangað til málið hefur verið leyst.“ Talið að leikkona hafi sakað Rush um áreitni Ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá The Sidney Theatre Company um ásakanirnar eða eðli hinnar „ósæmilegu hegðunar“ sem Rush er sakaður um. Samkvæmt tilkynningu frá leikfélaginu vill umkvörtunaraðilinn að trúnaður ríki um meðferð málsins og að Rush verði ekki viðriðinn frekari rannsókn. Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu sakaði leikkona, sem starfaði við uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi, Rush um að hafa snert sig á óviðeigandi hátt. Rush hefur starfað sem leikari hjá The Sidney Theatre Company í 35 ár. Rush, sem er 66 ára gamall, hlaut Óskarsverðlaun árið 1997 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Shine og hefur þess utan verið tilnefndur þrisvar til verðlaunanna. Hann er þó einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barbossa kapteinn í Pirates of the Caribbean-kvikmyndaseríunni. MeToo Ástralía Bíó og sjónvarp Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Ástralski leikarinn Geoffrey Rush lét af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar fáeinum dögum eftir að mikilsvirtu áströlsku leikfélagi barst ásökun um „ósæmilega hegðun“ leikarans, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Rush þvertekur fyrir að hafa hegðað sér á ósæmilegan hátt við störf sín fyrir The Sydney Theatre Company, mikilsvirt leikfélag í Ástralíu. Fyrir um tveimur árum fór Rush með aðalhlutverk í uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi en svo virðist sem ásakanirnar megi rekja til þeirrar sýningar. Í tilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, sagði Rush að hann teldi ósanngjarnt að samstarfsfólk hans yrði á einhvern hátt bendlað við ásakanir á borð við þær sem gefnar hafa verið út á hendur honum. Þá sagði Rush það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga til hliðar sem formaður áströlsku kvikmyndaakademíunnar en taldi tafarlausa afsögn hið rétta í stöðunni „þangað til málið hefur verið leyst.“ Talið að leikkona hafi sakað Rush um áreitni Ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá The Sidney Theatre Company um ásakanirnar eða eðli hinnar „ósæmilegu hegðunar“ sem Rush er sakaður um. Samkvæmt tilkynningu frá leikfélaginu vill umkvörtunaraðilinn að trúnaður ríki um meðferð málsins og að Rush verði ekki viðriðinn frekari rannsókn. Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu sakaði leikkona, sem starfaði við uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi, Rush um að hafa snert sig á óviðeigandi hátt. Rush hefur starfað sem leikari hjá The Sidney Theatre Company í 35 ár. Rush, sem er 66 ára gamall, hlaut Óskarsverðlaun árið 1997 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Shine og hefur þess utan verið tilnefndur þrisvar til verðlaunanna. Hann er þó einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barbossa kapteinn í Pirates of the Caribbean-kvikmyndaseríunni.
MeToo Ástralía Bíó og sjónvarp Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira