Stjórnmál í takt við tímann Erna Sif Arnardóttir og Erla Björnsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár voru veitt til vísindamanna sem uppgötvuðu gang líkamsklukkunar á níunda áratugnum. Í kjölfarið upphófst mikil umræða um þá skökku staðarklukku sem verið hefur á Íslandi frá 1968. Ákvörðunin um að festa staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið um kring var sem sé tekin áratugum áður en skilningur var tilkominn á mikilvægi líkamsklukkunnar og morgunbirtunnar til að stilla líkamsklukkuna af. Í tilefni kosninga ákvað Hið íslenska svefnrannsóknafélag að senda eftirfarandi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka í framboði til alþingiskosninga.1. Hvaða stefnu hefur ykkar stjórnmálaflokkur varðandi breytingar á staðarklukku á Íslandi (halda óbreyttu eða seinka staðarklukku um 1 klst.)?2. Vill ykkur flokkur seinka staðarklukku allt árið um kring eða breyta í sumar- og vetrartíma? Alls svöruðu 8 af 12 flokkum í framboði fyrirspurn svefnfélagsins (engin svör bárust frá Dögun, Pírötum og Samfylkingunni). Enginn flokkur sem svaraði fyrirspurninni var mótfallinn leiðréttingu á staðarklukku þó flestir flokkar hafi ekki enn myndað sér formlega stefnu í málinu. Björt framtíð vill seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund og segir að þetta sé mikilvægt lýðheilsumál. Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins en taka í sama streng og segja mikilvægt „að hlustað sé á vísindamenn á sviði lýðheilsu sem telja að líffræðileg og félagsfræðileg rök hnígi að því að stilla klukkuna meira í takt við líkamsklukkuna, sem aftur er háð hnattstöðunni. Það er staðreynd að þegar sól er hæst á lofti á Íslandi yfir vetrartímann er klukkan í Reykjavík hálf tvö, en ekki tólf.“ Alþýðufylkingin og Flokkur fólksins styðja einnig að staðarklukkan fylgi betur sólarhringnum og líkamsklukkunni. Viðreisn hefur ekki mótað sér stefnu í málinu en flokkurinn segist „óhræddur við breytingar og reiðubúinn að vega og meta öll málefnaleg sjónarmið faglega með hagsmuni almennings að leiðarljósi“. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsókn höfðu ekki myndað sér afstöðu til málsins. Heildarsvör hvers flokks má finna á www.svefnfelag.is Vinstri græn segja jafnframt í sínu svari að „yrði klukkunni seinkað um eina klukkustund væru morgnarnir bjartir langt fram í nóvember og byrja aftur að verða bjartir síðari hluta janúar. En áður en slík ákvörðun yrði tekin þarf að fara fram vönduð úttekt á rannsóknum og öllum þeim sjónarmiðum sem sett hafa verið fram um þessi mál“. Einungis Björt framtíð og Vinstri græn tóku beina afstöðu til spurningar varðandi sumar- og vetrartíma og kjósa þá báðir flokkar frekar að vera ekki að hringla með klukkuna eftir árstíma en þó tilbúnir að skoða nánar. Þingályktunartillaga um seinkun staðarklukku hefur alls verið lögð fram fjórum sinnum frá árinu 2010 en þverpólísk samstaða hefur verið um flutning málsins á Alþingi. Hið íslenska svefnrannsóknafélag fagnar þessum jákvæðu viðbrögðum stjórnmálaflokkana og vonast til þess að loknum kosningum sé hægt að hafa málefnalega umræðu á sjónarmiðum hagsmunaaðila um seinkun klukku. Benda má á að bæði Landlæknisembættið, SÍBS, Öryrkjabandalag Íslands, Geðhjálp og Landssamband eldri borgara styðja seinkun klukkunar um 1 klst.Fyrir hönd Hins íslenska svefnrannsóknafélagsDr. Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild Landspítala.Dr. Erla Björnsdóttir, varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár voru veitt til vísindamanna sem uppgötvuðu gang líkamsklukkunar á níunda áratugnum. Í kjölfarið upphófst mikil umræða um þá skökku staðarklukku sem verið hefur á Íslandi frá 1968. Ákvörðunin um að festa staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið um kring var sem sé tekin áratugum áður en skilningur var tilkominn á mikilvægi líkamsklukkunnar og morgunbirtunnar til að stilla líkamsklukkuna af. Í tilefni kosninga ákvað Hið íslenska svefnrannsóknafélag að senda eftirfarandi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka í framboði til alþingiskosninga.1. Hvaða stefnu hefur ykkar stjórnmálaflokkur varðandi breytingar á staðarklukku á Íslandi (halda óbreyttu eða seinka staðarklukku um 1 klst.)?2. Vill ykkur flokkur seinka staðarklukku allt árið um kring eða breyta í sumar- og vetrartíma? Alls svöruðu 8 af 12 flokkum í framboði fyrirspurn svefnfélagsins (engin svör bárust frá Dögun, Pírötum og Samfylkingunni). Enginn flokkur sem svaraði fyrirspurninni var mótfallinn leiðréttingu á staðarklukku þó flestir flokkar hafi ekki enn myndað sér formlega stefnu í málinu. Björt framtíð vill seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund og segir að þetta sé mikilvægt lýðheilsumál. Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins en taka í sama streng og segja mikilvægt „að hlustað sé á vísindamenn á sviði lýðheilsu sem telja að líffræðileg og félagsfræðileg rök hnígi að því að stilla klukkuna meira í takt við líkamsklukkuna, sem aftur er háð hnattstöðunni. Það er staðreynd að þegar sól er hæst á lofti á Íslandi yfir vetrartímann er klukkan í Reykjavík hálf tvö, en ekki tólf.“ Alþýðufylkingin og Flokkur fólksins styðja einnig að staðarklukkan fylgi betur sólarhringnum og líkamsklukkunni. Viðreisn hefur ekki mótað sér stefnu í málinu en flokkurinn segist „óhræddur við breytingar og reiðubúinn að vega og meta öll málefnaleg sjónarmið faglega með hagsmuni almennings að leiðarljósi“. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsókn höfðu ekki myndað sér afstöðu til málsins. Heildarsvör hvers flokks má finna á www.svefnfelag.is Vinstri græn segja jafnframt í sínu svari að „yrði klukkunni seinkað um eina klukkustund væru morgnarnir bjartir langt fram í nóvember og byrja aftur að verða bjartir síðari hluta janúar. En áður en slík ákvörðun yrði tekin þarf að fara fram vönduð úttekt á rannsóknum og öllum þeim sjónarmiðum sem sett hafa verið fram um þessi mál“. Einungis Björt framtíð og Vinstri græn tóku beina afstöðu til spurningar varðandi sumar- og vetrartíma og kjósa þá báðir flokkar frekar að vera ekki að hringla með klukkuna eftir árstíma en þó tilbúnir að skoða nánar. Þingályktunartillaga um seinkun staðarklukku hefur alls verið lögð fram fjórum sinnum frá árinu 2010 en þverpólísk samstaða hefur verið um flutning málsins á Alþingi. Hið íslenska svefnrannsóknafélag fagnar þessum jákvæðu viðbrögðum stjórnmálaflokkana og vonast til þess að loknum kosningum sé hægt að hafa málefnalega umræðu á sjónarmiðum hagsmunaaðila um seinkun klukku. Benda má á að bæði Landlæknisembættið, SÍBS, Öryrkjabandalag Íslands, Geðhjálp og Landssamband eldri borgara styðja seinkun klukkunar um 1 klst.Fyrir hönd Hins íslenska svefnrannsóknafélagsDr. Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild Landspítala.Dr. Erla Björnsdóttir, varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og sálfræðingur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun