Sakaður um kynferðislega áreitni í rúm 15 ár: Tískuiðnaðurinn snýr baki við Terry Richardson Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2017 22:45 Ljósmyndarinn Terry Richardson. Vísir/Getty Tískuhúsin Valentino og Bulgari, auk útgáfurisans Condé Nast, hafa lýst því yfir að þau hyggist hætta að vinna með ljósmyndaranum Terry Richardson. Ljósmyndarinn hefur lengi verið fjölmiðlum fréttamatur vegna tíðra ásakana um að hafa áreitt konur kynferðislega í starfi sínu. Condé Nast, sem gefur meðal annars út tískutímaritin Vogue, Vanity Fair og GQ, lýsti því yfir í dag að útgefandinn ætlaði ekki að starfa frekar með Richardson. Fatamerkin Valentino og Bulgari gáfu út sambærilegar yfirlýsingar í kjölfarið en merkin eru tvö af þeim stærstu innan tískuiðnaðarins. Sakaður um áreitni í nær tvo áratugi Terry Richardson er einn þekktasti tískuljósmyndari í bransanum vestanhafs en hann hefur meðal annars tekið myndir af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Opruh Winfrey, spjallþáttadrottningu og ofurfyrirsætunni Kate Moss. Þá hefur hann leikstýrt tónlistarmyndböndum við lagið Wrecking Ball með Miley Cyrus og XO með Beyoncé. Richardson hefur setið undir ásökunum um kynferðisofbeldi síðan árið 2001 en hann hefur meðal annars verið sakaður um að þvinga ungar fyrirsætur til að sitja fyrir á kynferðislegan hátt. Þá hefur hann sjálfur setið fyrir með stúlkum á slíkum myndum. Richardson hefur alla tíð neitað ásökunum um ósæmilega hegðun í starfi og segir samþykki beggja aðila hafa verið fyrir hendi í öllum tilvikum. Ekki spurning um konurnar heldur vörumerkið Caryn Franklin, sem starfar í tískuiðnaðinum og hefur ítrekað vakið athygli á hegðun Richardson síðan árið 2013, segir viðbrögð fatamerkjanna og útgefandans beintengd máli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi en hann var í kjölfarið rekinn úr bæði framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, og úr bandarísku kvikmyndaakademíunni. Franklin segir brottrekstur Richardson enn fremur ekki endilega grundvallast á því að nú sé loksins hlustað á konurnar, sem stigið hafa fram, heldur viðleitni fyrirtækja til að bjarga vörumerki sínu. „Þetta snýst í grunninn um það að öll þessi glansandi tískutímarit og –merki vilja nú slíta sig frá „óþefnum“ eins fljótt og hægt er án þess að vera gerð meðsek, frekar en að þetta eigi rætur að rekja til djúprar löngunar til breytinga og að berjast fyrir réttindum kvenna,“ segir Franklin í samtali við The Guardian. Richardson hefur einnig unnið með Donatellu Versace og Lady Gaga.Vísir/Getty Talsmenn fatamerkjanna Valentino og Bulgari hafa sagt að fyrirtækin hafi ekki í hyggju að vinna frekar með Richardson en þau hafa bæði greitt honum fyrir myndatökur það sem af er þessu ári. Þá sagði talsmaður Valentino að fyrirtækið tæki ásakanirnar, sem bornar hafa verið á hendur Richardson, alvarlega. Árið 2014 var skorað á fyrirtæki í tískuiðnaði að hætta öllu samstarfi með Richardson. Í kjölfarið lýsti tískurisinn H&M því yfir að framvegis yrði Richardson ekki ráðinn í verkefni á vegum fyrirtækisins en tímarit á borð við Rolling Stone, Harper‘s Bazaar og GQ héldu áfram að vinna með honum. Þessi frétt er unnin upp úr umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian sem lesa má hér. MeToo Ljósmyndun Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Tengdar fréttir Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14 38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. 23. október 2017 16:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tískuhúsin Valentino og Bulgari, auk útgáfurisans Condé Nast, hafa lýst því yfir að þau hyggist hætta að vinna með ljósmyndaranum Terry Richardson. Ljósmyndarinn hefur lengi verið fjölmiðlum fréttamatur vegna tíðra ásakana um að hafa áreitt konur kynferðislega í starfi sínu. Condé Nast, sem gefur meðal annars út tískutímaritin Vogue, Vanity Fair og GQ, lýsti því yfir í dag að útgefandinn ætlaði ekki að starfa frekar með Richardson. Fatamerkin Valentino og Bulgari gáfu út sambærilegar yfirlýsingar í kjölfarið en merkin eru tvö af þeim stærstu innan tískuiðnaðarins. Sakaður um áreitni í nær tvo áratugi Terry Richardson er einn þekktasti tískuljósmyndari í bransanum vestanhafs en hann hefur meðal annars tekið myndir af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Opruh Winfrey, spjallþáttadrottningu og ofurfyrirsætunni Kate Moss. Þá hefur hann leikstýrt tónlistarmyndböndum við lagið Wrecking Ball með Miley Cyrus og XO með Beyoncé. Richardson hefur setið undir ásökunum um kynferðisofbeldi síðan árið 2001 en hann hefur meðal annars verið sakaður um að þvinga ungar fyrirsætur til að sitja fyrir á kynferðislegan hátt. Þá hefur hann sjálfur setið fyrir með stúlkum á slíkum myndum. Richardson hefur alla tíð neitað ásökunum um ósæmilega hegðun í starfi og segir samþykki beggja aðila hafa verið fyrir hendi í öllum tilvikum. Ekki spurning um konurnar heldur vörumerkið Caryn Franklin, sem starfar í tískuiðnaðinum og hefur ítrekað vakið athygli á hegðun Richardson síðan árið 2013, segir viðbrögð fatamerkjanna og útgefandans beintengd máli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi en hann var í kjölfarið rekinn úr bæði framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, og úr bandarísku kvikmyndaakademíunni. Franklin segir brottrekstur Richardson enn fremur ekki endilega grundvallast á því að nú sé loksins hlustað á konurnar, sem stigið hafa fram, heldur viðleitni fyrirtækja til að bjarga vörumerki sínu. „Þetta snýst í grunninn um það að öll þessi glansandi tískutímarit og –merki vilja nú slíta sig frá „óþefnum“ eins fljótt og hægt er án þess að vera gerð meðsek, frekar en að þetta eigi rætur að rekja til djúprar löngunar til breytinga og að berjast fyrir réttindum kvenna,“ segir Franklin í samtali við The Guardian. Richardson hefur einnig unnið með Donatellu Versace og Lady Gaga.Vísir/Getty Talsmenn fatamerkjanna Valentino og Bulgari hafa sagt að fyrirtækin hafi ekki í hyggju að vinna frekar með Richardson en þau hafa bæði greitt honum fyrir myndatökur það sem af er þessu ári. Þá sagði talsmaður Valentino að fyrirtækið tæki ásakanirnar, sem bornar hafa verið á hendur Richardson, alvarlega. Árið 2014 var skorað á fyrirtæki í tískuiðnaði að hætta öllu samstarfi með Richardson. Í kjölfarið lýsti tískurisinn H&M því yfir að framvegis yrði Richardson ekki ráðinn í verkefni á vegum fyrirtækisins en tímarit á borð við Rolling Stone, Harper‘s Bazaar og GQ héldu áfram að vinna með honum. Þessi frétt er unnin upp úr umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian sem lesa má hér.
MeToo Ljósmyndun Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Tengdar fréttir Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14 38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. 23. október 2017 16:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12
Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14
38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. 23. október 2017 16:18