Gervilýðræði og lýðræðisþreyta Arnar Sverrisson skrifar 27. október 2017 10:15 Við hrósum happi vegna lýðræðis okkar, stjórnarfyrirkomulags, þar sem lýðurinn, fólkið, ætti í sameiningu að ráða þeim málum, sem eru handan seilingar hvers og eins. En búum við eiginlega við gervilýðræði, þegar grannt er skoðað? Hugmynd framsækinna lýðræðishugsuða var sú í megindráttum, að hver einstakur byggi yfir sjálfræði og sjálfsvaldi til að framselja hluta þess til fulltrúa síns. Hér er hyggilegt að staldra við tvö atriði; annars vegar sjálfsvald/sjálfræði og hins vegar eðli fulltrúans. Fulltrúi er einstaklingur, sem starfar í umboði umbjóðanda. Fulltrúi er ekki flokkur og fulltrúa er að sjálfsögu ekki heimilt að skerða sjálfræði umbjóðenda síns umfram það, sem umboðið kveður á um. Aukin heldur er það hlutverk fulltrúa í lýðræðisríki að beita sér fyrir almennum lögum og reglum um líf fólks, leggja gjörva hönd á almannasáttmála, sem samrýmist réttlætisvitund almennings og lýtur að almannahagsmunum og almennum samskiptareglum. Slíkur almenningssáttmáli hlýtur óhjákvæmilega að eiga rót í góðum siðum og ætti að endurspegla siðvitund almennings. Hugsun lýðræðisspekinganna var einnig sú, að fulltrúar væru valdir tímabundið og allir væru valhæfir. Þannig m.a. mætti stuðla að tryggð fulltrúanna við umbjóðendur sína og nálægð. Með öðrum orðum væri hlutverk fulltrúa ekki atvinnumennska eða starfsframi. Þessi grundvallarhugsun felur í sér sjálfsagða skyldu hvers og eins til að taka þátt í stjórn samfélagsins. Hún felur einnig í sér, að fulltrúi sé valinn úr röðum almúgans, án þess að sérstakar kröfur séu til hans gerðar. Fulltrúarnir eða þingmennirnir skyldu endurspegla almúgann. Í því lýðræði, sem þróast hefur á Vesturlöndum, er flestu því, sem að framan er talið, hér um bil snúið upp í andhverfu sína. Venjulega gefst fólki eingöngu kostur á því að kjósa flokka. Flokkur getur ekki verið fulltrúi eins og áður var drepið á. Í flokki myndast alls konar óheilnæm tengsl, t.d. hagsmunagæsla, vinavild og flokkadrættir. Það er mýgrútur dæma um þetta og alkunna íslenskum kjósendum. Flokkar verða eins og hverjar aðrar stofnanir. Eðli þeirra er að vernda viðgang sinn og vöxt, enda er það algengt, að stefnumál taki óbeinlínis mið af hagsmunagæslu málsmetandi flokksmanna eða séu aðlöguð því eðli hvers flokks að treysta flokksmenn í sessi í stjórnkerfinu og löggæslunni. Stjórnsýsla og löggæsla er handan beinnar, lýðræðislegrar íhlutunar. Sumir stjórnmálaflokkanna ganga oft og tíðum í berhögg við vilja þjóðarinnar, t.d. um þessar mundir augljóslega, hvað breytingu á stjórnarskrá viðkemur. Ófáir flokksbundnir stjórnmálamenn hygla gjarnan hver öðrum. Einkavinavæðingin er á allra vitorði. Annað dæmi, eilítið skondið, eru veitingar sendiherraembætta til aflóga stjórnmálamanna, sem af einhverjum misskilningi (eða getuleysi) gerðu hlutverks flokksfulltrúa að starfsframa. Þetta á einkum við um íslensku kjarnaflokkana, fjórflokkana svonefndu (Sjálfstæðisflokk, Alþýðuflokk, Alþýðubandalag (Samfylkingu) og Framsóknarflokk). Flestir flokkanna stunda lýðskrum, blekkingar, sefjun og hrossakaup. En það gera einnig sumir meðal stjórnmálamanna. Þeir reyna með málflutningi sínum að lokka kjósendur til fylgilags. Oftast eru á borð bornar gamlar dægurþraslummur, t.d. um láglauna(kvenna)stéttirnar (en oftast gapa þar og geipa hæst hálaunaðir starfsmenn þeirra). Lummurnar eru reyndar dæmigerðar um þvargið og munnræpuna, sem ósjaldan á sér stað, þegar fjöldi alþingismanna kemur saman. Þá eru umræður oft og tíðum skylmingar með orðum, rétt eins og hjá tveggja til þriggja ára börnum í leikskóla, sem þekkja orðanna hljóðan, en síður merkingu þeirra. Skynsamleg efnistök og vilji til að komast að ásættanlegri niðurstöðu fyrir umbjóðendur víkja fyrir þvargi, óskynsemi, skorti á háttprýði og ávirðingum. Engan alþingismann – jafnvel ekki sjóræningja – hef ég séð starfa í hinum sanna lýðræðisanda, þ.e. að beita sér einungis fyrir almennum lögum og reglum á þeim sviðum, sem sjálfsvald og sjálfræði einstaklingsins dugar ekki til. Þess í stað eru flestir þeirra önnum kafnir við að koma böndum á fólk, skerða frelsi þess, rýra sjálfsvald, rýna í smáatriði og stinga nefinu (með hjálp stjórnsýslunnar) í hvers manns kopp. Almennt eru alþingismenn hlynntir lýðræðislegri ofurstjórn og vilja óðir og uppvægir koma fólki á hentugan, skilgreindan bás með kennitölu og bjöllu um hálsinn. Fjöldi þeirra vill til að mynda hafa áhrif á það, hvernig ég hugsa, hversu mikið ég spara og hvernig, hvað ég borða og drekk, hvar ég megi versla hinn og þennan varning og hvað hann skuli kosta. (Góðu heilli eru þó gömlu skömmtunarskrifstofurnar fyrir bí, þar sem ákveðið var bókstaflega, hvað landsmenn hefðu til hnífs og skeiðar.) Þeir vita sum sé, hvað mér er fyrir bestu á allmörgum sviðum. Forsjárhyggjan er þeim í blóð borin, taumhaldsþörfin heldur hugsun þeirra í heljargreipum. Stórvarasamur er alþingismaður með hugsjón aðra en þá að sýna vilja og hagsmunum umbjóðenda sinna hollustu. Það má vænta þess að hann berjist á Alþingi með kjafti og klóm fyrir fjármunum til að hrinda hugsjóninni í framkvæmd. Og því miður eru hvergi reistar skorður við því valdi alþingismanna að beita álögum, gjöldum og sköttum til að fjármagna sannfæringu sína eða greiða við hagsmunaaðilja. Slíkar skorður þarf að reisa í stjórnarskrá. Stjórnmálamenn og embættismenn stjórnsýslunnar eru yfirleitt vondir fjárhaldsmenn almennings, kunna lítt að fara með peninga og hafa ónóga þekkingu á þörfum og vilja fólks. Vitleysa þeirra getur stundum verið skemmtileg, t.d. þegar þeir láta hella hrönnum af grjóti í sjóinn í þeirri von, að einhvern tíma verði úr því varnargarður, eða gera kjánalegar fræðslumyndir um akstur, sem sýndar eru í „sjónvarpi okkar allra“ með miklum tilkostnaði. En áskrift að RÚV er reyndar eitt dæmi um lögbundin neysluútgjöld og skort á valfrelsi. Fyndnastir eru þó einkasjóðir ráðherranna, en í þá seilast þeir til að gauka glaðningi að vinum og vandamönnum (helst flokksmönnum) eða þeim, sem vekja áhuga á verðugu málefni. Stundum greiða þeir fyrir ráðgjöf til hver annars eins og t.d. Eygló til Sifjar. (Það kann að vera nudd í því líka. Velnuddaður ráðherra er ráðherra bestur.) Stundum fá stjórnmálamenn – einkum þeir, sem sitja allt í kringum hin ýmsu borð í stjórnmálum, stjórnsýslu og einkareknu atvinnulífi – fjárvitranir, sem gagnast þeim en ekki öðrum eins og t.d. Bjarni Ben yngri. Eins og áður er vikið að hafa flokkarnir tögl og haldir í stjórnsýslunni – sumir þó meira en aðrir. Þar eru vinagreiðar og hrossakaup ekki einungis daglegt brauð (eða hér um bil), heldur starfa stofnanir hennar að töluverðu leyti á eigin viðhaldsforsendum og starfa jafnvel á eigin starfsmönnum. Það er algengt í öllum stjórnkerfum. Stjórnmálamenn og stéttarfélög hafa búið svo um hnútana, að örðugt er að skipta um stjórnendur í kerfum, sem virða nær eingöngu lögmál eigin gangverks og gleymt hafa tilgangi sínum. Þessar stofnanir lúta venjulega ekki beinu lýðræðislegu valdi. Í stjórnum sumra þeirra sitja fulltrúar stjórnmálaflokkanna, trúir eigin stefnumiðum, og stunda stundum hagsmunagæslu fyrir sína menn. Það var til skamms tíma í heiðri höfð ákveðin hlutdeildarregla meðal fjórflokkanna, er laut að áhrifastöðum í stjórnkerfinu og leyfisveitingum til atvinnurekstrar. Slíkt fyrirkomulag stuðlar ákveðið að samþjöppun valds og spillingu. Hvað er til ráða eigi raunhæft lýðræði að vera annað en svipur hjá sjón? Það þyrfti að mínum dómi að reisa skorður við gjaldtöku og álagningu skatta (þ.e. meira en bara útsvars), innleiða beint kjör fulltrúa ekki ósvipað því, er tíðkaðist á þjóðveldisöld í lýðræði höfðingja og hölda. En þá gátu höldar og góðbændur valið sér goða (fulltrúa). Einnig og jafnvel fremur mætti viðhafa beinan útdrátt fulltrúa almennings til tiltekins tíma, skipa þyrfti öllum (nauðsynlegum) stofnunum stjórnsýslunnar lýðræðislega stjórn við beinan útdrátt úr þjóðskrá, óháð útdrætti til Alþingis – eða koma á beinu kjöri - og fela verður þjóðinni í auknum mæli að taka ákvarðanir um öll mikilvæg málefni lýðveldisins í þjóðaratkvæðagreiðslum. Kunnátta samfélagsfræðinga af ýmsu tagi og tölvuvædd samskiptatækni ættu að nýtast vel í þessu efni. Við útdrátt væri leikur einn að velja Alþingismenn lagskipt eftir aldri og kyni úr þjóðskránni. Það er eins og staðhæft var í upphafi pistilsins, skylda hvers manns að taka þátt í stjórnum ríkis og sveitarfélaga, hvort heldur er með þátttöku í atkvæðagreiðslum eða sem fulltrúi. Áðurgreindri tækni má reyndar beita við val fulltrúa í stjórn hinna ýmsu stofnana og eru ráðuneyti þá meðtalin. Í einstaklingskjöri mætti einnig kjósa nokkra lykilforgöngumenn lýðveldisins, til að mynda forseta þess, forsætisráðherra og forseta Alþingis. Og vitanlega til ákveðins tíma. Valddreifing er nauðsynleg til að spyrna gegn hagsmunagæslu og spillingu. Allar ráðningar í lykilstöður í stjórnsýslunni skyldu vera tímabundnar, ráð útdreginna þegna skyldu sjá um allar ráðningar hjá hinu opinbera og í réttarkerfi, réttargæslu. Sömu ráð skyldu hafa vald til að víkja úr starfi stjórnendaskussum, sem eru mýmargir í opinberum stofnunum og fyrirtækjum og standa starfi þeirra fyrir þrifum og stuðla að alls kyns andlegum vanþrifum. Alþingiskosningar standa nú fyrir dyrum. (Í þetta sinn, þar eð Bjarni Ben trúði Björtu framtíðinni ekki fyrir því, hvað pabbi hans skrifaði um kynferðisafbrotamann.) Eins og oft áður sækir lýðræðisþreyta á almúgann. Lýðræðisþreytan er skiljanleg í ljósi þess, sem áður er fjallað um í pistlinum. Fólk finnur skiljanlega fyrir áhrifaleysi sínu, verður leitt á skrumi, vífillengjum og fánýtum viðkvæðum. Það dregur sig í hlé. Lýðræðinu stafar ógn af slíku vonleysi. Niðurstaðan við eldhúsborðið verður eina ferðina enn: „Það er sami rassinn undir þeim öllum.“ Skiljanleg niðurstaða í því ljósi, að lýðræðið, sem við búum við og þekkjum af raun, er skondin skepna. Í sinni einföldustu mynd felur það í sér, að meirihluti þvingar minnihluta að sætta sig við orðinn hlut. Það er lýðræðisofbeldið. Þegar kjörsókn er lítil, t.d. þegar um sextíu af hundraði kjósenda neytir atkvæðisréttar síns (það er ekki óvenjulegt) og rétt rúmur helmingur þeirra myndar meirihluta, ræður um þriðjungur kjósenda, hvaða flokkar skipa sæti alþingismanna. Þessi mynd gæti skekkst enn frekar hafi þeir, sem greiða ofurvægisatkvæði, hópast að kjörborðunum. Þessu þarf að breyta. Það ber brýna nauðsyn til að gera gangskör að afdrifaríkum úrbótum, svo ekki grípi um sig allsherjarlýðræðisdoði. Þegnar lýðveldisins verða þá eins og hverjir aðrir bjöllusauðir, sem reka má á beit hingað og þangað með áróðri og múgsefjun, samkvæmt hentugleika ráðandi samfélagsafla. Bjöllukliðurinn gæti því miður látið vel í eyrum allmargra alþingismanna.Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við hrósum happi vegna lýðræðis okkar, stjórnarfyrirkomulags, þar sem lýðurinn, fólkið, ætti í sameiningu að ráða þeim málum, sem eru handan seilingar hvers og eins. En búum við eiginlega við gervilýðræði, þegar grannt er skoðað? Hugmynd framsækinna lýðræðishugsuða var sú í megindráttum, að hver einstakur byggi yfir sjálfræði og sjálfsvaldi til að framselja hluta þess til fulltrúa síns. Hér er hyggilegt að staldra við tvö atriði; annars vegar sjálfsvald/sjálfræði og hins vegar eðli fulltrúans. Fulltrúi er einstaklingur, sem starfar í umboði umbjóðanda. Fulltrúi er ekki flokkur og fulltrúa er að sjálfsögu ekki heimilt að skerða sjálfræði umbjóðenda síns umfram það, sem umboðið kveður á um. Aukin heldur er það hlutverk fulltrúa í lýðræðisríki að beita sér fyrir almennum lögum og reglum um líf fólks, leggja gjörva hönd á almannasáttmála, sem samrýmist réttlætisvitund almennings og lýtur að almannahagsmunum og almennum samskiptareglum. Slíkur almenningssáttmáli hlýtur óhjákvæmilega að eiga rót í góðum siðum og ætti að endurspegla siðvitund almennings. Hugsun lýðræðisspekinganna var einnig sú, að fulltrúar væru valdir tímabundið og allir væru valhæfir. Þannig m.a. mætti stuðla að tryggð fulltrúanna við umbjóðendur sína og nálægð. Með öðrum orðum væri hlutverk fulltrúa ekki atvinnumennska eða starfsframi. Þessi grundvallarhugsun felur í sér sjálfsagða skyldu hvers og eins til að taka þátt í stjórn samfélagsins. Hún felur einnig í sér, að fulltrúi sé valinn úr röðum almúgans, án þess að sérstakar kröfur séu til hans gerðar. Fulltrúarnir eða þingmennirnir skyldu endurspegla almúgann. Í því lýðræði, sem þróast hefur á Vesturlöndum, er flestu því, sem að framan er talið, hér um bil snúið upp í andhverfu sína. Venjulega gefst fólki eingöngu kostur á því að kjósa flokka. Flokkur getur ekki verið fulltrúi eins og áður var drepið á. Í flokki myndast alls konar óheilnæm tengsl, t.d. hagsmunagæsla, vinavild og flokkadrættir. Það er mýgrútur dæma um þetta og alkunna íslenskum kjósendum. Flokkar verða eins og hverjar aðrar stofnanir. Eðli þeirra er að vernda viðgang sinn og vöxt, enda er það algengt, að stefnumál taki óbeinlínis mið af hagsmunagæslu málsmetandi flokksmanna eða séu aðlöguð því eðli hvers flokks að treysta flokksmenn í sessi í stjórnkerfinu og löggæslunni. Stjórnsýsla og löggæsla er handan beinnar, lýðræðislegrar íhlutunar. Sumir stjórnmálaflokkanna ganga oft og tíðum í berhögg við vilja þjóðarinnar, t.d. um þessar mundir augljóslega, hvað breytingu á stjórnarskrá viðkemur. Ófáir flokksbundnir stjórnmálamenn hygla gjarnan hver öðrum. Einkavinavæðingin er á allra vitorði. Annað dæmi, eilítið skondið, eru veitingar sendiherraembætta til aflóga stjórnmálamanna, sem af einhverjum misskilningi (eða getuleysi) gerðu hlutverks flokksfulltrúa að starfsframa. Þetta á einkum við um íslensku kjarnaflokkana, fjórflokkana svonefndu (Sjálfstæðisflokk, Alþýðuflokk, Alþýðubandalag (Samfylkingu) og Framsóknarflokk). Flestir flokkanna stunda lýðskrum, blekkingar, sefjun og hrossakaup. En það gera einnig sumir meðal stjórnmálamanna. Þeir reyna með málflutningi sínum að lokka kjósendur til fylgilags. Oftast eru á borð bornar gamlar dægurþraslummur, t.d. um láglauna(kvenna)stéttirnar (en oftast gapa þar og geipa hæst hálaunaðir starfsmenn þeirra). Lummurnar eru reyndar dæmigerðar um þvargið og munnræpuna, sem ósjaldan á sér stað, þegar fjöldi alþingismanna kemur saman. Þá eru umræður oft og tíðum skylmingar með orðum, rétt eins og hjá tveggja til þriggja ára börnum í leikskóla, sem þekkja orðanna hljóðan, en síður merkingu þeirra. Skynsamleg efnistök og vilji til að komast að ásættanlegri niðurstöðu fyrir umbjóðendur víkja fyrir þvargi, óskynsemi, skorti á háttprýði og ávirðingum. Engan alþingismann – jafnvel ekki sjóræningja – hef ég séð starfa í hinum sanna lýðræðisanda, þ.e. að beita sér einungis fyrir almennum lögum og reglum á þeim sviðum, sem sjálfsvald og sjálfræði einstaklingsins dugar ekki til. Þess í stað eru flestir þeirra önnum kafnir við að koma böndum á fólk, skerða frelsi þess, rýra sjálfsvald, rýna í smáatriði og stinga nefinu (með hjálp stjórnsýslunnar) í hvers manns kopp. Almennt eru alþingismenn hlynntir lýðræðislegri ofurstjórn og vilja óðir og uppvægir koma fólki á hentugan, skilgreindan bás með kennitölu og bjöllu um hálsinn. Fjöldi þeirra vill til að mynda hafa áhrif á það, hvernig ég hugsa, hversu mikið ég spara og hvernig, hvað ég borða og drekk, hvar ég megi versla hinn og þennan varning og hvað hann skuli kosta. (Góðu heilli eru þó gömlu skömmtunarskrifstofurnar fyrir bí, þar sem ákveðið var bókstaflega, hvað landsmenn hefðu til hnífs og skeiðar.) Þeir vita sum sé, hvað mér er fyrir bestu á allmörgum sviðum. Forsjárhyggjan er þeim í blóð borin, taumhaldsþörfin heldur hugsun þeirra í heljargreipum. Stórvarasamur er alþingismaður með hugsjón aðra en þá að sýna vilja og hagsmunum umbjóðenda sinna hollustu. Það má vænta þess að hann berjist á Alþingi með kjafti og klóm fyrir fjármunum til að hrinda hugsjóninni í framkvæmd. Og því miður eru hvergi reistar skorður við því valdi alþingismanna að beita álögum, gjöldum og sköttum til að fjármagna sannfæringu sína eða greiða við hagsmunaaðilja. Slíkar skorður þarf að reisa í stjórnarskrá. Stjórnmálamenn og embættismenn stjórnsýslunnar eru yfirleitt vondir fjárhaldsmenn almennings, kunna lítt að fara með peninga og hafa ónóga þekkingu á þörfum og vilja fólks. Vitleysa þeirra getur stundum verið skemmtileg, t.d. þegar þeir láta hella hrönnum af grjóti í sjóinn í þeirri von, að einhvern tíma verði úr því varnargarður, eða gera kjánalegar fræðslumyndir um akstur, sem sýndar eru í „sjónvarpi okkar allra“ með miklum tilkostnaði. En áskrift að RÚV er reyndar eitt dæmi um lögbundin neysluútgjöld og skort á valfrelsi. Fyndnastir eru þó einkasjóðir ráðherranna, en í þá seilast þeir til að gauka glaðningi að vinum og vandamönnum (helst flokksmönnum) eða þeim, sem vekja áhuga á verðugu málefni. Stundum greiða þeir fyrir ráðgjöf til hver annars eins og t.d. Eygló til Sifjar. (Það kann að vera nudd í því líka. Velnuddaður ráðherra er ráðherra bestur.) Stundum fá stjórnmálamenn – einkum þeir, sem sitja allt í kringum hin ýmsu borð í stjórnmálum, stjórnsýslu og einkareknu atvinnulífi – fjárvitranir, sem gagnast þeim en ekki öðrum eins og t.d. Bjarni Ben yngri. Eins og áður er vikið að hafa flokkarnir tögl og haldir í stjórnsýslunni – sumir þó meira en aðrir. Þar eru vinagreiðar og hrossakaup ekki einungis daglegt brauð (eða hér um bil), heldur starfa stofnanir hennar að töluverðu leyti á eigin viðhaldsforsendum og starfa jafnvel á eigin starfsmönnum. Það er algengt í öllum stjórnkerfum. Stjórnmálamenn og stéttarfélög hafa búið svo um hnútana, að örðugt er að skipta um stjórnendur í kerfum, sem virða nær eingöngu lögmál eigin gangverks og gleymt hafa tilgangi sínum. Þessar stofnanir lúta venjulega ekki beinu lýðræðislegu valdi. Í stjórnum sumra þeirra sitja fulltrúar stjórnmálaflokkanna, trúir eigin stefnumiðum, og stunda stundum hagsmunagæslu fyrir sína menn. Það var til skamms tíma í heiðri höfð ákveðin hlutdeildarregla meðal fjórflokkanna, er laut að áhrifastöðum í stjórnkerfinu og leyfisveitingum til atvinnurekstrar. Slíkt fyrirkomulag stuðlar ákveðið að samþjöppun valds og spillingu. Hvað er til ráða eigi raunhæft lýðræði að vera annað en svipur hjá sjón? Það þyrfti að mínum dómi að reisa skorður við gjaldtöku og álagningu skatta (þ.e. meira en bara útsvars), innleiða beint kjör fulltrúa ekki ósvipað því, er tíðkaðist á þjóðveldisöld í lýðræði höfðingja og hölda. En þá gátu höldar og góðbændur valið sér goða (fulltrúa). Einnig og jafnvel fremur mætti viðhafa beinan útdrátt fulltrúa almennings til tiltekins tíma, skipa þyrfti öllum (nauðsynlegum) stofnunum stjórnsýslunnar lýðræðislega stjórn við beinan útdrátt úr þjóðskrá, óháð útdrætti til Alþingis – eða koma á beinu kjöri - og fela verður þjóðinni í auknum mæli að taka ákvarðanir um öll mikilvæg málefni lýðveldisins í þjóðaratkvæðagreiðslum. Kunnátta samfélagsfræðinga af ýmsu tagi og tölvuvædd samskiptatækni ættu að nýtast vel í þessu efni. Við útdrátt væri leikur einn að velja Alþingismenn lagskipt eftir aldri og kyni úr þjóðskránni. Það er eins og staðhæft var í upphafi pistilsins, skylda hvers manns að taka þátt í stjórnum ríkis og sveitarfélaga, hvort heldur er með þátttöku í atkvæðagreiðslum eða sem fulltrúi. Áðurgreindri tækni má reyndar beita við val fulltrúa í stjórn hinna ýmsu stofnana og eru ráðuneyti þá meðtalin. Í einstaklingskjöri mætti einnig kjósa nokkra lykilforgöngumenn lýðveldisins, til að mynda forseta þess, forsætisráðherra og forseta Alþingis. Og vitanlega til ákveðins tíma. Valddreifing er nauðsynleg til að spyrna gegn hagsmunagæslu og spillingu. Allar ráðningar í lykilstöður í stjórnsýslunni skyldu vera tímabundnar, ráð útdreginna þegna skyldu sjá um allar ráðningar hjá hinu opinbera og í réttarkerfi, réttargæslu. Sömu ráð skyldu hafa vald til að víkja úr starfi stjórnendaskussum, sem eru mýmargir í opinberum stofnunum og fyrirtækjum og standa starfi þeirra fyrir þrifum og stuðla að alls kyns andlegum vanþrifum. Alþingiskosningar standa nú fyrir dyrum. (Í þetta sinn, þar eð Bjarni Ben trúði Björtu framtíðinni ekki fyrir því, hvað pabbi hans skrifaði um kynferðisafbrotamann.) Eins og oft áður sækir lýðræðisþreyta á almúgann. Lýðræðisþreytan er skiljanleg í ljósi þess, sem áður er fjallað um í pistlinum. Fólk finnur skiljanlega fyrir áhrifaleysi sínu, verður leitt á skrumi, vífillengjum og fánýtum viðkvæðum. Það dregur sig í hlé. Lýðræðinu stafar ógn af slíku vonleysi. Niðurstaðan við eldhúsborðið verður eina ferðina enn: „Það er sami rassinn undir þeim öllum.“ Skiljanleg niðurstaða í því ljósi, að lýðræðið, sem við búum við og þekkjum af raun, er skondin skepna. Í sinni einföldustu mynd felur það í sér, að meirihluti þvingar minnihluta að sætta sig við orðinn hlut. Það er lýðræðisofbeldið. Þegar kjörsókn er lítil, t.d. þegar um sextíu af hundraði kjósenda neytir atkvæðisréttar síns (það er ekki óvenjulegt) og rétt rúmur helmingur þeirra myndar meirihluta, ræður um þriðjungur kjósenda, hvaða flokkar skipa sæti alþingismanna. Þessi mynd gæti skekkst enn frekar hafi þeir, sem greiða ofurvægisatkvæði, hópast að kjörborðunum. Þessu þarf að breyta. Það ber brýna nauðsyn til að gera gangskör að afdrifaríkum úrbótum, svo ekki grípi um sig allsherjarlýðræðisdoði. Þegnar lýðveldisins verða þá eins og hverjir aðrir bjöllusauðir, sem reka má á beit hingað og þangað með áróðri og múgsefjun, samkvæmt hentugleika ráðandi samfélagsafla. Bjöllukliðurinn gæti því miður látið vel í eyrum allmargra alþingismanna.Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun