Nýjan spítala á betri stað Valgerður Sveinsdóttir skrifar 25. október 2017 13:15 Miðflokkurinn ætlar að byggja nýjan Landspítala á betri stað, en mismunandi raddir eru uppi um staðsetningu spítalans. Á nýlegum fundi sem haldinn var í Norræna húsinu um staðsetningu spítalans kom fram að sumir vilja keyra á uppbygginguna sem er hafin við Hringbraut vegna þess að þeir eru orðnir uppgefnir á nýjum og nýjum nefndum um staðsetningu spítalans og óttast að framkvæmdir geti tafist um 10-15 ár verði nýr staður fyrir valinu. Þó var ljóst að þegar þyrfti að huga að öðrum framtíðarspítala á nýjum stað á næstu áratugum. Eldri forsendur fyrir spítala við Hringbraut voru nálægð við Háskóla Íslands, styrkja þyrfti miðbæinn, ýmis umferðarmannvirki myndu bæta aðgengi s.s. Sundabraut, mörg mislæg gatnamót og Miklabraut í stokk. Þetta eru úreltar forsendur og sé núgildandi aðalskipulag skoðað er miðja borgarinnar komin austur að Elliðaám. Mikil hagræðing er í því fólgin að reisa nýjan spítala á nýjum stað. Fjárfestingarkostnaður er metinn um 20 milljörðum króna lægri sé byggt á nýjum stað miðað við Hringbraut. Rekstrarkostnaður mun einnig lækka um 3 milljarða króna á ári vegna sameiningar á einn stað og ferðakostnaður notenda lækka um einn milljarð árlega. Framtíðarspár benda eindregið til þess að ekki verði hægt að ná sameiningarhagræðingu við Hringbraut, því ekki verður hægt að loka í Fossvogi vegna fyrirsjáanlegs skorts á sjúkrarýmum. Áætlað er að framkvæmdum við Hringbraut ljúki 2027. Sé farið strax í staðarvalsgreiningu fyrir nýjan og betri stað, má gera ráð fyrir að undirbúningur taki fimm ár og byggingarframkvæmdin önnur fimm. Þannig að heildarferlið taki tíu ár eða jafnvel skemmri tíma, sé vel að málum staðið. Ríkið á land við Keldur sem er frábærlega staðsett samgöngulega séð með tengingu við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og fyrirhugaða Borgarlínu. Vífilsstaðir eru annar góður valkostur sem staðsettur er í miðju höfuðborgarsvæðisins með góðar tengingar við stofnbrautir. Gott aðgengi að spítalanum er lykilatriði fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk. Með því að reisa nýjan spítala á betri stað má einnig komast hjá skertri þjónustu, gríðarlegu ónæði og heilsuspillandi aðstæðum fyrir sjúklinga og starfsfólk meðan á framkvæmdum stendur. Miðflokkurinn ætlar að hefjast handa strax og byggja nýjan, vel búinn spítala til framtíðarnota.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn ætlar að byggja nýjan Landspítala á betri stað, en mismunandi raddir eru uppi um staðsetningu spítalans. Á nýlegum fundi sem haldinn var í Norræna húsinu um staðsetningu spítalans kom fram að sumir vilja keyra á uppbygginguna sem er hafin við Hringbraut vegna þess að þeir eru orðnir uppgefnir á nýjum og nýjum nefndum um staðsetningu spítalans og óttast að framkvæmdir geti tafist um 10-15 ár verði nýr staður fyrir valinu. Þó var ljóst að þegar þyrfti að huga að öðrum framtíðarspítala á nýjum stað á næstu áratugum. Eldri forsendur fyrir spítala við Hringbraut voru nálægð við Háskóla Íslands, styrkja þyrfti miðbæinn, ýmis umferðarmannvirki myndu bæta aðgengi s.s. Sundabraut, mörg mislæg gatnamót og Miklabraut í stokk. Þetta eru úreltar forsendur og sé núgildandi aðalskipulag skoðað er miðja borgarinnar komin austur að Elliðaám. Mikil hagræðing er í því fólgin að reisa nýjan spítala á nýjum stað. Fjárfestingarkostnaður er metinn um 20 milljörðum króna lægri sé byggt á nýjum stað miðað við Hringbraut. Rekstrarkostnaður mun einnig lækka um 3 milljarða króna á ári vegna sameiningar á einn stað og ferðakostnaður notenda lækka um einn milljarð árlega. Framtíðarspár benda eindregið til þess að ekki verði hægt að ná sameiningarhagræðingu við Hringbraut, því ekki verður hægt að loka í Fossvogi vegna fyrirsjáanlegs skorts á sjúkrarýmum. Áætlað er að framkvæmdum við Hringbraut ljúki 2027. Sé farið strax í staðarvalsgreiningu fyrir nýjan og betri stað, má gera ráð fyrir að undirbúningur taki fimm ár og byggingarframkvæmdin önnur fimm. Þannig að heildarferlið taki tíu ár eða jafnvel skemmri tíma, sé vel að málum staðið. Ríkið á land við Keldur sem er frábærlega staðsett samgöngulega séð með tengingu við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og fyrirhugaða Borgarlínu. Vífilsstaðir eru annar góður valkostur sem staðsettur er í miðju höfuðborgarsvæðisins með góðar tengingar við stofnbrautir. Gott aðgengi að spítalanum er lykilatriði fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk. Með því að reisa nýjan spítala á betri stað má einnig komast hjá skertri þjónustu, gríðarlegu ónæði og heilsuspillandi aðstæðum fyrir sjúklinga og starfsfólk meðan á framkvæmdum stendur. Miðflokkurinn ætlar að hefjast handa strax og byggja nýjan, vel búinn spítala til framtíðarnota.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar