Hvatning til stjórnmálamanna Hallgrímur Axelsson skrifar 27. október 2017 07:00 Í ágætri bók sinni um svarta víkinginn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafnframt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóðanna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofansögðu að þar safnast fé sem er jú grundvöllur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafnframt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafnræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, lánskjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í ágætri bók sinni um svarta víkinginn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafnframt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóðanna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofansögðu að þar safnast fé sem er jú grundvöllur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafnframt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafnræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, lánskjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar