6 helstu velferðarmál Íslendinga Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. október 2017 07:00 Eftir langa dvöl erlendis sér undirritaður að nokkru stöðu mála hér með augum aðkomumannsins. Það þýðir auðvitað ekki, að ég sjái allt réttar en heimamenn, en kannski sumt. Alla vega geta ný sjónarmið hresst upp á hugsun, umræðu og skoðunarmyndun.1. Upptaka evru eða beintenging krónu Efnahagslegar sveiflur hafa verið gífurlegar, einkum vegna smæðar og styrkleysis krónunnar. Hefur þetta valdið landsmönnum mikilli óvissu og oft hörmungum og fári. Þetta styrkleysi krónunnar hefur líka kallað á okurvexti, sem hafa legið eins og mara á lántakendum og skuldurum. Til að leysa þetta stærsta einstaka vandamál þjóðarinnar, þarf, annað hvort, að taka upp evru eða beintengja krónuna við evru, t.a.m. á grundvelli gengisins 1:130, en Danir hafa beintengt dönsku krónuna við evru, og hefur það tryggt Dönum sama efnahagslega stöðugleikann og sömu lágu vextina og gilda í evru-löndunum.2. Stórfelld vaxtalækkun Með ofangreindri aðferð og ábyrgri efnahags- og peningastjórn, ætti að vera hægt að lækka stýrivexti um 3,0-3,5% í framhaldinu. Slík vaxtalækkun gæti sparað landsmönnum allt að 180 milljörðum króna á ári, en heildarskuldsetning Íslendinga er um 6.000 milljarðar; Heimilin gætu sparað um 57 milljarða á ári = 60.000,00 krónur á mánuði hvert, fyrirtæki gætu sparað 75 milljarða og ríkið og sveitarfélög gætu sparað 48 milljarða á ári.3. Nákvæm úttekt á ríkisbákninu Mikið hefur orðið hér til af alls konar stofnunum og starfsemi á vegum ríkisins. Má nefna Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun, sem vinna að svipuðum verkefnum. Mér er líka til efs, að ýtrustu hagkvæmni sé gætt í ráðuneytum og opinberum stofnunum. Í fyrirtækjum þarf stöðugt að hreinsa til og draga úr óþarfa kostnaði til að fyrirtækin geti staðið sig í samkeppninni og lifað af. Sparast við slík átök oft gífurlegar fjárhæðir. Er ekki mál til komið, að rækilega sé hreinsað til í íslenska ríkisbákninu!? Bara ríkisútgjöldin eru um 730 milljarðar á ári. Með faglegri og framsækinni sparnaðaraðgerð mætti örugglega spara ótalda milljarða.4. Umbætur með sparnaði, ekki nýjum álögum Skv. ofangreindu, mætti losa um mikla fjármuni, sem síðan mætti fjárfesta í menntun, heilbrigðiskerfi, vegakerfi og velferð aldraðra. Er með ólíkindum, hversu lítils framlag fyrri kynslóða er metið hér, og verða aldraðir nánast að tína brauðmolana, sem af borði velferðarríkisins hrjóta.5. Stórfellt átak í dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Það hefur farið fram hjá mörgum hér, að búið er að ganga heiftarlega á lífríki jarðar, og eyða og útrýma jurta- og dýrategundum í stórum stíl, auk þess, sem búið er að spilla lofti og legi í alvarlegum mæli. Ég skil það ekki að unga fólkið, sem landið á að erfa, skuli hafa horft upp á þetta þegjandi og hljóðalaust, og það er alvarlegt ábyrgðarleysi eldri kynslóðarinnar að láta þetta gerast. Það voru um 5 milljónir rjúpna á Íslandi fyrir hundrað árum, nú er búið að eyða þeim niður í 100 þúsund. Árið 1980 voru 32 þúsund selir við Ísland, nú eru þeir 7 þúsund. Verið er að drepa um fjórðung hreindýrastofnsins ár hvert, veiðimönnum til skemmtunar, líka næstum þúsund kýr frá 2ja mánaða kálfum sínum. Mikill skepnuskapur manna það. Stórhveli í úthöfunum voru um 500 þúsund fyrir 100 árum, nú eru þau um 60 þúsund. Og enn rembumst við við að halda úti hvalveiðum, að því er virðist af monti einu saman, því að ekki er gróði á því dýraníði.6. Niðurfelling skatta á ellilífeyri Mér sýnist að ellilífeyrir sé reiknaður og greiddur út með allt að 40% staðgreiðslufrádrætti. Með tilliti til þess að ellilífeyrisþegar hafa þá þegar greitt til samfélagsins alla sína ævi og ellilífeyrir er ekki býsna hár t.a.m miðað við húsnæðiskostnað, hefði ég talið, að fella ætti niður alla skatta á ellilífeyri og borga hann út óskertan. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eftir langa dvöl erlendis sér undirritaður að nokkru stöðu mála hér með augum aðkomumannsins. Það þýðir auðvitað ekki, að ég sjái allt réttar en heimamenn, en kannski sumt. Alla vega geta ný sjónarmið hresst upp á hugsun, umræðu og skoðunarmyndun.1. Upptaka evru eða beintenging krónu Efnahagslegar sveiflur hafa verið gífurlegar, einkum vegna smæðar og styrkleysis krónunnar. Hefur þetta valdið landsmönnum mikilli óvissu og oft hörmungum og fári. Þetta styrkleysi krónunnar hefur líka kallað á okurvexti, sem hafa legið eins og mara á lántakendum og skuldurum. Til að leysa þetta stærsta einstaka vandamál þjóðarinnar, þarf, annað hvort, að taka upp evru eða beintengja krónuna við evru, t.a.m. á grundvelli gengisins 1:130, en Danir hafa beintengt dönsku krónuna við evru, og hefur það tryggt Dönum sama efnahagslega stöðugleikann og sömu lágu vextina og gilda í evru-löndunum.2. Stórfelld vaxtalækkun Með ofangreindri aðferð og ábyrgri efnahags- og peningastjórn, ætti að vera hægt að lækka stýrivexti um 3,0-3,5% í framhaldinu. Slík vaxtalækkun gæti sparað landsmönnum allt að 180 milljörðum króna á ári, en heildarskuldsetning Íslendinga er um 6.000 milljarðar; Heimilin gætu sparað um 57 milljarða á ári = 60.000,00 krónur á mánuði hvert, fyrirtæki gætu sparað 75 milljarða og ríkið og sveitarfélög gætu sparað 48 milljarða á ári.3. Nákvæm úttekt á ríkisbákninu Mikið hefur orðið hér til af alls konar stofnunum og starfsemi á vegum ríkisins. Má nefna Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun, sem vinna að svipuðum verkefnum. Mér er líka til efs, að ýtrustu hagkvæmni sé gætt í ráðuneytum og opinberum stofnunum. Í fyrirtækjum þarf stöðugt að hreinsa til og draga úr óþarfa kostnaði til að fyrirtækin geti staðið sig í samkeppninni og lifað af. Sparast við slík átök oft gífurlegar fjárhæðir. Er ekki mál til komið, að rækilega sé hreinsað til í íslenska ríkisbákninu!? Bara ríkisútgjöldin eru um 730 milljarðar á ári. Með faglegri og framsækinni sparnaðaraðgerð mætti örugglega spara ótalda milljarða.4. Umbætur með sparnaði, ekki nýjum álögum Skv. ofangreindu, mætti losa um mikla fjármuni, sem síðan mætti fjárfesta í menntun, heilbrigðiskerfi, vegakerfi og velferð aldraðra. Er með ólíkindum, hversu lítils framlag fyrri kynslóða er metið hér, og verða aldraðir nánast að tína brauðmolana, sem af borði velferðarríkisins hrjóta.5. Stórfellt átak í dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Það hefur farið fram hjá mörgum hér, að búið er að ganga heiftarlega á lífríki jarðar, og eyða og útrýma jurta- og dýrategundum í stórum stíl, auk þess, sem búið er að spilla lofti og legi í alvarlegum mæli. Ég skil það ekki að unga fólkið, sem landið á að erfa, skuli hafa horft upp á þetta þegjandi og hljóðalaust, og það er alvarlegt ábyrgðarleysi eldri kynslóðarinnar að láta þetta gerast. Það voru um 5 milljónir rjúpna á Íslandi fyrir hundrað árum, nú er búið að eyða þeim niður í 100 þúsund. Árið 1980 voru 32 þúsund selir við Ísland, nú eru þeir 7 þúsund. Verið er að drepa um fjórðung hreindýrastofnsins ár hvert, veiðimönnum til skemmtunar, líka næstum þúsund kýr frá 2ja mánaða kálfum sínum. Mikill skepnuskapur manna það. Stórhveli í úthöfunum voru um 500 þúsund fyrir 100 árum, nú eru þau um 60 þúsund. Og enn rembumst við við að halda úti hvalveiðum, að því er virðist af monti einu saman, því að ekki er gróði á því dýraníði.6. Niðurfelling skatta á ellilífeyri Mér sýnist að ellilífeyrir sé reiknaður og greiddur út með allt að 40% staðgreiðslufrádrætti. Með tilliti til þess að ellilífeyrisþegar hafa þá þegar greitt til samfélagsins alla sína ævi og ellilífeyrir er ekki býsna hár t.a.m miðað við húsnæðiskostnað, hefði ég talið, að fella ætti niður alla skatta á ellilífeyri og borga hann út óskertan. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun