Viðskipti innlent

Siggeir Vilhjálmsson ráðinn forstöðumaður Viðskiptalausna hjá Landsbankanum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Siggeir Vilhjálmsson
Siggeir Vilhjálmsson Aðsent
Siggeir Vilhjálmsson hefur tekið við starfi forstöðumanns Viðskiptalausna á Einstaklingssviði Landsbankans og verður hann jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins. 

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landsbankanum mun Siggeir leiða þróun og hagnýtingu stafrænnar tækni í einstaklingsviðskiptum með það að markmiði að efla þjónustu bankans.

Siggeir lauk prófi í kerfisfræði frá Tölvuháskólanum árið 1998,  B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík árið 2001 og MBA-gráðu frá Háskóla Íslands árið 2008. 

Siggeir hefur verið forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Landsbankans frá árinu 2010 og undanfarin ár hefur hann stýrt Viðskiptalausnum fyrirtækja. Hann hóf störf við hugbúnaðargerð hjá Landsbankanum árið 1998 en hefur að mestu unnið við vöruþróun og viðskiptastýringu hjá bankanum frá árinu 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×