Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Frans páfi með Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafa Mjanmar. vísir/afp Frans páfi nefndi þjóðflokk Róhingja ekki á nafn í gær í ræðu sem hann flutti í kjölfar fundar með Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafa og þjóðarleiðtoga Mjanmar. Páfi er nú á þriðja degi heimsóknar sinnar þar í landi en hann hefur áður tjáð sig um þjáningar Róhingja, sem Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin segja verða fyrir barðinu á þjóðernishreinsunum af hálfu stjórnvalda og hersins. Alls hafa meira en 620.000 Róhingjar flutt til Bangladess frá því ofbeldi braust út í Rakhine-héraði í ágúst. Ríkisstjórn Mjanmar hafnar því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Er það vegna þess að stjórnvöld, sem og stór hluti landsmanna, líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess og ekki beri að líta á þá sem einn af þjóðflokkum Mjanmar. Er Róhingjum til að mynda neitað um ríkisborgararétt, burtséð frá því hvort þeir fæðist í Mjanmar eða ekki. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, sem um eitt prósent landsmanna tilheyrir, hafði varað Frans við notkun heitisins og varð hann við þeirri viðvörun.Félagasamtök sem berjast fyrir réttindum Róhingja skoruðu hins vegar á Frans að nota heitið. Í ágúst tjáði páfi sig um þjóðflokkinn. „Sorglegar fréttir hafa borist af ofsóknum á hendur bræðrum okkar og systrum úr þjóðflokki Róhingja. Við biðjum Drottin um að bjarga þeim og um að hjálpa góðu fólki við að hjálpa þeim,“ sagði páfi þá, ófeiminn við notkun heitisins. En þótt páfi hafi ekki nefnt þjóðflokkinn á nafn var augljóst um hvað ræða hans snerist. „Það verður að ríkja friður í Mjanmar. Sá friður þarf að byggjast á virðingu fyrir réttindum hvers og eins, virðingu fyrir þjóðflokkum, virðingu fyrir lögum og reglu og virðingu fyrir lýðræðinu sem gerir öllum einstaklingum kleift að láta gott af sér leiða.“ Páfi hélt áfram máli sínu og sagði að mannfólkið væri helsti fjársjóður Mjanmar. Fólkið hefði þjáðst mikið, og þjáðist enn, vegna átaka innan ríkisins. Þessar illdeilur hefðu varað of lengi og markað djúp sár. „Nú þegar þjóðin vinnur að því að koma á friði á ný verður það að vera í forgangi að lækna þessi sár.“ Langstærstur hluti Mjanmara er búddistar en Frans sagði það ekki eiga að valda deilum. „Trúarlegur ágreiningur þarf ekki að leiða til óeiningar og vantrausts. Slík fjölbreytni getur skapað samheldni, fyrirgefningu og umburðarlyndi,“ sagði Frans. Í dag stendur til að páfi sæki messu með kaþólikkum í Yangon en þegar heimsókninni lýkur er á dagskrá páfa að fara yfir landamærin og til Bangladess til þess að hitta fámennan hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja. Sjálf hélt Suu Kyi einnig ræðu eftir fundinn. Sagðist hún hafa skilning á því að ástandið í Rakhine-héraði hefði fangað athygli heimsbyggðarinnar og að félagsleg, efnahagsleg og pólitísk vandamál hefðu eytt trausti og skilningi, samhljómi og samstarfi á milli mismunandi samfélaga í héraðinu. Suu Kyi hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki harðar á ofsóknunum, enda handhafi friðarverðlauna Nóbels. Var hún meðal annars svipt frelsisorðu ensku borgarinnar Oxford á mánudag. Þó er óvíst að Suu Kyi hafi næg völd til að stýra aðgerðum hersins í Rakhine enda fer herinn með þrjú ráðuneyti og hefur þriðjung þingsæta. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Frans páfi nefndi þjóðflokk Róhingja ekki á nafn í gær í ræðu sem hann flutti í kjölfar fundar með Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafa og þjóðarleiðtoga Mjanmar. Páfi er nú á þriðja degi heimsóknar sinnar þar í landi en hann hefur áður tjáð sig um þjáningar Róhingja, sem Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin segja verða fyrir barðinu á þjóðernishreinsunum af hálfu stjórnvalda og hersins. Alls hafa meira en 620.000 Róhingjar flutt til Bangladess frá því ofbeldi braust út í Rakhine-héraði í ágúst. Ríkisstjórn Mjanmar hafnar því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Er það vegna þess að stjórnvöld, sem og stór hluti landsmanna, líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess og ekki beri að líta á þá sem einn af þjóðflokkum Mjanmar. Er Róhingjum til að mynda neitað um ríkisborgararétt, burtséð frá því hvort þeir fæðist í Mjanmar eða ekki. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, sem um eitt prósent landsmanna tilheyrir, hafði varað Frans við notkun heitisins og varð hann við þeirri viðvörun.Félagasamtök sem berjast fyrir réttindum Róhingja skoruðu hins vegar á Frans að nota heitið. Í ágúst tjáði páfi sig um þjóðflokkinn. „Sorglegar fréttir hafa borist af ofsóknum á hendur bræðrum okkar og systrum úr þjóðflokki Róhingja. Við biðjum Drottin um að bjarga þeim og um að hjálpa góðu fólki við að hjálpa þeim,“ sagði páfi þá, ófeiminn við notkun heitisins. En þótt páfi hafi ekki nefnt þjóðflokkinn á nafn var augljóst um hvað ræða hans snerist. „Það verður að ríkja friður í Mjanmar. Sá friður þarf að byggjast á virðingu fyrir réttindum hvers og eins, virðingu fyrir þjóðflokkum, virðingu fyrir lögum og reglu og virðingu fyrir lýðræðinu sem gerir öllum einstaklingum kleift að láta gott af sér leiða.“ Páfi hélt áfram máli sínu og sagði að mannfólkið væri helsti fjársjóður Mjanmar. Fólkið hefði þjáðst mikið, og þjáðist enn, vegna átaka innan ríkisins. Þessar illdeilur hefðu varað of lengi og markað djúp sár. „Nú þegar þjóðin vinnur að því að koma á friði á ný verður það að vera í forgangi að lækna þessi sár.“ Langstærstur hluti Mjanmara er búddistar en Frans sagði það ekki eiga að valda deilum. „Trúarlegur ágreiningur þarf ekki að leiða til óeiningar og vantrausts. Slík fjölbreytni getur skapað samheldni, fyrirgefningu og umburðarlyndi,“ sagði Frans. Í dag stendur til að páfi sæki messu með kaþólikkum í Yangon en þegar heimsókninni lýkur er á dagskrá páfa að fara yfir landamærin og til Bangladess til þess að hitta fámennan hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja. Sjálf hélt Suu Kyi einnig ræðu eftir fundinn. Sagðist hún hafa skilning á því að ástandið í Rakhine-héraði hefði fangað athygli heimsbyggðarinnar og að félagsleg, efnahagsleg og pólitísk vandamál hefðu eytt trausti og skilningi, samhljómi og samstarfi á milli mismunandi samfélaga í héraðinu. Suu Kyi hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki harðar á ofsóknunum, enda handhafi friðarverðlauna Nóbels. Var hún meðal annars svipt frelsisorðu ensku borgarinnar Oxford á mánudag. Þó er óvíst að Suu Kyi hafi næg völd til að stýra aðgerðum hersins í Rakhine enda fer herinn með þrjú ráðuneyti og hefur þriðjung þingsæta.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00
Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34
Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00