Ungt fólk þarf Bjarta framtíð Nichole Leigh Mosty skrifar 20. október 2017 15:42 Síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamtarfinu hef ég lagt mikla áherslu á að hlusta á það hverju landsmenn kalla eftir. Einhvern veginn virðast stjórnmálamenn almennt renna í sama farið og telja sig þess umkomna að skilgreina þarfir annarra. Við keppumst við að móta draumsýn sem við reynum að selja fólki í kosningum þar sem sumt af henni hefur verið mótað af samfélaginu, sumt er floksstefna og sumt er hreint bull. Þið afsakið framhleypnina. Ungt fólk er hópur í samfélaginu sem mætir oft afgangi. Raddir þess eru líklega lágværari en margra annarra. Við ættum hins vegar ekki að vera svo hrokafull að skilgreina þarfir þess án þess að hafa það með í ráðum. Langtímastefnumótun á nefnilega ekki að vera sniðin að þörfum miðaldra stjórnmálamanna. Ef ég tek nokkur dæmi af því sem ég hef rætt við ungt fólk undanfarna mánuði nefnir það þróun skólakerfisins sem eitt af því mikilvægasta. Þróun sem er í takti við þróun samfélagsins og löndin í kringum okkur. Ungt fólk vill ræða um tilfinningar sínar og líðan og vill hafa gott aðgengi að sálfræðingum. Það vill að skólakerfið aðlagi sig að þeim en ekki öfugt. Fæstir eru sáttir við styttingu framhaldsskólans. Ungt fólk dagsins í dag ætlar að taka fullan þátt í fjórðu iðnbyltingunni. Það mun skapa og móta framtíðina. Stjórna henni jafnvel. Til þess þarf að leggja sérstaka áherslu á skapandi hugsun og tækifæri til sköpunar. Þeim sem farið hafa með stjórn þeirra mála sem snerta ungt fólk sérstaklega hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp, hingað til. Ungt fólk hefur ekki mörg tækifæri eða nægjanlegt frelsi þegar kemur að skipulagi námsáranna. Í námslánakerfinu gætir ekki jafnréttis þegar kemur að endurgreiðslu lánanna. Þau skapa ójöfnuð til námsmöguleika. Kerfið er farið að stýra námsmönnum inn í tilteknar greinar. Framfærslukostnaður er ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda og bankarnir hafa enn óheftan aðgang að því að hirða háar vaxtagreiðslur af framfærslufé sem er of lítið fyrir. Ungt fólk vill njóta þess að vera ungt og vera í námi. Björt framtíð vill þess vegna koma á kerfi þar sem námsstyrkir eru í boði en viljum líka leggja af frítekjumörk svo námsmenn geti aflað sér tekna. Það felst frelsi í því að komast sæmilega af. Tölum líka um húsnæðismál. Hvar var ungt fólk þegar stjórnmálamenn mótuðu þá stefnu? Þetta er grín. Hvaða stefnu? Það er engin stefna. Það er fullt af ungu fólki sem vill gjarnan vera á leigumarkaði. Markaði sem er fjandsamlegur flestum leigjendum, á hvaða aldri sem þeir eru. Björt framtíð vill móta húsnæðisstefnu sem endurspeglar þarfir og vilja ungs fólks, hvort sem það vill kaupa eða leigja. Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að réttarbótum sem varða réttindi til húsaleigubóta vegna leigu á herbergi. Við þurfum hins vegar að búa til fleiri lausnir til að sinna þörfum ungs fólks og í samráði við ungt fólk. Mig langar að nefna í lokin að ungt fólk hefur lagt sérstaka áherslu á réttlæti og sanngirni. Það vill samfélag þar sem pláss er fyrir alls konar. Þar sem mannréttindi allra eru jöfn, hvort heldur sem fólk er hinsegin, trans eða intersex. Ungt fólk vill losna við gamlar beinagrindur og úreltar hefðir. Ungt fólk vill heiðarleika og hreinskilni. Það er óhrætt við kerfisbreytingar og vill alvöru langtímastefnur og breytingar í samræmi við þær en ekki skammtímaplástra. Ungt fólk þarf Bjarta framtíð, sem var beinlínis stofnuð til að hlusta, horfa til langs tíma, laga kerfin og gera þau manneskjulegri, að þora að standa með almenningi og þora að bjóða gömlum hefðum og beinagrindum birginn. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamtarfinu hef ég lagt mikla áherslu á að hlusta á það hverju landsmenn kalla eftir. Einhvern veginn virðast stjórnmálamenn almennt renna í sama farið og telja sig þess umkomna að skilgreina þarfir annarra. Við keppumst við að móta draumsýn sem við reynum að selja fólki í kosningum þar sem sumt af henni hefur verið mótað af samfélaginu, sumt er floksstefna og sumt er hreint bull. Þið afsakið framhleypnina. Ungt fólk er hópur í samfélaginu sem mætir oft afgangi. Raddir þess eru líklega lágværari en margra annarra. Við ættum hins vegar ekki að vera svo hrokafull að skilgreina þarfir þess án þess að hafa það með í ráðum. Langtímastefnumótun á nefnilega ekki að vera sniðin að þörfum miðaldra stjórnmálamanna. Ef ég tek nokkur dæmi af því sem ég hef rætt við ungt fólk undanfarna mánuði nefnir það þróun skólakerfisins sem eitt af því mikilvægasta. Þróun sem er í takti við þróun samfélagsins og löndin í kringum okkur. Ungt fólk vill ræða um tilfinningar sínar og líðan og vill hafa gott aðgengi að sálfræðingum. Það vill að skólakerfið aðlagi sig að þeim en ekki öfugt. Fæstir eru sáttir við styttingu framhaldsskólans. Ungt fólk dagsins í dag ætlar að taka fullan þátt í fjórðu iðnbyltingunni. Það mun skapa og móta framtíðina. Stjórna henni jafnvel. Til þess þarf að leggja sérstaka áherslu á skapandi hugsun og tækifæri til sköpunar. Þeim sem farið hafa með stjórn þeirra mála sem snerta ungt fólk sérstaklega hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp, hingað til. Ungt fólk hefur ekki mörg tækifæri eða nægjanlegt frelsi þegar kemur að skipulagi námsáranna. Í námslánakerfinu gætir ekki jafnréttis þegar kemur að endurgreiðslu lánanna. Þau skapa ójöfnuð til námsmöguleika. Kerfið er farið að stýra námsmönnum inn í tilteknar greinar. Framfærslukostnaður er ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda og bankarnir hafa enn óheftan aðgang að því að hirða háar vaxtagreiðslur af framfærslufé sem er of lítið fyrir. Ungt fólk vill njóta þess að vera ungt og vera í námi. Björt framtíð vill þess vegna koma á kerfi þar sem námsstyrkir eru í boði en viljum líka leggja af frítekjumörk svo námsmenn geti aflað sér tekna. Það felst frelsi í því að komast sæmilega af. Tölum líka um húsnæðismál. Hvar var ungt fólk þegar stjórnmálamenn mótuðu þá stefnu? Þetta er grín. Hvaða stefnu? Það er engin stefna. Það er fullt af ungu fólki sem vill gjarnan vera á leigumarkaði. Markaði sem er fjandsamlegur flestum leigjendum, á hvaða aldri sem þeir eru. Björt framtíð vill móta húsnæðisstefnu sem endurspeglar þarfir og vilja ungs fólks, hvort sem það vill kaupa eða leigja. Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að réttarbótum sem varða réttindi til húsaleigubóta vegna leigu á herbergi. Við þurfum hins vegar að búa til fleiri lausnir til að sinna þörfum ungs fólks og í samráði við ungt fólk. Mig langar að nefna í lokin að ungt fólk hefur lagt sérstaka áherslu á réttlæti og sanngirni. Það vill samfélag þar sem pláss er fyrir alls konar. Þar sem mannréttindi allra eru jöfn, hvort heldur sem fólk er hinsegin, trans eða intersex. Ungt fólk vill losna við gamlar beinagrindur og úreltar hefðir. Ungt fólk vill heiðarleika og hreinskilni. Það er óhrætt við kerfisbreytingar og vill alvöru langtímastefnur og breytingar í samræmi við þær en ekki skammtímaplástra. Ungt fólk þarf Bjarta framtíð, sem var beinlínis stofnuð til að hlusta, horfa til langs tíma, laga kerfin og gera þau manneskjulegri, að þora að standa með almenningi og þora að bjóða gömlum hefðum og beinagrindum birginn. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun