Breytum um kúrs í heilbrigðismálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. október 2017 07:00 Hvernig á að byggja upp heilbrigðiskerfi þjóðar? Reka það, starfrækja, hlúa að þannig að það nýtist þjóðinni allri? Þessara spurninga hefur oft og tíðum verið spurt undanfarin ár, en því miður hafa of margir stjórnmálaflokkar heykst á því að svara þeim. Afleiðing þess er að heildarstefnu í heilbrigðismálum skortir og á meðan opinbera kerfið hefur setið á hakanum hefur einkarekni hlutinn vaxið nánast stjórnlaust. Er það afleiðing hugmyndafræðilegra umræðna, þar sem þjóðin sýndi vilja sinn í verki? Nei, því miður. Þessu hefur verið laumað inn bakdyramegin, látið gerast í einstöku samningum án þess að skýr stefna sé borin undir þjóðina. Skyldi kannski engan undra, því kannanir sýna að mikill meirihluti vill einmitt þveröfuga stefnu; að byggja upp hið opinbera heilbrigðiskerfi. Stefna flokka sem vilja auka veg einkarekstrar hefur verið falin í orðum um fjölbreyttara rekstrarform og hugmyndafræðin var víðs fjarri hjá fráfarandi stjórnarflokkum þegar málefni Klíníkurinnar bar sem hæst í vor. Þar snerist allt um skilgreiningar orða, ekki skýra stefnu. Ég sat fund BSRB um heilbrigðismál á mánudag, þar sem spurt var að því hver væri hagur sjúklinga, þegar að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu kæmi. Birgir Jakobsson landlæknir var einn frummælanda og hann var býsna skýr; aukning í einkarekstri hefði hingað til í raun og veru stýrst af framboði á sérgreinalæknum, en lítið stuðst við greiningar á þörfum sjúklinga. Núverandi kerfi sé letjandi fyrir opinbera aðila, en hvetjandi fyrir einkaaðila. Einkavæðingin hefur aukist á kostnað opinberrar þjónustu. Það er risastór pólitísk ákvörðun, sem raunar hefur aldrei verði tekin á yfirborðinu. Stjórnmálamenn sem eru fylgjandi þessari þróun hefur hingað til skort kjark til að segja það upphátt við kjósendur, enda vita þeir sem er að sú skoðun þeirra á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sem vilja ekki þetta óheilbrigða kerfi. Vinstri græn eru sammála Landlækni um að við eigum að staldra við varðandi einkavæðinguna. Það þarf að byggja upp sterkt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem hagur og þarfir sjúklinga ráða för, ekki framboð á sérgreinalæknum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2017 Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Hvernig á að byggja upp heilbrigðiskerfi þjóðar? Reka það, starfrækja, hlúa að þannig að það nýtist þjóðinni allri? Þessara spurninga hefur oft og tíðum verið spurt undanfarin ár, en því miður hafa of margir stjórnmálaflokkar heykst á því að svara þeim. Afleiðing þess er að heildarstefnu í heilbrigðismálum skortir og á meðan opinbera kerfið hefur setið á hakanum hefur einkarekni hlutinn vaxið nánast stjórnlaust. Er það afleiðing hugmyndafræðilegra umræðna, þar sem þjóðin sýndi vilja sinn í verki? Nei, því miður. Þessu hefur verið laumað inn bakdyramegin, látið gerast í einstöku samningum án þess að skýr stefna sé borin undir þjóðina. Skyldi kannski engan undra, því kannanir sýna að mikill meirihluti vill einmitt þveröfuga stefnu; að byggja upp hið opinbera heilbrigðiskerfi. Stefna flokka sem vilja auka veg einkarekstrar hefur verið falin í orðum um fjölbreyttara rekstrarform og hugmyndafræðin var víðs fjarri hjá fráfarandi stjórnarflokkum þegar málefni Klíníkurinnar bar sem hæst í vor. Þar snerist allt um skilgreiningar orða, ekki skýra stefnu. Ég sat fund BSRB um heilbrigðismál á mánudag, þar sem spurt var að því hver væri hagur sjúklinga, þegar að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu kæmi. Birgir Jakobsson landlæknir var einn frummælanda og hann var býsna skýr; aukning í einkarekstri hefði hingað til í raun og veru stýrst af framboði á sérgreinalæknum, en lítið stuðst við greiningar á þörfum sjúklinga. Núverandi kerfi sé letjandi fyrir opinbera aðila, en hvetjandi fyrir einkaaðila. Einkavæðingin hefur aukist á kostnað opinberrar þjónustu. Það er risastór pólitísk ákvörðun, sem raunar hefur aldrei verði tekin á yfirborðinu. Stjórnmálamenn sem eru fylgjandi þessari þróun hefur hingað til skort kjark til að segja það upphátt við kjósendur, enda vita þeir sem er að sú skoðun þeirra á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sem vilja ekki þetta óheilbrigða kerfi. Vinstri græn eru sammála Landlækni um að við eigum að staldra við varðandi einkavæðinguna. Það þarf að byggja upp sterkt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem hagur og þarfir sjúklinga ráða för, ekki framboð á sérgreinalæknum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun