Frítekjumark ellilífeyrisþega Haukur Haraldsson skrifar 27. október 2017 07:00 Um áramótin 2016 og 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem fólu í sér umtalsverðar kerfisbreytingar og umtalsverðar hækkanir bóta til 9.463 einstaklinga sem bjuggu einir, en 24.875 einstaklingar sem voru í sambúð fengu aðeins 5 prósent hækkun. Jafnframt var frítekjumark vegna atvinnutekna lækkað úr 109.000 krónum á mánuði í 25.000 krónur og frítekjumark látið gilda fyrir allar tekjur, þar með fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem var af hinu góða en þetta var smánarleg upphæð og ekki þeim til sóma sem að henni stóðu. Undanfarið hefir mikið verið fundað og rætt um frítekjumark atvinnutekna og að það verði 100.000 krónur á mánuði og virðast allir frambjóðendur til Alþingis vera tilbúnir að samþykkja það eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Háskólabíói 14. október sl. Hins vegar hefir lítið verið rætt um að þetta frítekjumark eigi einnig að gilda fyrir aðrar tekjur eins og fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem ætti þó að vera meginhagsmunamál meirihluta lífeyrisþega. Samkvæmt skrá TR (Tryggingastofnun) eru í janúar 2017 34.338 sem fá bætur frá TR, þar af 9.463 sem búa einir og fá fjölskylduuppbót, en aðeins 4.621 sem hafa atvinnutekjur. Þannig að þetta frítekjumark vegna atvinnutekna myndi aðeins gagnast þrettán prósentum lífeyrisþega. Á hverju ári fjölgar ellilífeyrisþegum þannig að ef frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar fer þeim fjölgandi sem nýta sér að halda áfram að vinna sem er ekki fýsilegur kostur í dag. Það deyja líka margir ellilífeyrisþegar á ári hverju sem hafa þurft að lifa við kröpp kjör undanfarin ár. Þjóðfélaginu ber skylda til að bæta kjör ellilífeyrisþega og það fljótt, þannig að gamalt fólk geti lifað mannsæmandi lífi síðustu árin. Það hlýtur að verða krafa ellilífeyrisþega að þetta 100.000 króna frítekjumark gildi fyrir allar tekjur, atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur. Ef vel ætti að vera þarf þetta frítekjumark að vera 150.000, þá myndu ráðstöfunartekjur eftir skatt hækka um 94.300 krónur. Á framboðsfundum hafa þingmenn sagt að það kosti tvo til 2,5 milljarða að hækka frítekjumark atvinnutekna úr 25.000 upp í 100.000 krónur. Þessi kostnaður er eflaust reiknaður út frá tapaðri skerðingu sem er kr. 33.750 á mánuði fyrir hvern lífeyrisþega sem hefir atvinnutekjur. Þessir 2-2,5 milljarðar eru með skatti, þannig að ef við drögum skatttekjur frá þá er raunkostnaður aðeins hálfur til einn milljarður. Við þessa hækkun frítekjumarks atvinnutekna fara eflaust fleiri að stunda vinnu, en við það verður kostnaður ríkisins enginn þar sem engar skerðingar aukast, en ríkið fær auknar skatttekjur. Sennilega fjölgar þeim lífeyrisþegum um 5-7 þúsund sem fara á vinnumarkað við hækkum frítekjumarks þannig að þá fengi ríkið aukna skatta sem nemur 1,5- 2,5 milljörðum.Gæta þarf jafnræðis Ef frítekjumark verður aðeins hækkað vegna atvinnutekna sitja þeir eftir sem ekki hafa tök á að nýta sér þetta frítekjumark en hafa einhverjar lífeyrissjóðstekjur og/eða fjármagnstekjur. Ef við gefum okkur þær forsendur að þeir sem nýta sér frítekjumark atvinnutekna séu um 11 þúsund, þá eru um 23 þúsund sem myndu geta nýtt sér frítekjumark lífeyrissjóðs- og fjármagnstekna. Tapaðar skerðingar TR yrðu um 9,3 milljarðar ef þetta frítekjumark nýtist að fullu sem er ólíklegt. Það væri fróðlegt að fá útreikning TR á þessu. Við hækkun frítekjumarks um 75.000 krónur munu ráðstöfunartekjur lífeyrisþega hækka um 47.000 krónur á mánuði. Ofangreindur útreikningur er aðeins gerður til að átta sig á kostnaðartölum og rauntölum. Tölur um fjölda þeirra sem fá ellilífeyri frá TR og fleira eru fengnar af heimasíðu TR sem er mjög aðgengileg og vinnubrögð starfsfólks TR til fyrirmyndar. Tilgangurinn með þessum skrifum er að vekja athygli á að til að gæta jafnræðis milli lífeyrisþega þarf frítekjumark að ná til allra tekna enda þá í samræmi við núverandi greiðslukerfi TR. Með von um að gott samstarf megi takist meðal þingmanna um þessi mál þegar þing kemur saman eftir kosningar. Höfundur er áhugamaður um velferð aldraðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin 2016 og 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem fólu í sér umtalsverðar kerfisbreytingar og umtalsverðar hækkanir bóta til 9.463 einstaklinga sem bjuggu einir, en 24.875 einstaklingar sem voru í sambúð fengu aðeins 5 prósent hækkun. Jafnframt var frítekjumark vegna atvinnutekna lækkað úr 109.000 krónum á mánuði í 25.000 krónur og frítekjumark látið gilda fyrir allar tekjur, þar með fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem var af hinu góða en þetta var smánarleg upphæð og ekki þeim til sóma sem að henni stóðu. Undanfarið hefir mikið verið fundað og rætt um frítekjumark atvinnutekna og að það verði 100.000 krónur á mánuði og virðast allir frambjóðendur til Alþingis vera tilbúnir að samþykkja það eins og kom fram á fundi sem haldinn var í Háskólabíói 14. október sl. Hins vegar hefir lítið verið rætt um að þetta frítekjumark eigi einnig að gilda fyrir aðrar tekjur eins og fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur sem ætti þó að vera meginhagsmunamál meirihluta lífeyrisþega. Samkvæmt skrá TR (Tryggingastofnun) eru í janúar 2017 34.338 sem fá bætur frá TR, þar af 9.463 sem búa einir og fá fjölskylduuppbót, en aðeins 4.621 sem hafa atvinnutekjur. Þannig að þetta frítekjumark vegna atvinnutekna myndi aðeins gagnast þrettán prósentum lífeyrisþega. Á hverju ári fjölgar ellilífeyrisþegum þannig að ef frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar fer þeim fjölgandi sem nýta sér að halda áfram að vinna sem er ekki fýsilegur kostur í dag. Það deyja líka margir ellilífeyrisþegar á ári hverju sem hafa þurft að lifa við kröpp kjör undanfarin ár. Þjóðfélaginu ber skylda til að bæta kjör ellilífeyrisþega og það fljótt, þannig að gamalt fólk geti lifað mannsæmandi lífi síðustu árin. Það hlýtur að verða krafa ellilífeyrisþega að þetta 100.000 króna frítekjumark gildi fyrir allar tekjur, atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyrissjóðstekjur. Ef vel ætti að vera þarf þetta frítekjumark að vera 150.000, þá myndu ráðstöfunartekjur eftir skatt hækka um 94.300 krónur. Á framboðsfundum hafa þingmenn sagt að það kosti tvo til 2,5 milljarða að hækka frítekjumark atvinnutekna úr 25.000 upp í 100.000 krónur. Þessi kostnaður er eflaust reiknaður út frá tapaðri skerðingu sem er kr. 33.750 á mánuði fyrir hvern lífeyrisþega sem hefir atvinnutekjur. Þessir 2-2,5 milljarðar eru með skatti, þannig að ef við drögum skatttekjur frá þá er raunkostnaður aðeins hálfur til einn milljarður. Við þessa hækkun frítekjumarks atvinnutekna fara eflaust fleiri að stunda vinnu, en við það verður kostnaður ríkisins enginn þar sem engar skerðingar aukast, en ríkið fær auknar skatttekjur. Sennilega fjölgar þeim lífeyrisþegum um 5-7 þúsund sem fara á vinnumarkað við hækkum frítekjumarks þannig að þá fengi ríkið aukna skatta sem nemur 1,5- 2,5 milljörðum.Gæta þarf jafnræðis Ef frítekjumark verður aðeins hækkað vegna atvinnutekna sitja þeir eftir sem ekki hafa tök á að nýta sér þetta frítekjumark en hafa einhverjar lífeyrissjóðstekjur og/eða fjármagnstekjur. Ef við gefum okkur þær forsendur að þeir sem nýta sér frítekjumark atvinnutekna séu um 11 þúsund, þá eru um 23 þúsund sem myndu geta nýtt sér frítekjumark lífeyrissjóðs- og fjármagnstekna. Tapaðar skerðingar TR yrðu um 9,3 milljarðar ef þetta frítekjumark nýtist að fullu sem er ólíklegt. Það væri fróðlegt að fá útreikning TR á þessu. Við hækkun frítekjumarks um 75.000 krónur munu ráðstöfunartekjur lífeyrisþega hækka um 47.000 krónur á mánuði. Ofangreindur útreikningur er aðeins gerður til að átta sig á kostnaðartölum og rauntölum. Tölur um fjölda þeirra sem fá ellilífeyri frá TR og fleira eru fengnar af heimasíðu TR sem er mjög aðgengileg og vinnubrögð starfsfólks TR til fyrirmyndar. Tilgangurinn með þessum skrifum er að vekja athygli á að til að gæta jafnræðis milli lífeyrisþega þarf frítekjumark að ná til allra tekna enda þá í samræmi við núverandi greiðslukerfi TR. Með von um að gott samstarf megi takist meðal þingmanna um þessi mál þegar þing kemur saman eftir kosningar. Höfundur er áhugamaður um velferð aldraðra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun