100% Þórir Garðarsson skrifar 11. október 2017 12:05 Í umræðunni um virðisaukaskatt af ferðaþjónustu er því stundum haldið fram að sum ferðaþjónustufyrirtæki fái meira endurgreitt af virðisaukaskatti en þau innheimta. Þetta er tómt rugl og byggist á þekkingarleysi. Allur innheimtur virðisaukaskattur skilar sér 100% í ríkissjóð. Það sem ruglar umræðuna er hvernig virðisaukaskattur skilar sér. Hvert og eitt fyrirtæki leggur virðisaukaskatt á þjónustu sína. Ef fyrirtækið innheimtir sjálft lægri virðisaukaskatt en það greiðir öðrum fyrirtækjum, til dæmis vegna fjárfestinga eða umfangsmikilla rekstrarútgjalda, þá fær það mismuninn endurgreiddan. Annars væri um tvígreiðslu sama virðisaukaskatts að ræða. Fyrirtæki sem fær endurgreiðslu hagnast ekki um eina krónu á því, þar sem það er þá þegar búið að borga þennan virðisaukaskatt til einhvers annars fyrirtækis og á rétt á því að draga hann frá útskatti sínum. Það er ekkert til sem heitir neikvæður virðisaukaskattur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um að tvöfalda virðisaukaskatt á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta „jafnræðis“ við aðrar atvinnugreinar og hætt verði að „ívilna“ henni með lægra skattþrepinu. Það hefur ekkert með fyrirtækin að gera, heldur er einfaldlega verið að tala um að ferðamenn - neytendur - borgi tvöfalt meira í virðisaukaskatt. Staðreyndin er hins vegar sú að það er vægast sagt óskynsamlegt að ætla að hækka virðisaukaskatt á ferðamenn. Ferðaþjónustan er í alþjóðlegri samkeppni um viðskiptavini. Til að vera samkeppnishæf þarf hún því að búa við sama virðisaukaskattstig og í öðrum löndum, sem er alls staðar í neðra þrepinu. Með hækkun virðisaukaskattsins myndi kostnaður ferðamanna hér á landi hækka verulega. Nú þegar hefur hár kostnaður vegna sterkrar krónu og launahækkana haft lamandi áhrif á ferðaþjónustuna, sérstaklega á landsbyggðinni. Með hærri virðisaukaskatt í ofanálag er engin spurning að ferðamaðurinn verður fráhverfur viðskiptunum og leitar annað en til Íslands. Það eykur ekki tekjur ríkissjóðs, heldur þvert á móti. Engar áhyggjur þarf að hafa af því að ferðamenn skili ekki nú þegar góðum tekjum til hins opinbera. Í fyrra voru vsk tekjur ríkissjóðs af viðskiptum ferðamanna um 40 milljarðar króna og heildartekjur hins opinbera af ferðaþjónustunni um 100 milljarðar króna.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um virðisaukaskatt af ferðaþjónustu er því stundum haldið fram að sum ferðaþjónustufyrirtæki fái meira endurgreitt af virðisaukaskatti en þau innheimta. Þetta er tómt rugl og byggist á þekkingarleysi. Allur innheimtur virðisaukaskattur skilar sér 100% í ríkissjóð. Það sem ruglar umræðuna er hvernig virðisaukaskattur skilar sér. Hvert og eitt fyrirtæki leggur virðisaukaskatt á þjónustu sína. Ef fyrirtækið innheimtir sjálft lægri virðisaukaskatt en það greiðir öðrum fyrirtækjum, til dæmis vegna fjárfestinga eða umfangsmikilla rekstrarútgjalda, þá fær það mismuninn endurgreiddan. Annars væri um tvígreiðslu sama virðisaukaskatts að ræða. Fyrirtæki sem fær endurgreiðslu hagnast ekki um eina krónu á því, þar sem það er þá þegar búið að borga þennan virðisaukaskatt til einhvers annars fyrirtækis og á rétt á því að draga hann frá útskatti sínum. Það er ekkert til sem heitir neikvæður virðisaukaskattur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um að tvöfalda virðisaukaskatt á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta „jafnræðis“ við aðrar atvinnugreinar og hætt verði að „ívilna“ henni með lægra skattþrepinu. Það hefur ekkert með fyrirtækin að gera, heldur er einfaldlega verið að tala um að ferðamenn - neytendur - borgi tvöfalt meira í virðisaukaskatt. Staðreyndin er hins vegar sú að það er vægast sagt óskynsamlegt að ætla að hækka virðisaukaskatt á ferðamenn. Ferðaþjónustan er í alþjóðlegri samkeppni um viðskiptavini. Til að vera samkeppnishæf þarf hún því að búa við sama virðisaukaskattstig og í öðrum löndum, sem er alls staðar í neðra þrepinu. Með hækkun virðisaukaskattsins myndi kostnaður ferðamanna hér á landi hækka verulega. Nú þegar hefur hár kostnaður vegna sterkrar krónu og launahækkana haft lamandi áhrif á ferðaþjónustuna, sérstaklega á landsbyggðinni. Með hærri virðisaukaskatt í ofanálag er engin spurning að ferðamaðurinn verður fráhverfur viðskiptunum og leitar annað en til Íslands. Það eykur ekki tekjur ríkissjóðs, heldur þvert á móti. Engar áhyggjur þarf að hafa af því að ferðamenn skili ekki nú þegar góðum tekjum til hins opinbera. Í fyrra voru vsk tekjur ríkissjóðs af viðskiptum ferðamanna um 40 milljarðar króna og heildartekjur hins opinbera af ferðaþjónustunni um 100 milljarðar króna.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður SAF
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar