Hinn fjórfaldi Ólympíumeistari Mo Farah hefur ákveðið að losa sig við þjálfarann Alberto Salazar og snúa aftur til Bretlands.
Farah vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupum á ÓL í London og Ríó. Hann hefur verið að æfa með Salazar í Bandaríkjunum en saknar heimahaganna.
„Ég ætla að flytja aftur til London enda sakna ég borgarinnar,“ sagði Farah sem mun nú æfa hjá Gary Lough sem var þjálfari Paulu Radcliffe og er reyndar giftur henni líka.
Salazar hefur þjálfað Farah síðan 2011. Hann var á dögunum sakaður um að gefa lærisveinum sínum ólögleg lyf en hefur hafnað öllum ásökunum. Farah segist ekki vera að yfirgefa Salazar út af þessum ásökunum.
Mo Farah losar sig við þjálfarann sem er sakaður um að dópa sína lærlinga
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti



Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti