Píratar og loftslagsmál Einar Brynjólfsson skrifar 26. október 2017 14:13 Niðurstöður nýlegrar könnunar sýna að meirihluti landsmanna hefur áhyggjur að loftslagsmálum. Svo virðist sem almenningur sé að vakna til vitundar um þá vá sem vofir yfir komandi kynslóðum ef við tökum ekki á vandanum sem að okkur steðjar. Við Píratar höfum markað afgerandi stefnu í þessum málaflokki, líkt og mörgum öðrum, og samkvæmt óháðri úttekt vefsíðunnar loftslag.is eru „Píratar með metnaðarfyllstu stefnuna“ í loftslagsmálum, af öllum íslenzkum stjórnmálaflokkum. Þar stendur meðal annars: „Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni.“ „Minnka skal losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamninginn fyrir árið 2025 (um 40% prósent) og að önnur losun þessara efna verði því sem næst engin árið 2040.“ „ … ökutæki og vélar sem nýta jarðefnaeldsneyti skulu bera mengunarrentu í formi kolefnisskatts sem fer stighækkandi eftir því sem eldsneytisneysla og losun loftmengunarefna er meiri.“ „Byggja skal upp innviði fyrir rafknúin og visthæf ökutæki og skip.“ „Ríkið skuli með svipuðum hætti stuðla að og styðja mengunarminni almenningsamgöngur.“ „Innleiða skal strax 6. viðauka við Marpol samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að hafið umhverfis Ísland verði ECA svæði og að skipum sem sigla þar um leyfist að losa brennisteinsmagn innan við 0,1%.“ „Meðferð og notkun svartolíu skal vera með öllu bönnuð í landhelgi Íslands fyrir árið 2025.“ „Skip sem sigla um íslenska landhelgi án þess að leggja að höfn eiga að greiða “landhelgisgjald” og það sé hærra fyrir skip sem ekki hafa bláfána, umhverfisvottun eða önnur óvéfengjanleg vottorð sem sýna fram á að ákvæði MARPOL séu uppfyllt í skipinu.“ „Ísland skal setja metnaðarfull markmið til að minnka skjótlega alla losun gróðurhúsalofttegunda í það minnsta í samræmi við Parísarsamkomulagið frá 2016 auk þess sem stórátak verður gert í að minnka losun sem ekki fellur undir Parísarsamninginn, t.d. fimm ára áætlun um endurheimt votlendis og 10 ára áætlun í skógrækt og uppgræðslu. Þarna má meðal annars setja markmið þess efnis að Ísland verði kolefnisjafnað árið 2025.“ Við lítum svo á að aðgerða sé þörf, og það strax. Við getum ekki látið reka á reiða í stærsta hagsmunamáli komandi kynslóða. Píratar munu leggja sitt af mörkum að afloknum kosningum, fái þeir brautargengi til þess.Einar BrynjólfssonHöfundur er alþingismaður og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar sýna að meirihluti landsmanna hefur áhyggjur að loftslagsmálum. Svo virðist sem almenningur sé að vakna til vitundar um þá vá sem vofir yfir komandi kynslóðum ef við tökum ekki á vandanum sem að okkur steðjar. Við Píratar höfum markað afgerandi stefnu í þessum málaflokki, líkt og mörgum öðrum, og samkvæmt óháðri úttekt vefsíðunnar loftslag.is eru „Píratar með metnaðarfyllstu stefnuna“ í loftslagsmálum, af öllum íslenzkum stjórnmálaflokkum. Þar stendur meðal annars: „Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni.“ „Minnka skal losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamninginn fyrir árið 2025 (um 40% prósent) og að önnur losun þessara efna verði því sem næst engin árið 2040.“ „ … ökutæki og vélar sem nýta jarðefnaeldsneyti skulu bera mengunarrentu í formi kolefnisskatts sem fer stighækkandi eftir því sem eldsneytisneysla og losun loftmengunarefna er meiri.“ „Byggja skal upp innviði fyrir rafknúin og visthæf ökutæki og skip.“ „Ríkið skuli með svipuðum hætti stuðla að og styðja mengunarminni almenningsamgöngur.“ „Innleiða skal strax 6. viðauka við Marpol samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að hafið umhverfis Ísland verði ECA svæði og að skipum sem sigla þar um leyfist að losa brennisteinsmagn innan við 0,1%.“ „Meðferð og notkun svartolíu skal vera með öllu bönnuð í landhelgi Íslands fyrir árið 2025.“ „Skip sem sigla um íslenska landhelgi án þess að leggja að höfn eiga að greiða “landhelgisgjald” og það sé hærra fyrir skip sem ekki hafa bláfána, umhverfisvottun eða önnur óvéfengjanleg vottorð sem sýna fram á að ákvæði MARPOL séu uppfyllt í skipinu.“ „Ísland skal setja metnaðarfull markmið til að minnka skjótlega alla losun gróðurhúsalofttegunda í það minnsta í samræmi við Parísarsamkomulagið frá 2016 auk þess sem stórátak verður gert í að minnka losun sem ekki fellur undir Parísarsamninginn, t.d. fimm ára áætlun um endurheimt votlendis og 10 ára áætlun í skógrækt og uppgræðslu. Þarna má meðal annars setja markmið þess efnis að Ísland verði kolefnisjafnað árið 2025.“ Við lítum svo á að aðgerða sé þörf, og það strax. Við getum ekki látið reka á reiða í stærsta hagsmunamáli komandi kynslóða. Píratar munu leggja sitt af mörkum að afloknum kosningum, fái þeir brautargengi til þess.Einar BrynjólfssonHöfundur er alþingismaður og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun