Skattar og lífskjör – áróður og veruleiki Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 25. október 2017 07:00 Því er oft haldið á lofti, að munurinn á hægri- og vinstri flokkum sé sá að hægri flokkar leitist við að lækka skatta, og „spara í opinberum útgjöldum,“ en vinstri flokkar vilji hækka skatta til að standa undir velferðinni. Í fyrsta lagi snýst skattastefna ekki fyrst og fremst um hækkun eða lækkun skatta, heldur hvernig skattbyrðinni er skipt. Í öðru lagi er ekki alltaf samhengi milli hærri skatta og aukinnar velferðar. Í þriðja lagi er verulegt misræmi milli orða og athafna þeirra flokka sem hafa stjórnað undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. verið í ríkisstjórn um 23 ár af síðustu 30 árum og allan þann tíma undir slagorðum svonefndrar nýfrjálshyggju, um lækkun skatta og talar nú um „áframhaldandi lækkun skatta“.Tekjuskattur Ef við athugum hvernig tekjuskatturinn hefur þróast á þessum tíma kemur í ljós að persónuafslátturinn hefur þrefaldast í krónutölu, meðan almennt verðlag hefur hækkað næstum tvöfalt meira. Tekjuskatturinn hefur því hækkað verulega, og hlutfallslega langmest á láglaunafólk. Um leið hafa iðgjöld í lífeyrissjóði hækkað talsvert, og það er auðvitað bara skattur. „Áframhaldandi“ hvað? Notendagreiðslur í heilbrigðiskerfinu hafa margfaldast, ásamt ýmsum öðrum þjónustugjöldum. Lóðagjöld og annar stjórnsýslukostnaður hefur hækkað verð á húsnæði, og þar með skuldir almennings. Það þyngir kostnaðinn við okurvexti og verðbætur, sem eru í raun eins konar skattur.Lífsgæði En þó að skattar á almenning hafi óvart stórhækkað, í stað þess að lækka, hefur það þá ekki skilað sér í meiri velferð og bættum lífskjörum á þann hátt? Þvert á móti. Fátækt hefur stóraukist, og er í dag útbreitt þjóðfélagsmein. Aðgangur að heilbrigðiskerfinu er verulega skertur. Aðgangur að menntun er á undanhaldi. Ójöfnuður hefur aukist gríðarlega og réttindi vinnandi fólks eru í uppnámi. Þessi þróun hefur verið óháð því hvaða flokkar hafa verið í stjórn, enda hafa þeir allir stjórnað í beinu umboði auðstéttarinnar, sem tekur til sín æ stærri hlut gegnum fjármálakerfið og vaxandi tök á innviðum samfélagsins. Þessari þróun verður að snúa við með baráttu alþýðunnar fyrir sínum efnahagslegu og pólitísku hagsmunum. Fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins, fyrir betri lífskjörum og auknum jöfnuði. Baráttan gegn yfirráðum auðstéttarinnar yfir samfélaginu verður að eflast á öllum sviðum. Alþýðufylkingin væntir stuðnings frá þér og þátttöku í þessari baráttu. Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Því er oft haldið á lofti, að munurinn á hægri- og vinstri flokkum sé sá að hægri flokkar leitist við að lækka skatta, og „spara í opinberum útgjöldum,“ en vinstri flokkar vilji hækka skatta til að standa undir velferðinni. Í fyrsta lagi snýst skattastefna ekki fyrst og fremst um hækkun eða lækkun skatta, heldur hvernig skattbyrðinni er skipt. Í öðru lagi er ekki alltaf samhengi milli hærri skatta og aukinnar velferðar. Í þriðja lagi er verulegt misræmi milli orða og athafna þeirra flokka sem hafa stjórnað undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. verið í ríkisstjórn um 23 ár af síðustu 30 árum og allan þann tíma undir slagorðum svonefndrar nýfrjálshyggju, um lækkun skatta og talar nú um „áframhaldandi lækkun skatta“.Tekjuskattur Ef við athugum hvernig tekjuskatturinn hefur þróast á þessum tíma kemur í ljós að persónuafslátturinn hefur þrefaldast í krónutölu, meðan almennt verðlag hefur hækkað næstum tvöfalt meira. Tekjuskatturinn hefur því hækkað verulega, og hlutfallslega langmest á láglaunafólk. Um leið hafa iðgjöld í lífeyrissjóði hækkað talsvert, og það er auðvitað bara skattur. „Áframhaldandi“ hvað? Notendagreiðslur í heilbrigðiskerfinu hafa margfaldast, ásamt ýmsum öðrum þjónustugjöldum. Lóðagjöld og annar stjórnsýslukostnaður hefur hækkað verð á húsnæði, og þar með skuldir almennings. Það þyngir kostnaðinn við okurvexti og verðbætur, sem eru í raun eins konar skattur.Lífsgæði En þó að skattar á almenning hafi óvart stórhækkað, í stað þess að lækka, hefur það þá ekki skilað sér í meiri velferð og bættum lífskjörum á þann hátt? Þvert á móti. Fátækt hefur stóraukist, og er í dag útbreitt þjóðfélagsmein. Aðgangur að heilbrigðiskerfinu er verulega skertur. Aðgangur að menntun er á undanhaldi. Ójöfnuður hefur aukist gríðarlega og réttindi vinnandi fólks eru í uppnámi. Þessi þróun hefur verið óháð því hvaða flokkar hafa verið í stjórn, enda hafa þeir allir stjórnað í beinu umboði auðstéttarinnar, sem tekur til sín æ stærri hlut gegnum fjármálakerfið og vaxandi tök á innviðum samfélagsins. Þessari þróun verður að snúa við með baráttu alþýðunnar fyrir sínum efnahagslegu og pólitísku hagsmunum. Fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins, fyrir betri lífskjörum og auknum jöfnuði. Baráttan gegn yfirráðum auðstéttarinnar yfir samfélaginu verður að eflast á öllum sviðum. Alþýðufylkingin væntir stuðnings frá þér og þátttöku í þessari baráttu. Höfundur er trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun