„Krókódíllinn“ nær völdum í Simbabve með aðstoð hersins Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2017 13:26 Emmerson Mnangagwa er kallaður Krókódíllinn. Vísir/AFP Stjórnarflokkurinn í Simbabve, Zanu PF, hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. Hinn 93 ára Mugabe rak Mnangagwa úr embætti varaforseta landsins þann 6. nóvember og er talið að það hafi verið gert í þeim tilgangi að greiða leið eiginkonunnar, Grace Mugabe, til að taka við af Mugabe síðar meir. Mnangagwa, sem er 75 ára, hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Mugabe frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1980. Mnangagwa hefur gengið undir nafninu „Krókódíllinn“ þar sem hann leiddi uppreisnarhópinn „Crocodile Gang“ í sjálfstæðisbaráttunni gegn bresku nýlenduherrunum á sínum tíma. Á þessum tíma var hann handtekinn, pyndaður, og kynntist svo Robert Mugame þegar hann sat í fangelsi eftir að hafa hlotið tíu ára dóm.Tók þátt í ofsóknum Talið er að Mnangagwa hafi tekið virkan þátt í ofsóknum gegn hvítum jarðeigendum á áttunda áratugnum og hreinsusum á Ndebele-fólki í landinu. Er talið að um 20 þúsund hafi látið lífið í hreinsununum.Hjónin Robert og Grace Mugabe.Vísir/AFPMnangagwa var skipaður nánasti ráðgjafi Mugabe árið 1977 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta frá því að landið varð sjálfstætt. Hann var gerður að varaforseta að loknum kosningunum 2013.Óttaðist um líf sitt Mugabe rak Mnangagwa svo úr embætti í byrjun mánaðar þar sem hann sakaði varaforsetann um að skipuleggja valdarán. Mnangagwa sagist þá óttast um líf sitt og flúði land. Talið er að Grace Mugabe hafi haft sitt að segja um brottrekstur Mnangagwa en barátta hefur staðið milli þeirra um hver eigi að taka við stjórn Simbabve eftir Robert Mugabe. Greint var frá því í dag að Grace Mugabe hafi flúið til Namibíu. Namibía Tengdar fréttir Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Stjórnarflokkurinn í Simbabve, Zanu PF, hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. Hinn 93 ára Mugabe rak Mnangagwa úr embætti varaforseta landsins þann 6. nóvember og er talið að það hafi verið gert í þeim tilgangi að greiða leið eiginkonunnar, Grace Mugabe, til að taka við af Mugabe síðar meir. Mnangagwa, sem er 75 ára, hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Mugabe frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1980. Mnangagwa hefur gengið undir nafninu „Krókódíllinn“ þar sem hann leiddi uppreisnarhópinn „Crocodile Gang“ í sjálfstæðisbaráttunni gegn bresku nýlenduherrunum á sínum tíma. Á þessum tíma var hann handtekinn, pyndaður, og kynntist svo Robert Mugame þegar hann sat í fangelsi eftir að hafa hlotið tíu ára dóm.Tók þátt í ofsóknum Talið er að Mnangagwa hafi tekið virkan þátt í ofsóknum gegn hvítum jarðeigendum á áttunda áratugnum og hreinsusum á Ndebele-fólki í landinu. Er talið að um 20 þúsund hafi látið lífið í hreinsununum.Hjónin Robert og Grace Mugabe.Vísir/AFPMnangagwa var skipaður nánasti ráðgjafi Mugabe árið 1977 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta frá því að landið varð sjálfstætt. Hann var gerður að varaforseta að loknum kosningunum 2013.Óttaðist um líf sitt Mugabe rak Mnangagwa svo úr embætti í byrjun mánaðar þar sem hann sakaði varaforsetann um að skipuleggja valdarán. Mnangagwa sagist þá óttast um líf sitt og flúði land. Talið er að Grace Mugabe hafi haft sitt að segja um brottrekstur Mnangagwa en barátta hefur staðið milli þeirra um hver eigi að taka við stjórn Simbabve eftir Robert Mugabe. Greint var frá því í dag að Grace Mugabe hafi flúið til Namibíu.
Namibía Tengdar fréttir Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27
Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58
Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48