7 ráðleggingar til verðandi þingmanna Kjartan Þór Ragnarsson skrifar 27. október 2017 11:00 Nú fer að líða að lokum kosningabaráttunnar þar sem kosið verður til nýs þings. Mig langar því að nýta tækifærið og koma áleiðis nokkrum af þeim viðhorfum sem ég hef lagt mig fram um að tileinka mér í störfum mínum eftir bestu getu. Það er von mín að þessi ráð megi gagnast verðandi þingmönnum og geti orðið þeim gott veganesti í störfum þeirra á komandi Alþingi okkur öllum til heilla.1. Sýndu auðmýkt Gerðu þér grein fyrir því að þú ert þjónn samfélagsins en ekki herra þess. Þú ferð í raun og veru ekki með nein völd heldur aðeins umboð frá kjósendum þínum til þess að finna lausnir og greiða úr vandamálum samfélagsins, og með því, gera það betra. Stígðu bara niður af háa hestinum þínum og farðu að vinna af auðmýkt fyrir fólkið sem borgar launin þín og þú munt sjá að fólk mun meta þig og störf þín meira fyrir vikið.2. Heiðarleiki borgar sig Þetta gæti verið erfitt fyrir suma en hafðu það í huga að jafnvel þótt þú sért háll eins og áll og skreytir þig með fjöðrum, þá kemur óheiðarleikinn að lokum í bakið á þér. Það kostar líka allt of mikla orku og stress að fela slóðir og spinna vefi. Með heiðarleika skaparðu traust og virðingu og þannig færðu samvinnu og stuðning annarra til þess að koma málum þínum og sjónarmiðum á framfæri. Ekki skemma fyrir þér að óþörfu því það borgar sig fyrir þig og alla aðra að koma hreint fram.3. Axlaðu ábyrgð Það er ofsalega auðvelt að gagnrýna allt og alla og rífa niður en þú þarft að geta axlað ábyrgð á starfi þínu til þess að ná fram breytingum til hins betra. Það skilar samfélaginu engu að sitja á hliðarlínunni og eyða allri orkunni í að röfla í sífellu um allt og ekkert. Þér kann ef til vill að þykja það yfirþyrmandi að þurfa að taka afstöðu og sitja undir gagnrýni annarra fyrir störf þín en láttu það ekki ræna þig svefni og mundu að orð ein og sér eru einskis verð en gjörðir segja allt.4. Lærðu að viðurkenna mistök Það er mannlegt að gera mistök en það er stórmannlegt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Þegar þú klúðrar málunum skaltu horfast í augu við það, viðurkenna mistök fortíðar og leiðrétta eins vel og þú getur. Slepptu því að fegra slæmar ákvarðanir eða reyna að kjafta þig út úr klúðrinu. Sýndu kjósendum þá virðingu að þú sjáir sannarlega eftir mistökum þínum og bættu einlæglega fyrir þau.5. Ekki vera hræsnari Það er fátt meira ótraustvekjandi en fólk sem segir eitt og gerir annað. Láttu það því vera að slá fram innihaldslausum loforðum sem þú ætlar þér aldrei að standa við. Ef þú þykist vera að berjast fyrir einhverju þá skaltu gera það af heilum hug og sýna það raunverulega í verki en ekki kúvenda og snúast á öndverða sveif þegar það hentar þér. Stígðu fram fyrir skjöldu og komdu hreint fram um það hvað þú raunverulega stendur fyrir. Kjósendur munu sjá í gegnum blekkingar svo slepptu því að slá ryki í augu þeirra.6. Hugsaðu út fyrir kassann Samfélagið er flóknara en þú heldur svo forðastu að festast í þröngum stefnum og sérhagsmunum um hvað sé það eina rétta. Það eru sjaldnast til einfaldar töfralausnir á vandamálum samfélagins og því óþarfi að takmarka sig með einstrenginslegri þröngsýni. Slepptu bara af þér beislinu og leyfðu ímyndunaraflinu að leika frjálst. Skoðaðu öll sjónarmið og leitaðu allra leiða í sambandi við aðra því þú gætir fundið raunverulegar lausnir og leiðir sem virka. Það skiptir nefnilega engu máli hvaðan góðar hugmyndir koma svo fremi sem þær verði til gagns.7. Farðu að hlusta og vinna með öðrum Stundum er best að tala minna og hlusta meira. Þú ert ekki alvitur svo ekki bregðast ókvæða við í hvert sinn sem einhver er ósammála þér. Það er allt í lagi þótt fólk hafi aðrar skoðanir en þú og þú hefur gott af því að hlusta á og læra að skilja og meðtaka önnur sjónarmið. Leggðu þig fram um það á hverjum degi að hlusta á ólíkar þarfir fólks. Ræddu málin af einlægni við aðra og leitaðu sameiginlegra lausna. Starfið þitt snýst nefnilega ekki um þig og þína persónu heldur samfélagið okkar allra svo vinsamlegast farðu að starfa fyrir það af fullri alvöru. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Þór Ragnarsson.Höfundur er framhaldsskólakennari og í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nú fer að líða að lokum kosningabaráttunnar þar sem kosið verður til nýs þings. Mig langar því að nýta tækifærið og koma áleiðis nokkrum af þeim viðhorfum sem ég hef lagt mig fram um að tileinka mér í störfum mínum eftir bestu getu. Það er von mín að þessi ráð megi gagnast verðandi þingmönnum og geti orðið þeim gott veganesti í störfum þeirra á komandi Alþingi okkur öllum til heilla.1. Sýndu auðmýkt Gerðu þér grein fyrir því að þú ert þjónn samfélagsins en ekki herra þess. Þú ferð í raun og veru ekki með nein völd heldur aðeins umboð frá kjósendum þínum til þess að finna lausnir og greiða úr vandamálum samfélagsins, og með því, gera það betra. Stígðu bara niður af háa hestinum þínum og farðu að vinna af auðmýkt fyrir fólkið sem borgar launin þín og þú munt sjá að fólk mun meta þig og störf þín meira fyrir vikið.2. Heiðarleiki borgar sig Þetta gæti verið erfitt fyrir suma en hafðu það í huga að jafnvel þótt þú sért háll eins og áll og skreytir þig með fjöðrum, þá kemur óheiðarleikinn að lokum í bakið á þér. Það kostar líka allt of mikla orku og stress að fela slóðir og spinna vefi. Með heiðarleika skaparðu traust og virðingu og þannig færðu samvinnu og stuðning annarra til þess að koma málum þínum og sjónarmiðum á framfæri. Ekki skemma fyrir þér að óþörfu því það borgar sig fyrir þig og alla aðra að koma hreint fram.3. Axlaðu ábyrgð Það er ofsalega auðvelt að gagnrýna allt og alla og rífa niður en þú þarft að geta axlað ábyrgð á starfi þínu til þess að ná fram breytingum til hins betra. Það skilar samfélaginu engu að sitja á hliðarlínunni og eyða allri orkunni í að röfla í sífellu um allt og ekkert. Þér kann ef til vill að þykja það yfirþyrmandi að þurfa að taka afstöðu og sitja undir gagnrýni annarra fyrir störf þín en láttu það ekki ræna þig svefni og mundu að orð ein og sér eru einskis verð en gjörðir segja allt.4. Lærðu að viðurkenna mistök Það er mannlegt að gera mistök en það er stórmannlegt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Þegar þú klúðrar málunum skaltu horfast í augu við það, viðurkenna mistök fortíðar og leiðrétta eins vel og þú getur. Slepptu því að fegra slæmar ákvarðanir eða reyna að kjafta þig út úr klúðrinu. Sýndu kjósendum þá virðingu að þú sjáir sannarlega eftir mistökum þínum og bættu einlæglega fyrir þau.5. Ekki vera hræsnari Það er fátt meira ótraustvekjandi en fólk sem segir eitt og gerir annað. Láttu það því vera að slá fram innihaldslausum loforðum sem þú ætlar þér aldrei að standa við. Ef þú þykist vera að berjast fyrir einhverju þá skaltu gera það af heilum hug og sýna það raunverulega í verki en ekki kúvenda og snúast á öndverða sveif þegar það hentar þér. Stígðu fram fyrir skjöldu og komdu hreint fram um það hvað þú raunverulega stendur fyrir. Kjósendur munu sjá í gegnum blekkingar svo slepptu því að slá ryki í augu þeirra.6. Hugsaðu út fyrir kassann Samfélagið er flóknara en þú heldur svo forðastu að festast í þröngum stefnum og sérhagsmunum um hvað sé það eina rétta. Það eru sjaldnast til einfaldar töfralausnir á vandamálum samfélagins og því óþarfi að takmarka sig með einstrenginslegri þröngsýni. Slepptu bara af þér beislinu og leyfðu ímyndunaraflinu að leika frjálst. Skoðaðu öll sjónarmið og leitaðu allra leiða í sambandi við aðra því þú gætir fundið raunverulegar lausnir og leiðir sem virka. Það skiptir nefnilega engu máli hvaðan góðar hugmyndir koma svo fremi sem þær verði til gagns.7. Farðu að hlusta og vinna með öðrum Stundum er best að tala minna og hlusta meira. Þú ert ekki alvitur svo ekki bregðast ókvæða við í hvert sinn sem einhver er ósammála þér. Það er allt í lagi þótt fólk hafi aðrar skoðanir en þú og þú hefur gott af því að hlusta á og læra að skilja og meðtaka önnur sjónarmið. Leggðu þig fram um það á hverjum degi að hlusta á ólíkar þarfir fólks. Ræddu málin af einlægni við aðra og leitaðu sameiginlegra lausna. Starfið þitt snýst nefnilega ekki um þig og þína persónu heldur samfélagið okkar allra svo vinsamlegast farðu að starfa fyrir það af fullri alvöru. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Þór Ragnarsson.Höfundur er framhaldsskólakennari og í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun