Lækkum verð með aukinni samkeppni Lárus S. Lárusson skrifar 25. október 2017 10:45 Strax eftir hrun sendi Samkeppniseftirlitið frá sér skýrslu um opnun markaða þar sem staðan á fjölda mikilvægra markaða var greind og stjórnvöldum bent á aðgerðir til þess að efla uppbyggingu og auka samkeppni. Í skýrslunni kom fram að töluvert af opinberum samkeppnishindrunum var enn til staðar og var hinu opinbera bent á fjölda raunhæfra aðgerða sem gætu leitt af sér aukna samkeppni samfélaginu og neytendum til hagsbóta. Seinna þegar Mackinsey skýrslan kom út árið 2012 kom á daginn að aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins var á réttri braut. Árið 2015 stóð Samkeppniseftirlitið fyrir opnum fundi með OECD þar sem rætt var um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Á fundinum var m.a. fjallað um það hvernig stjórnvöld geta með endurskoðun laga og reglna haft allt að 20% lækkandi áhrif á verð á viðkomandi mörkuðum. Það sem um ræði nánar til tekið er endurskoðun gildandi laga og reglna með það fyrir augum að ryðja úr vegi samkeppnishamlandi ákvæðum eða kerfisbundnum samkeppnishömlum sem geta falist í gildandi reglum eða leitt af þeim. OECD hefur þróað skilvirka aðferðafræði til þess að ná þessum markmiðum og var henni til að mynda beitt á Grikklandi með góðum árangri og skilaði þar ávinningi sem talinn er nema 2,5% af vergri landsframleiðslu Grikklands. Þetta var stór liður í endurreisn landsins. Framangreint hefur augljóslega mikla þýðingu ekki aðeins fyrir neytendur í landinu heldur ekki síður fyrir fyrirtæki og hagsmuni þeirra af því að geta starfað á markaði þar sem ríkir heilbrigð og virk samkeppni þar sem allir spila eftir sömu leikreglum. Síðan þá hefur lítið gerst. Margur hefði haldið að stjórnvöld myndu taka á sig rögg og grípa tækifærið til þess að ná svona miklum ávinningi fyrir samfélagið í heild. Því miður virðist sem stjórnvöld hafi skellt skollaeyrum við. Samkeppnishæfni okkar er undirstaða hagsældar á Íslandi. Til þess að bæta hana þurfa allir að eiga jafnan rétt og allir fara að sömu leikreglum, ekki síst hið opinbera. Aðgerðir sem geta skilað allt að 20% verðlækkun til almennings í landinu á tilteknum mörkuðum ættu að vera ofarlega í forgangsröðinni hjá ríkisstjórninni. Er þá ekki minnst á fleiri jákvæð áhrif sem fylgja í kjölfarið og hafa verið sannreyndar með aðferðafræði OECD.Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Strax eftir hrun sendi Samkeppniseftirlitið frá sér skýrslu um opnun markaða þar sem staðan á fjölda mikilvægra markaða var greind og stjórnvöldum bent á aðgerðir til þess að efla uppbyggingu og auka samkeppni. Í skýrslunni kom fram að töluvert af opinberum samkeppnishindrunum var enn til staðar og var hinu opinbera bent á fjölda raunhæfra aðgerða sem gætu leitt af sér aukna samkeppni samfélaginu og neytendum til hagsbóta. Seinna þegar Mackinsey skýrslan kom út árið 2012 kom á daginn að aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins var á réttri braut. Árið 2015 stóð Samkeppniseftirlitið fyrir opnum fundi með OECD þar sem rætt var um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Á fundinum var m.a. fjallað um það hvernig stjórnvöld geta með endurskoðun laga og reglna haft allt að 20% lækkandi áhrif á verð á viðkomandi mörkuðum. Það sem um ræði nánar til tekið er endurskoðun gildandi laga og reglna með það fyrir augum að ryðja úr vegi samkeppnishamlandi ákvæðum eða kerfisbundnum samkeppnishömlum sem geta falist í gildandi reglum eða leitt af þeim. OECD hefur þróað skilvirka aðferðafræði til þess að ná þessum markmiðum og var henni til að mynda beitt á Grikklandi með góðum árangri og skilaði þar ávinningi sem talinn er nema 2,5% af vergri landsframleiðslu Grikklands. Þetta var stór liður í endurreisn landsins. Framangreint hefur augljóslega mikla þýðingu ekki aðeins fyrir neytendur í landinu heldur ekki síður fyrir fyrirtæki og hagsmuni þeirra af því að geta starfað á markaði þar sem ríkir heilbrigð og virk samkeppni þar sem allir spila eftir sömu leikreglum. Síðan þá hefur lítið gerst. Margur hefði haldið að stjórnvöld myndu taka á sig rögg og grípa tækifærið til þess að ná svona miklum ávinningi fyrir samfélagið í heild. Því miður virðist sem stjórnvöld hafi skellt skollaeyrum við. Samkeppnishæfni okkar er undirstaða hagsældar á Íslandi. Til þess að bæta hana þurfa allir að eiga jafnan rétt og allir fara að sömu leikreglum, ekki síst hið opinbera. Aðgerðir sem geta skilað allt að 20% verðlækkun til almennings í landinu á tilteknum mörkuðum ættu að vera ofarlega í forgangsröðinni hjá ríkisstjórninni. Er þá ekki minnst á fleiri jákvæð áhrif sem fylgja í kjölfarið og hafa verið sannreyndar með aðferðafræði OECD.Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun