Fátækt gamalla kvenna Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 11. október 2017 08:32 Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum. En reyndin er samt sú að misjafnt mat á vinnuframlagi, kynbundinn launamunur, karllægt lífeyriskerfi og óhagstætt námslánakerfi eru þættir sem saman og sinn í hvoru lagi auka á aðstöðumun kynjanna á efri árum hérlendis, þannig að hallar á konur.Vanmat á störfum kvenna Konur hafa í gegnum tíðina lagt af mörkum mikið starf innan heimila sem ekki skapar réttindi til lífeyris, nema á formi ellilífeyris frá Tryggingastofnun sem er frekar magur biti. Að auki er verðmat starfa þar sem konur eru í meirihluta mun lægra en hefðbundinna starfa karla. Sú staðreynd hnikast hægt, þrátt fyrir góð skref á borð við jafnlaunavottun. Karllægt lífeyriskerfi Íslenskur vinnumarkaður er í grunninn sniðinn af körlum, fyrir karla, þar með talið lífeyriskerfið. Nú er öll ávinnsla lífeyrisréttinda aldurstengd, þannig að iðgjöld sem verða til við ungan aldur starfsmanns vega þyngra en þau sem falla til síðar á ævinni. Þessi aldurstenging getur verið konum í óhag af tvennum sökum. Í fyrsta lagi stunda þær oftar langskólanám og koma því síðar út á vinnumarkaðinn og í öðru lagi missa þær meira úr í kringum barneignir. Verðmætu árin á vinnumarkaði eru því færri hjá konum en körlum. Mótvægi við þetta skortir, til dæmis á formi hærri launa fyrir menntun og jafnara verðmats starfa milli kven- og karllægra geira.Námslán og endurgreiðsla þeirra Enn í dag er húsnæðis- og barneignastuðningur námsfólks veittur á formi hærri námslána. Það er í raun merkileg ráðstöfun, að krefjast endurgreiðslna fyrir þennan stuðning með áföllnum vöxtum langt fram eftir ævi. Hver ætli sé pælingin á bakvið það, ef einhver? Getur verið að námslán kvenna beri oftar þetta álag? Afborganir námslána eru tekjutengdar og því saxast hægar á höfuðstólinn eftir því sem laun eru lægri. Á meðan ævitekjur kvenna eru lægri en karla, verða þær því fleiri ár með námslánabyrði í sínu heimilisbókhaldi. Sem er ávísun á minni sparnað.Ellilífeyrir Tryggingastofnunar, frítekjumark og fleira Nýlegar breytingar á forsendum ellilífeyris frá TR mæta mikilli – og réttmætri – gagnrýni. Fyrst og fremst vegna frítekjumarksins, sem dregur úr hvata fólks til að stunda launaða vinnu samhliða lífeyrisgreiðslum. Sú umræða virðist mér samt alveg laus við kynjagleraugu, sem er miður. Árið 2017 fer um 15 milljarða króna aukning inn í ellilífeyrisþátt almannatrygginga, þrátt fyrir frítekjumarkið. Sú hækkun skýrist ekki af fjölgun ellífeyrisþega, því hún er ekki fyrir hendi. Meðalgreiðslur hækka því til hvers og eins þegar á heildina er litið. Aukning er sérstaklega í heimilisuppbótarþættinum, en svo vill til að konur eru í meirihluta hvað þær greiðslur varðar. Konur eru reyndar í meirihluta ellilífeyrisþega yfir höfuð, enda með minni réttindi í almennum sjóðum og mun minni launatekjur en karlar. Við skulum endilega hraða afnámi frítekjumarksins, það er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta og um það erum við öll sammála. Gleymum hins vegar ekki því meginverkefni að leiðrétta kjaraskekkjurnar sem skapa enn í dag fátækt gamalla kvenna. Við getum einfaldlega ekki verið þekkt fyrir það.Höfundur er oddviti lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi í Alþingiskosningum 2017 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum. En reyndin er samt sú að misjafnt mat á vinnuframlagi, kynbundinn launamunur, karllægt lífeyriskerfi og óhagstætt námslánakerfi eru þættir sem saman og sinn í hvoru lagi auka á aðstöðumun kynjanna á efri árum hérlendis, þannig að hallar á konur.Vanmat á störfum kvenna Konur hafa í gegnum tíðina lagt af mörkum mikið starf innan heimila sem ekki skapar réttindi til lífeyris, nema á formi ellilífeyris frá Tryggingastofnun sem er frekar magur biti. Að auki er verðmat starfa þar sem konur eru í meirihluta mun lægra en hefðbundinna starfa karla. Sú staðreynd hnikast hægt, þrátt fyrir góð skref á borð við jafnlaunavottun. Karllægt lífeyriskerfi Íslenskur vinnumarkaður er í grunninn sniðinn af körlum, fyrir karla, þar með talið lífeyriskerfið. Nú er öll ávinnsla lífeyrisréttinda aldurstengd, þannig að iðgjöld sem verða til við ungan aldur starfsmanns vega þyngra en þau sem falla til síðar á ævinni. Þessi aldurstenging getur verið konum í óhag af tvennum sökum. Í fyrsta lagi stunda þær oftar langskólanám og koma því síðar út á vinnumarkaðinn og í öðru lagi missa þær meira úr í kringum barneignir. Verðmætu árin á vinnumarkaði eru því færri hjá konum en körlum. Mótvægi við þetta skortir, til dæmis á formi hærri launa fyrir menntun og jafnara verðmats starfa milli kven- og karllægra geira.Námslán og endurgreiðsla þeirra Enn í dag er húsnæðis- og barneignastuðningur námsfólks veittur á formi hærri námslána. Það er í raun merkileg ráðstöfun, að krefjast endurgreiðslna fyrir þennan stuðning með áföllnum vöxtum langt fram eftir ævi. Hver ætli sé pælingin á bakvið það, ef einhver? Getur verið að námslán kvenna beri oftar þetta álag? Afborganir námslána eru tekjutengdar og því saxast hægar á höfuðstólinn eftir því sem laun eru lægri. Á meðan ævitekjur kvenna eru lægri en karla, verða þær því fleiri ár með námslánabyrði í sínu heimilisbókhaldi. Sem er ávísun á minni sparnað.Ellilífeyrir Tryggingastofnunar, frítekjumark og fleira Nýlegar breytingar á forsendum ellilífeyris frá TR mæta mikilli – og réttmætri – gagnrýni. Fyrst og fremst vegna frítekjumarksins, sem dregur úr hvata fólks til að stunda launaða vinnu samhliða lífeyrisgreiðslum. Sú umræða virðist mér samt alveg laus við kynjagleraugu, sem er miður. Árið 2017 fer um 15 milljarða króna aukning inn í ellilífeyrisþátt almannatrygginga, þrátt fyrir frítekjumarkið. Sú hækkun skýrist ekki af fjölgun ellífeyrisþega, því hún er ekki fyrir hendi. Meðalgreiðslur hækka því til hvers og eins þegar á heildina er litið. Aukning er sérstaklega í heimilisuppbótarþættinum, en svo vill til að konur eru í meirihluta hvað þær greiðslur varðar. Konur eru reyndar í meirihluta ellilífeyrisþega yfir höfuð, enda með minni réttindi í almennum sjóðum og mun minni launatekjur en karlar. Við skulum endilega hraða afnámi frítekjumarksins, það er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta og um það erum við öll sammála. Gleymum hins vegar ekki því meginverkefni að leiðrétta kjaraskekkjurnar sem skapa enn í dag fátækt gamalla kvenna. Við getum einfaldlega ekki verið þekkt fyrir það.Höfundur er oddviti lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi í Alþingiskosningum 2017
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun