„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. nóvember 2017 19:30 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. „Við höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli og það þarf bara að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Sérfræðingar söfnuðu gögnum í dag til þess að fá gleggri mynd á stöðu mála. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Magnús Tumi segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. „Þessi jarðhiti er merki um það í Öræfajökli sé að kvikna ákveðið líf. Þar hefur verið aukin jarðskjálftavirkni síðustu mánuði og þetta samanlagt bendir til þess að hann sýnir einhver lífsmerki þó að það sé ekki ástæða til að álykta að það sé gos yfirvofandi,“ sagði Magnús Tumi í samtali við fréttastofu 365. Hann segir að eldfjöll líkt og Öræfajökull sem gjósi sjaldan virðist þurfa tíma til þess að undirbúa sig þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega hvernig hvert eldfjall hagi sér. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var eitt mesta sprengigos á Íslandi á sögulegum tíma og lagði það Litlahérað í eyði. Magnús Tumi segir að gosunum hafi fylgt vond jökulhlaup. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. Segir Magnús Tumi að komið hafi í ljós að bæir í grennd við jökulinn séu flestir ekki í hættu. „Það sýnir sig þar að flest hlaup eru þannig að bæirnir eru ekki í hættu. Þeir eru bara byggðir á þannig stöðum að menn hafa byggt þá með tilliti til hlaupa,“ segir Magnús Tumi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Öræfajökull sé hættulaust eldfjöll, sé horft til sögu eldstöðvarinnar. Litlar líkur séu þó á miklu sprengigosi en hættuleg jökulhlaup geti orðið komi til eldgoss. „Líkur á að eldfjöll geri þetta í tvígang með stuttu millibili eru ákaflega litlar þannig að við erum ekki beinlínis að hafa áhyggjur að við séum að fá slíkan atburð. Þetta er bara bratt eldfjall á jökli með kolli og eldgos þar valda hlaupum sem geta orðið hættuleg og því þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi. Segir Magnús Tumi að að svo stöddu sé ekki hætta við Öræfajökul og að atburðarrásin þurfi að breytast heilmikið til þess að það fari að koma hætta en hann ítrekar að fylgjast þurfi mjög vel með hræringum á svæðinu. Sjá má viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Við höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli og það þarf bara að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Sérfræðingar söfnuðu gögnum í dag til þess að fá gleggri mynd á stöðu mála. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Magnús Tumi segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. „Þessi jarðhiti er merki um það í Öræfajökli sé að kvikna ákveðið líf. Þar hefur verið aukin jarðskjálftavirkni síðustu mánuði og þetta samanlagt bendir til þess að hann sýnir einhver lífsmerki þó að það sé ekki ástæða til að álykta að það sé gos yfirvofandi,“ sagði Magnús Tumi í samtali við fréttastofu 365. Hann segir að eldfjöll líkt og Öræfajökull sem gjósi sjaldan virðist þurfa tíma til þess að undirbúa sig þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega hvernig hvert eldfjall hagi sér. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var eitt mesta sprengigos á Íslandi á sögulegum tíma og lagði það Litlahérað í eyði. Magnús Tumi segir að gosunum hafi fylgt vond jökulhlaup. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. Segir Magnús Tumi að komið hafi í ljós að bæir í grennd við jökulinn séu flestir ekki í hættu. „Það sýnir sig þar að flest hlaup eru þannig að bæirnir eru ekki í hættu. Þeir eru bara byggðir á þannig stöðum að menn hafa byggt þá með tilliti til hlaupa,“ segir Magnús Tumi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Öræfajökull sé hættulaust eldfjöll, sé horft til sögu eldstöðvarinnar. Litlar líkur séu þó á miklu sprengigosi en hættuleg jökulhlaup geti orðið komi til eldgoss. „Líkur á að eldfjöll geri þetta í tvígang með stuttu millibili eru ákaflega litlar þannig að við erum ekki beinlínis að hafa áhyggjur að við séum að fá slíkan atburð. Þetta er bara bratt eldfjall á jökli með kolli og eldgos þar valda hlaupum sem geta orðið hættuleg og því þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi. Segir Magnús Tumi að að svo stöddu sé ekki hætta við Öræfajökul og að atburðarrásin þurfi að breytast heilmikið til þess að það fari að koma hætta en hann ítrekar að fylgjast þurfi mjög vel með hræringum á svæðinu. Sjá má viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent