Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 14:08 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. Mikið hefur verið fjallað um deilur Eflingar og Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, undanfarna mánuði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa að stéttarfélaginu Virðingu, sem sé gervistéttarfélag ætlað til að fóðra vasa veitingamanna á kostnað launþega. Telja mætingu ráðherra furðulega Nýjasti kafli deilunnar er útspil Sólveigar Önnu í morgun þegar hún gerði sér ferð í orku-, umhverfis-, og loftslagsráðuneytið í þeim erindagjörðum að afhenda ráðherra áskorun um að mæta ekki á fund SVEIT. Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra hefur boðað komu sína á haustfund SVEIT. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ sagði í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þakkar Sólveigu Önnu fyrir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samskiptum við Vísi að hann hvetji alla og Sólveigu Önnu líka til þess að mæta á haustfundinn á miðvikudaginn og þakki henni fyrir að vekja athygli á honum. „Haustfundurinn er einmitt hugsaður til þess kynna starfsemi samtakana sem eru ekki stéttarfélag og standa ekki að baki stéttarfélaginu Virðingu.“ Hlutverk ráðherrans á fundinum sé að koma og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum en í þeim felist meðal annars að færa Heilbrigðiseftirlit landsins öll undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Þar séu samtökin einmitt að leiða saman ráðherra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og veitingafólk, sem bæði hafi góða og slæma reynslu af kerfinu eins og það er og kalla fram málefnalega umræðu á opinberum vettvangi. Vonast sé til þess að færa starfsumhverfi bæði veitingamanna og eftirlitsaðila á betri og skilvirkari stað. Þannig megi spara opinberum aðilum og félagsfólki SVEIT óþarfa tíma og fjárútlát. Nær ekki í nokkurn mann hjá Virðingu Einar segir að varðandi erindi Sólveigar Önnu verði hann að ítreka að SVEIT séu ekki aðila að samningum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu. Þannig séu samtökin ekki í neinu samtali við Eflingu og ekki aðilar að neinum samningum við Eflingu. „Stéttarfélagið Virðing var ekki stofnað af SVEIT og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst.“ Veitingastaðir Atvinnurekendur Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um deilur Eflingar og Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, undanfarna mánuði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa að stéttarfélaginu Virðingu, sem sé gervistéttarfélag ætlað til að fóðra vasa veitingamanna á kostnað launþega. Telja mætingu ráðherra furðulega Nýjasti kafli deilunnar er útspil Sólveigar Önnu í morgun þegar hún gerði sér ferð í orku-, umhverfis-, og loftslagsráðuneytið í þeim erindagjörðum að afhenda ráðherra áskorun um að mæta ekki á fund SVEIT. Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra hefur boðað komu sína á haustfund SVEIT. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ sagði í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þakkar Sólveigu Önnu fyrir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samskiptum við Vísi að hann hvetji alla og Sólveigu Önnu líka til þess að mæta á haustfundinn á miðvikudaginn og þakki henni fyrir að vekja athygli á honum. „Haustfundurinn er einmitt hugsaður til þess kynna starfsemi samtakana sem eru ekki stéttarfélag og standa ekki að baki stéttarfélaginu Virðingu.“ Hlutverk ráðherrans á fundinum sé að koma og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum en í þeim felist meðal annars að færa Heilbrigðiseftirlit landsins öll undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Þar séu samtökin einmitt að leiða saman ráðherra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og veitingafólk, sem bæði hafi góða og slæma reynslu af kerfinu eins og það er og kalla fram málefnalega umræðu á opinberum vettvangi. Vonast sé til þess að færa starfsumhverfi bæði veitingamanna og eftirlitsaðila á betri og skilvirkari stað. Þannig megi spara opinberum aðilum og félagsfólki SVEIT óþarfa tíma og fjárútlát. Nær ekki í nokkurn mann hjá Virðingu Einar segir að varðandi erindi Sólveigar Önnu verði hann að ítreka að SVEIT séu ekki aðila að samningum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu. Þannig séu samtökin ekki í neinu samtali við Eflingu og ekki aðilar að neinum samningum við Eflingu. „Stéttarfélagið Virðing var ekki stofnað af SVEIT og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst.“
Veitingastaðir Atvinnurekendur Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira