Nýjar forsendur hjá peningastefnunefnd Seðlabankans? Stefán Helgi Jónsson og Skúli Hrafn Harðarson skrifar 25. október 2017 07:00 Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% á fundi sínum þann 4. október síðastliðinn. Óhætt er að segja að ákvörðun bankans hafi komið markaðsaðilum verulega óvart. Allir greiningaraðilar á markaði spáðu óbreyttum stýrivöxtum fyrir fundinn þar sem rök þeirra voru meðal annars að raunvextir hefðu lækkað á milli funda sem og að ríkisstjórnarslitin hefðu aukið óvissu um aðhald ríkisfjármála á næstunni. Að okkar mati eru þónokkur tíðindi í fundargerð Seðlabankans sem birt var þann 18. október síðastliðinn og ber þar helst að nefna nýtt mat peningastefnunefndar á þeim raunvöxtum sem þarf til að halda verðbólgu við markmið. Fram kemur í fundargerðinni að hagvöxtur verði áfram töluvert mikill en aðlögun að sjálfbærum hagvexti virðist að mati nefndarinnar vera hraðari en áður var talið. Þetta stöðumat nefndarinnar er áhugvert í ljósi síðustu vaxtalækkunar. Hér er með öðrum orðum verið að segja að spennan verði áfram mikil en muni lækka eitthvað á næstu misserum í átt að jafnvægi. Hagkerfið er því að keyra umfram framleiðslugetu sem þýðir að öðru óbreyttu að raunvextir ættu að vera hærri samanborið við hagkerfi í jafnvægi. Mikið hefur verið rætt og ritað um jafnvægisraunvexti á Íslandi. Seðlabankinn er með 3% jafnvægisraunvexti í sinni efnahagspá en ljóst má vera á aðgerðum peningastefnunefndar að hún er ekki á sama máli. Fyrir vaxtalækkunina í október voru raunvextir bankans miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar 2,1% og höfðu lækkað frá því í ágúst þegar þeir voru 2,3%. Í júní voru samsvarandi vextir 2,7% og hafa því lækkað um tæplega 1% á nokkrum mánuðum.En hvað hefur breyst á þessum nokkrum mánuðum? Tölur Hagstofunnar um hagvöxt á fyrri hluta ársins voru birtar í september. Niðurstaðan var 4,3% vöxtur en Seðlabankinn hafði spáð í ágúst að hagvöxtur yrði 5,6% á fyrri hluta ársins. Munar þar mestu um framlag utanríkisviðskipta en þjóðarútgjöld voru í góðu samræmi við spána eða 5,2% í stað 5,4%. Spennan í hagkerfinu er því enn mikil og vel umfram framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma litið. Peningastefnunefnd er þó á sama tíma að lækka raunvexti niður fyrir 2% og í því felast mikil tíðindi. Álykta mætti út frá síðustu vaxtalækkun að jafnvægisraunvextir séu nær 1% að teknu tilliti til framleiðsluspennunnar í hagkerfinu. Það verður því mjög fróðlegt að sjá næstu spá Seðlabankans varðandi hagvöxt og mat hans á framleiðsluspennu sem birt verður samfara næstu vaxtaákvörðun þann 15. nóvember næstkomandi. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Hrafn Harðarson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% á fundi sínum þann 4. október síðastliðinn. Óhætt er að segja að ákvörðun bankans hafi komið markaðsaðilum verulega óvart. Allir greiningaraðilar á markaði spáðu óbreyttum stýrivöxtum fyrir fundinn þar sem rök þeirra voru meðal annars að raunvextir hefðu lækkað á milli funda sem og að ríkisstjórnarslitin hefðu aukið óvissu um aðhald ríkisfjármála á næstunni. Að okkar mati eru þónokkur tíðindi í fundargerð Seðlabankans sem birt var þann 18. október síðastliðinn og ber þar helst að nefna nýtt mat peningastefnunefndar á þeim raunvöxtum sem þarf til að halda verðbólgu við markmið. Fram kemur í fundargerðinni að hagvöxtur verði áfram töluvert mikill en aðlögun að sjálfbærum hagvexti virðist að mati nefndarinnar vera hraðari en áður var talið. Þetta stöðumat nefndarinnar er áhugvert í ljósi síðustu vaxtalækkunar. Hér er með öðrum orðum verið að segja að spennan verði áfram mikil en muni lækka eitthvað á næstu misserum í átt að jafnvægi. Hagkerfið er því að keyra umfram framleiðslugetu sem þýðir að öðru óbreyttu að raunvextir ættu að vera hærri samanborið við hagkerfi í jafnvægi. Mikið hefur verið rætt og ritað um jafnvægisraunvexti á Íslandi. Seðlabankinn er með 3% jafnvægisraunvexti í sinni efnahagspá en ljóst má vera á aðgerðum peningastefnunefndar að hún er ekki á sama máli. Fyrir vaxtalækkunina í október voru raunvextir bankans miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar 2,1% og höfðu lækkað frá því í ágúst þegar þeir voru 2,3%. Í júní voru samsvarandi vextir 2,7% og hafa því lækkað um tæplega 1% á nokkrum mánuðum.En hvað hefur breyst á þessum nokkrum mánuðum? Tölur Hagstofunnar um hagvöxt á fyrri hluta ársins voru birtar í september. Niðurstaðan var 4,3% vöxtur en Seðlabankinn hafði spáð í ágúst að hagvöxtur yrði 5,6% á fyrri hluta ársins. Munar þar mestu um framlag utanríkisviðskipta en þjóðarútgjöld voru í góðu samræmi við spána eða 5,2% í stað 5,4%. Spennan í hagkerfinu er því enn mikil og vel umfram framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma litið. Peningastefnunefnd er þó á sama tíma að lækka raunvexti niður fyrir 2% og í því felast mikil tíðindi. Álykta mætti út frá síðustu vaxtalækkun að jafnvægisraunvextir séu nær 1% að teknu tilliti til framleiðsluspennunnar í hagkerfinu. Það verður því mjög fróðlegt að sjá næstu spá Seðlabankans varðandi hagvöxt og mat hans á framleiðsluspennu sem birt verður samfara næstu vaxtaákvörðun þann 15. nóvember næstkomandi. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun