Þátttaka óskast – en á hvaða forsendum? Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 26. október 2017 11:45 Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir marga og er það ekki eingöngu vegna hinnar nú árlegu kosningabaráttu. Það er einnig vegna þess að við höfum haft kjark til að takast á við mikilvægt málefni í þjóðarsamtali. Erfið samtöl hafa verið tekin vegna #höfumhátt #metoo og laga sem veita uppreist æru, bæði í raun- og netheimum, milli vina, ókunnugra og innan fjölskyldna. Þessi samtöl fjalla um mismunun sem rúmlega helmingur þjóðarinnar upplifir, en hinn helmingurinn á erfitt með að sjá eða veit ekki af. Í kosningabaráttu líkt og annarri baráttu fyrir jafnrétti, réttindum eða aukinni meðvitund, er fólk að biðja um þátttöku. Hvort þessi þátttaka er tengd aðgerð eins og að kjósa eða bara að deila skoðun, þá vita allir að árangur næst aðeins með þátttöku. Hún er hjartað í baráttunni. En á hvaða forsendum? Þegar fólk sem skilgreinir sig sem kvenkyns opnar á samtalið um mismunun, opnar á reynslu sína vegna kynjaðs áreitis og ofbeldis, og talar um þessa „forritun“ sem einstaklingar og samfélagið lifa við, þá er verið að tala um forsendur þátttöku. Sem sagt: Í samfélagi þar sem kynjahallinn er forritaður inn í kerfið, geta konur þá tekið þátt á eigin forsendum? Svarið er oftast nei, því að kerfið er enn forritað út frá forsendum þeirra sem skilgreina sig karlkyns. Konur finna frekar fyrir þessu en karlar. Er það skrítið? Eiginlega ekki. Þegar kerfið er byggt þannig upp að það veitir þér forréttindi umfram aðra þá þarftu að leggja mikið á þig til þess að sjá það sem aðili sem stendur utan við kerfið. Ég sem einstaklingur geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef. Sum hef ég fengið í arf, önnur hef ég öðlast vegna þess að ég hef búið og unnið innan kerfa þar sem nauðsynlegt er fyrir mig að skilja og haga mér eftir forsendum þess. Og þær forsendur voru forritaðar af körlum. Með öðrum orðum: ég kann að karla-karla. Frekar vel sko. Ég lærði það innan iðnaðargeirans, á verkstæðum og á sviði upplýsingatækni því ég tók þátt á forsendum karla til að einangrast ekki. Það gerði mig þreytta. Dauðþreytta og ég byrjaði að spyrja sjálfan mig: hversvegna er þátttakan alltaf á öðrum forsendum en mínum eigin? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég hef lært virkilega mikið frá því að meðvitund mín vaknaði. Ósk mín er einföld: Getum við breytt þessum þátttökuforsendum? Ef við höldum áfram að vera hugrökk, tökum erfiðu samtölin og hlustum, þá er ég viss um að forsendur framtíðarinnar verði hagstæðar fyrir okkur öll.Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi og skipar nú 2. sæti á lista Pírata í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir marga og er það ekki eingöngu vegna hinnar nú árlegu kosningabaráttu. Það er einnig vegna þess að við höfum haft kjark til að takast á við mikilvægt málefni í þjóðarsamtali. Erfið samtöl hafa verið tekin vegna #höfumhátt #metoo og laga sem veita uppreist æru, bæði í raun- og netheimum, milli vina, ókunnugra og innan fjölskyldna. Þessi samtöl fjalla um mismunun sem rúmlega helmingur þjóðarinnar upplifir, en hinn helmingurinn á erfitt með að sjá eða veit ekki af. Í kosningabaráttu líkt og annarri baráttu fyrir jafnrétti, réttindum eða aukinni meðvitund, er fólk að biðja um þátttöku. Hvort þessi þátttaka er tengd aðgerð eins og að kjósa eða bara að deila skoðun, þá vita allir að árangur næst aðeins með þátttöku. Hún er hjartað í baráttunni. En á hvaða forsendum? Þegar fólk sem skilgreinir sig sem kvenkyns opnar á samtalið um mismunun, opnar á reynslu sína vegna kynjaðs áreitis og ofbeldis, og talar um þessa „forritun“ sem einstaklingar og samfélagið lifa við, þá er verið að tala um forsendur þátttöku. Sem sagt: Í samfélagi þar sem kynjahallinn er forritaður inn í kerfið, geta konur þá tekið þátt á eigin forsendum? Svarið er oftast nei, því að kerfið er enn forritað út frá forsendum þeirra sem skilgreina sig karlkyns. Konur finna frekar fyrir þessu en karlar. Er það skrítið? Eiginlega ekki. Þegar kerfið er byggt þannig upp að það veitir þér forréttindi umfram aðra þá þarftu að leggja mikið á þig til þess að sjá það sem aðili sem stendur utan við kerfið. Ég sem einstaklingur geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef. Sum hef ég fengið í arf, önnur hef ég öðlast vegna þess að ég hef búið og unnið innan kerfa þar sem nauðsynlegt er fyrir mig að skilja og haga mér eftir forsendum þess. Og þær forsendur voru forritaðar af körlum. Með öðrum orðum: ég kann að karla-karla. Frekar vel sko. Ég lærði það innan iðnaðargeirans, á verkstæðum og á sviði upplýsingatækni því ég tók þátt á forsendum karla til að einangrast ekki. Það gerði mig þreytta. Dauðþreytta og ég byrjaði að spyrja sjálfan mig: hversvegna er þátttakan alltaf á öðrum forsendum en mínum eigin? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég hef lært virkilega mikið frá því að meðvitund mín vaknaði. Ósk mín er einföld: Getum við breytt þessum þátttökuforsendum? Ef við höldum áfram að vera hugrökk, tökum erfiðu samtölin og hlustum, þá er ég viss um að forsendur framtíðarinnar verði hagstæðar fyrir okkur öll.Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi og skipar nú 2. sæti á lista Pírata í Kraganum.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar