Viðskipti innlent

Arnar Þór ráðinn framkvæmdastjóri Flying Tiger Copenhagen á Íslandi

Arnar Þór starfaði áður sem innkaupastjóri á smásölusviði Olís og vörumerkjastóri hjá Odda.
Arnar Þór starfaði áður sem innkaupastjóri á smásölusviði Olís og vörumerkjastóri hjá Odda.
Arnar Þór Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Flying Tiger Copenhagen á Íslandi en fyrirtækið rekur fimm verslanir hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Arnar Þór hefur langa reynslu í smásölu og starfaði áður sem innkaupastjóri á smásölusviði Olís og vörumerkjastóri hjá Odda. 

„Flying Tiger Copenhagen er gríðarlega spennandi fyrirtæki í örum vexti, það eru forréttindi að fá að vinna með alþjóðlegu smásölufyrirtæki með allri þeirri þekkingu sem þar býr,“ segir Arnar Þór.  

Flying Tiger Copenhagen, sem áður hét Tiger, rekur fimm verslanir á Íslandi: á Laugarvegi, í Smáralind og Kringlunni, á Akureyri og á Selfossi. Verslanir Flying Tiger Copenhagen eru orðnar rúmlega 800 á heimvísu, allt frá New York til Tokyo og frá Kaupmannahöfn til Selfoss. 

Fyrstu verslanirnar utan Danmerkur voru opnaðar hér á Íslandi árið 2001. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×