Svar við opnu bréfi frá Eddu Þórarinsdóttur Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. október 2017 18:52 Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn. Síðast þegar hann var lagður á greiddu hann um 3% framteljenda. Ekki er rétt að hann hafi verið lagður á 7200 eldri borgara. Heildarfjöldi þeirra sem greiddu hann var um 6000 manns og meiri hluti hans var greiddur af þeim sem voru yngri en 65 ára. Til þess að vera í hópi þeirra sem greiddu skattinn þurfti hrein eign hjóna að vera yfir 120 m.kr. sem svaraði þá til að eiga skuldlaust 400 til 600 fermetra íbúðarhúsnæði. Ekki er útilokað að sjálfstætt starfandi listamenn hafi byggt upp slíka eign af tekjum sínum. Rétt er að flestir lífeyrissjóðir voru tengdir kjarasamningum stéttarfélaga en síðan 1974 hafa verið til lífeyrissjóðir sem tóku á móti iðgjöldum frá þeim sem ekki áttu skylduaðild að öðrum sjóðum, svo sem sjálfstætt starfandi fólki. Frá 1998 hefur verið skylda að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs af launum og tekur það einnig til þeirra launa sem sjálfstætt starfandi fólki ber að reikna sér skv. ákvæðum skattalaga. Um sparnað með eignamyndun utan lífeyrissjóða eða til viðbótar við slíka sjóði gilda eðli máls samkvæmt aðrar reglur en um lífeyrissjóði. Iðgjöld til lífeyrissjóða af launum eru undanþegin skatti en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skattskyldar. Laun sem varið er til frjáls sparnaðar hafa eða hafa átt að sæta skattlagningu en útgreiðsla af eigninni sem er sambærileg úthlutun úr lífeyrissjóð er skattfrjáls hvað höfuðstól varðar. Við andlát fellur ónotaður frjáls sparnaður til erfingja en lífeyrisréttur erfist ekki. Tekjur úr lífeyrissjóðum geta eftir atvikum skert rétt til greiðslna frá almannatryggingum sem sala eigna gerir ekki. Hér er því um afar ólíka hluti að ræða sem ekki verða bornir saman með einföldum hætti. Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis. Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa. Katrín Jakobsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn. Síðast þegar hann var lagður á greiddu hann um 3% framteljenda. Ekki er rétt að hann hafi verið lagður á 7200 eldri borgara. Heildarfjöldi þeirra sem greiddu hann var um 6000 manns og meiri hluti hans var greiddur af þeim sem voru yngri en 65 ára. Til þess að vera í hópi þeirra sem greiddu skattinn þurfti hrein eign hjóna að vera yfir 120 m.kr. sem svaraði þá til að eiga skuldlaust 400 til 600 fermetra íbúðarhúsnæði. Ekki er útilokað að sjálfstætt starfandi listamenn hafi byggt upp slíka eign af tekjum sínum. Rétt er að flestir lífeyrissjóðir voru tengdir kjarasamningum stéttarfélaga en síðan 1974 hafa verið til lífeyrissjóðir sem tóku á móti iðgjöldum frá þeim sem ekki áttu skylduaðild að öðrum sjóðum, svo sem sjálfstætt starfandi fólki. Frá 1998 hefur verið skylda að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs af launum og tekur það einnig til þeirra launa sem sjálfstætt starfandi fólki ber að reikna sér skv. ákvæðum skattalaga. Um sparnað með eignamyndun utan lífeyrissjóða eða til viðbótar við slíka sjóði gilda eðli máls samkvæmt aðrar reglur en um lífeyrissjóði. Iðgjöld til lífeyrissjóða af launum eru undanþegin skatti en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skattskyldar. Laun sem varið er til frjáls sparnaðar hafa eða hafa átt að sæta skattlagningu en útgreiðsla af eigninni sem er sambærileg úthlutun úr lífeyrissjóð er skattfrjáls hvað höfuðstól varðar. Við andlát fellur ónotaður frjáls sparnaður til erfingja en lífeyrisréttur erfist ekki. Tekjur úr lífeyrissjóðum geta eftir atvikum skert rétt til greiðslna frá almannatryggingum sem sala eigna gerir ekki. Hér er því um afar ólíka hluti að ræða sem ekki verða bornir saman með einföldum hætti. Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis. Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa. Katrín Jakobsdóttir
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar