C. Persónur og leikendur Jón Steindór Valdimarsson skrifar 25. október 2017 16:33 Á laugardaginn kveður þjóðin upp sinn (leik)dóm um frammistöðu flokka og einstakra þingmanna. Þá gefst henni líka tækifæri til þess að skipta nýjum inn fyrir þá sem eru á fleti fyrir. Viðreisn er nýr flokkur, stofnaður fyrir rúmu ári síðan, og hefur átt fulltrúa á þingi í eitt ár og ráðherra í ríkisstjórn í níu mánuði. Við síðustu kosningar var ég svo lánsamur að ná kjöri í Suðvesturkjördæmi. Sex félagar mínir úr Viðreisn komust einnig á þing. Allt úrvalsfólk og öll höfum við látið hendur standa fram úr ermum og unnið að þeim verkefnum sem okkur var trúað fyrir. Sjálfur er ég stoltur af mínum verkum og legg þau óhræddur í dóm kjósenda. Jafnréttismál hafa verið mér hugleikin. Kynferðislegt ofbeldi er smánarblettur sem þarf að vinna gegn. Þar hef ég lagt frumvarp um breytta skilgreiningu nauðgunar og felur í sér viðhorfsbreytingu löggjafans til þeirra afbrota. Vonandi nær það fram að ganga en það hefur fengið mjög góð viðbrögð sérfræðinga á sviðinu. Bætt og öguð vinnubrögð við stór umfangsmikil fjárfestingarverkefni hins opinbera eru annað mál sem ég hef beitt mér fyrir. Þingsályktun um það mál liggur fyrir þinginu, stutt af öllum flokkum nema Vinstri grænum. Nái þær hugmyndir fram munu milljarðar sparast til lengri tíma litið. Mér hefur verið trúað fyrir því að fara fyrir umfjöllun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um Búnaðarbankaskýrsluna. Þá tók ég við formennsku í nefndinni þegar mál um uppreist æru voru þar til umfjöllunar og síðar umfjöllun um lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar. Kjósendur geta nú virt fyrir sér mannval og flokka í Suðvesturkjördæmi og velt fyrir sér hvaða persónur og leikendur muni þoka samfélaginu í átt frjálslyndis, jafnréttis, ábyrgrar hagstjórnar og velferðar á traustum grunni. Viðreisn og ég óska eftir umboði kjósenda til verka - ekki valda. Við bjóðum ábyrga stefnu, kjark og þor.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður, skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2017 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn kveður þjóðin upp sinn (leik)dóm um frammistöðu flokka og einstakra þingmanna. Þá gefst henni líka tækifæri til þess að skipta nýjum inn fyrir þá sem eru á fleti fyrir. Viðreisn er nýr flokkur, stofnaður fyrir rúmu ári síðan, og hefur átt fulltrúa á þingi í eitt ár og ráðherra í ríkisstjórn í níu mánuði. Við síðustu kosningar var ég svo lánsamur að ná kjöri í Suðvesturkjördæmi. Sex félagar mínir úr Viðreisn komust einnig á þing. Allt úrvalsfólk og öll höfum við látið hendur standa fram úr ermum og unnið að þeim verkefnum sem okkur var trúað fyrir. Sjálfur er ég stoltur af mínum verkum og legg þau óhræddur í dóm kjósenda. Jafnréttismál hafa verið mér hugleikin. Kynferðislegt ofbeldi er smánarblettur sem þarf að vinna gegn. Þar hef ég lagt frumvarp um breytta skilgreiningu nauðgunar og felur í sér viðhorfsbreytingu löggjafans til þeirra afbrota. Vonandi nær það fram að ganga en það hefur fengið mjög góð viðbrögð sérfræðinga á sviðinu. Bætt og öguð vinnubrögð við stór umfangsmikil fjárfestingarverkefni hins opinbera eru annað mál sem ég hef beitt mér fyrir. Þingsályktun um það mál liggur fyrir þinginu, stutt af öllum flokkum nema Vinstri grænum. Nái þær hugmyndir fram munu milljarðar sparast til lengri tíma litið. Mér hefur verið trúað fyrir því að fara fyrir umfjöllun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um Búnaðarbankaskýrsluna. Þá tók ég við formennsku í nefndinni þegar mál um uppreist æru voru þar til umfjöllunar og síðar umfjöllun um lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar. Kjósendur geta nú virt fyrir sér mannval og flokka í Suðvesturkjördæmi og velt fyrir sér hvaða persónur og leikendur muni þoka samfélaginu í átt frjálslyndis, jafnréttis, ábyrgrar hagstjórnar og velferðar á traustum grunni. Viðreisn og ég óska eftir umboði kjósenda til verka - ekki valda. Við bjóðum ábyrga stefnu, kjark og þor.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður, skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar