Aðgerða er þörf – Réttum hlut kvenna Helga Vala Helgadóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og skrifa 24. október 2017 08:40 Stærstu jafnréttismál okkar tíma eru baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og baráttan fyrir fjárhagslegu jafnrétti kvenna og karla. Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og þó að konur hafi lagalegan rétt til jafns við karla vantar enn töluvert upp á að raunveruleikinn fylgi eftir. Konur eru með á bilinu 7 til 18 prósent lægri laun en karlar og það er óásættanlegt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda þess að þær standi jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Frá árinu 1961 hefur verið ólöglegt að mismuna í launum út frá kynferði. Þrátt fyrir það eru fá mál vegna launamismununar kærð. Kynbundinn launamunur þrífst best í skjóli launaleyndar. Í nýjum jafnréttislögum frá árinu 2008 er þó skýrt kveðið á um að ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þessum lögum þarf að fylgja eftir. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem setja leikreglurnar. Engu að síður er launamunur kynjanna enn umtalsverður og er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma að útrýma honum. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt sjálfstæði. Árið er 2017. Þetta er ekkert flókið. Það þarf bara að gera það.Baráttan gegn ofbeldiNærri fjórðungur allra íslenskra kvenna hafa upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi. Í könnun Velferðarráðuneytis kom fram að 42 prósent kvenna hafa verið beittar ofbeldi á einhverjum tíma frá 16 ára aldri. Á síðasta ári dvöldu 116 konur og 79 börn í Kvennaathvarfinu en vert er að nefna að enn hefur ekkert slíkt athvarf verið reist fyrir karla og börn þeirra. Þá hafa tæplega 200 einstaklingar leitað ásjár hjá Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis, á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá opnun þessa tilraunaverkefnis. Samfylkingin hefur ákveðið að setja einn milljarð króna árlega í stórsókn gegn ofbeldi. Í fyrsta lagi er ætlunin að stórefla löggæslu í landinu, með því að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu og rannsóknum. Í öðru lagi ætlum við að hefja markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu með skipulögðu starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Loks verðum við að vakna af værum blundi er varðar netofbeldi og takast á við það sívaxandi vandamál. Baráttunni gegn ofbeldi og fyrir auknu jafnrétti er hvergi nærri lokið. Samfylkingin ætlar sér í slíka vinnu á næsta kjörtímabili.Helga Vala Helgadóttir, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norðurJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Kosningar 2017 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Stærstu jafnréttismál okkar tíma eru baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og baráttan fyrir fjárhagslegu jafnrétti kvenna og karla. Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og þó að konur hafi lagalegan rétt til jafns við karla vantar enn töluvert upp á að raunveruleikinn fylgi eftir. Konur eru með á bilinu 7 til 18 prósent lægri laun en karlar og það er óásættanlegt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda þess að þær standi jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Frá árinu 1961 hefur verið ólöglegt að mismuna í launum út frá kynferði. Þrátt fyrir það eru fá mál vegna launamismununar kærð. Kynbundinn launamunur þrífst best í skjóli launaleyndar. Í nýjum jafnréttislögum frá árinu 2008 er þó skýrt kveðið á um að ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þessum lögum þarf að fylgja eftir. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem setja leikreglurnar. Engu að síður er launamunur kynjanna enn umtalsverður og er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma að útrýma honum. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt sjálfstæði. Árið er 2017. Þetta er ekkert flókið. Það þarf bara að gera það.Baráttan gegn ofbeldiNærri fjórðungur allra íslenskra kvenna hafa upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi. Í könnun Velferðarráðuneytis kom fram að 42 prósent kvenna hafa verið beittar ofbeldi á einhverjum tíma frá 16 ára aldri. Á síðasta ári dvöldu 116 konur og 79 börn í Kvennaathvarfinu en vert er að nefna að enn hefur ekkert slíkt athvarf verið reist fyrir karla og börn þeirra. Þá hafa tæplega 200 einstaklingar leitað ásjár hjá Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis, á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá opnun þessa tilraunaverkefnis. Samfylkingin hefur ákveðið að setja einn milljarð króna árlega í stórsókn gegn ofbeldi. Í fyrsta lagi er ætlunin að stórefla löggæslu í landinu, með því að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu og rannsóknum. Í öðru lagi ætlum við að hefja markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu með skipulögðu starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Loks verðum við að vakna af værum blundi er varðar netofbeldi og takast á við það sívaxandi vandamál. Baráttunni gegn ofbeldi og fyrir auknu jafnrétti er hvergi nærri lokið. Samfylkingin ætlar sér í slíka vinnu á næsta kjörtímabili.Helga Vala Helgadóttir, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norðurJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar