Kæran á kjararáð er tilbúin Jón Þór Ólafsson skrifar 24. október 2017 15:35 Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst. Sú regla er bundin í lögin um kjararáð. Samt hækkaði kjararáð laun ráðamanna tvöfalt meira en þær hóflegu hækkanir sem 70% launafólks í yfir 100 kjarasamningum hefur sætt sig við síðustu ár. Þetta lögbrot kjararáðs á kjördag í fyrra hefur síðan þá ógnað stöðuleika á vinnumarkaði og hagkerfisins í heild.Óstöðuleiki þar til lögbrotið er leiðrétt Stærstu heildarsamtök bæði verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, ASÍ og SA, lýstu því strax yfir að með ákvörðun sinni hafi kjararáð stuðlað að upplausn á vinnumarkaði. Stærsta verkalýðsfélag landsins VR ályktaði jafnframt að „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að [bjóða] upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu.“ Í sumar staðfesti svo OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, í skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi 2017 að ósætti á vinnumarkaði sé það sem einna helst ógnar efnahagsstöðuleika á Íslandi, með ábendingu um að: „fóstra traust [og að] aukin samræming launa myndi gera samningaviðræður árangursríkari.“Öll úrræði fullreynd nema kæranFyrir ári skrifaði ég grein í Fréttablaðið um hverjir gætu snúið við ákvörðun kjararáðs og ef þeir bregðast allir þá myndi ég kæra kjararáð. kjararáð hefur neitað að svara. Forsætisráðherra sagði: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna. Forsætisnefnd lækkað lítillega kjör þingmanna en frumvarp Pírata um að kjararáð leiðrétti launahækkunina í samræmi við lög var svæft í þingnefnd í vor. Öll úrræði á Alþingi eru því fullreynd.Allt er tilbúið til að kæra KjararáðSumarið fór því í að vinna kæruna og haustið í að leita að verkalýðsfélagi því lögfræðingur minn segir mestar líkur á að dómsstólar verði að taka við kærunni (stefnunni) ef verkalýðsfélag kæri með mér. Ef verkalýðsfélag er ekki aðili málsins til að sinna hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn svo vinnumarkaðurinn fari ekki út í höfrungahlaup og hagkerfið í óðaverðbólgu; þá er það engin. Það verkalýðsfélag sem sér hættuna sem það veldur hagsmunum félagsmanna sinna að láta hækkun kjararáðs standa óbreytta, það þarf aðeins að segja já og við kærum. Allt er tilbúið.Höfundur þingmaður Pírata og í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst. Sú regla er bundin í lögin um kjararáð. Samt hækkaði kjararáð laun ráðamanna tvöfalt meira en þær hóflegu hækkanir sem 70% launafólks í yfir 100 kjarasamningum hefur sætt sig við síðustu ár. Þetta lögbrot kjararáðs á kjördag í fyrra hefur síðan þá ógnað stöðuleika á vinnumarkaði og hagkerfisins í heild.Óstöðuleiki þar til lögbrotið er leiðrétt Stærstu heildarsamtök bæði verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, ASÍ og SA, lýstu því strax yfir að með ákvörðun sinni hafi kjararáð stuðlað að upplausn á vinnumarkaði. Stærsta verkalýðsfélag landsins VR ályktaði jafnframt að „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að [bjóða] upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu.“ Í sumar staðfesti svo OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, í skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi 2017 að ósætti á vinnumarkaði sé það sem einna helst ógnar efnahagsstöðuleika á Íslandi, með ábendingu um að: „fóstra traust [og að] aukin samræming launa myndi gera samningaviðræður árangursríkari.“Öll úrræði fullreynd nema kæranFyrir ári skrifaði ég grein í Fréttablaðið um hverjir gætu snúið við ákvörðun kjararáðs og ef þeir bregðast allir þá myndi ég kæra kjararáð. kjararáð hefur neitað að svara. Forsætisráðherra sagði: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna. Forsætisnefnd lækkað lítillega kjör þingmanna en frumvarp Pírata um að kjararáð leiðrétti launahækkunina í samræmi við lög var svæft í þingnefnd í vor. Öll úrræði á Alþingi eru því fullreynd.Allt er tilbúið til að kæra KjararáðSumarið fór því í að vinna kæruna og haustið í að leita að verkalýðsfélagi því lögfræðingur minn segir mestar líkur á að dómsstólar verði að taka við kærunni (stefnunni) ef verkalýðsfélag kæri með mér. Ef verkalýðsfélag er ekki aðili málsins til að sinna hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn svo vinnumarkaðurinn fari ekki út í höfrungahlaup og hagkerfið í óðaverðbólgu; þá er það engin. Það verkalýðsfélag sem sér hættuna sem það veldur hagsmunum félagsmanna sinna að láta hækkun kjararáðs standa óbreytta, það þarf aðeins að segja já og við kærum. Allt er tilbúið.Höfundur þingmaður Pírata og í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar