Kynfrelsi og samþykki Jón Steindór Valdimarsson skrifar 14. október 2017 12:18 Kynferðislegt ofbeldi og nauðganir eru samfélagslegt mein sem þarf að ráðast gegn með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum. Breyting á skilgreiningu nauðgunar er liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað og eru enn ríkjandi eða eimir sterkt af á mörgum stöðum. Hverfa þarf frá þeim karllægu sjónarmiðum sem endurspeglast víða að við tilteknar aðstæður eigi karlmaður nánast rétt á kynlífi með konu. Þá eru þau viðhorf lífseig að þegar fólk er í sambandi, hvort sem það er innan hjónabands eða utan, ryðji það með einhverjum hætti úr vegi kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þegar kynlíf á í hlut. Klámvæðing og hlutgerving kvenna ýtir enn frekar undir að líta á konur sem kynverur fyrst og fremst sem séu með einhverju móti til þess eins að svala þörf karla fyrir kynlíf. Í vor lagði höfundur, ásamt öðrum þingmönnun Viðreisnar, fram frumvarp sem hefur að markmiði að draga úr kynferðisafbrotum og breyta viðhorfum með nútímalegri skilgreiningu á afbrotinu nauðgun. Lagt er til að að samþykki verði sett í forgrunn, með öðrum orðum að sá, sem á samræði eða önnur kynferðismök við annan án samþykkis hans, sé sekur um nauðgun. Þannig er það skortur á samþykki til samræðis eða annarra kynferðismaka sem skilgreinir nauðgunina. Samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum þarf að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Nauðsynlegt er að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Þekkt er að þolendur nauðgana geta ekki í öllum tilvikum veitt geranda mótspyrnu, t.d. vegna þess að þeir frjósa eða lamast af hræðslu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi viðbrögð eru algeng og að gerandi þarf þá ekki að beita miklu líkamlegu afli til að ná fram vilja sínum. Það verður sömuleiðis til þess að í reynd er óalgengt að þolendur beri mikla líkamlega áverka eftir nauðgun. Sýnilegt líkamlegt ofbeldi er því ekki sérstaklega algengt í kærumálum vegna nauðgana. Ný skilgreining á nauðgun er vissulega engin töfralausn. Hún felur í sér að mikilvægi kynfrelsis er gert mun hærra undir höfði en áður og verður til þess, samhliða aukinni fræðslu, að fólk verði meðvitað um mikilvægi þess að samþykki liggi fyrir þegar kynferðislegar athafnir eiga í hlut. Almenn varnaðaráhrif slíks ákvæðis geta orðið mikil. Líklegt er að einstaklingar verði meðvitaðri um mikilvægi þess að samþykki er alltaf forsenda kynferðislegra athafna. Einn helsti sérfræðingur Ragnheiðar Bragadóttur, prófessor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands hefur fagnað frumvarpinu og telur að það sé mjög til bóta. Á sviði kynbundis ofbeldid er enn margt ógert, t.d. eru lögregla og ákæruvald að drukkna í fjölda mála. Málsmeðferðartími kynferðisbrotamála er of langur. Það er þungbært fyrir þolendur að þurfa bíða eftir því mánuðum og jafnvel árum saman að vita hvernig mál þeirra fara innan kerfisins. Hluti af því að sýna að samfélagið taki þessi brot alvarlega er þess vegna að lögregla og ákæruvald hafi burði til þess að vinna að þessu málum ekki aðeins faglega heldur líka innan eðlilegra tímamarka. Með stöðugt vaxandi þætti samfélagsmiðla og jafnvel sérstakra vefsíðna sem miðla stafrænu kynferðisofbeldi hefur tíðni glæpanna aukist verulega. Brotin eru alvarleg gagnvart friðhelgi þolendanna og afleiðingarnar oft og tíðum langvarandi. Afar torvelt er, ef ekki útilokað, að eyða að fullu myndefni sem dreift hefur verið á netinu. Hér þarf bæði fræðslu, forvarnir og breytta löggjöf til að stemma stigu við þessum áfögnuði. Viðreisn hefur sýnt og sannað að barátta fyrir jafnrétti er grunnstef í stefnu og störfum flokksins og þar ætlum við áfram að ganga fumlaust til verka.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður fyrir Viðreisn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2017 Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi og nauðganir eru samfélagslegt mein sem þarf að ráðast gegn með fræðslu, viðhorfsbreytingu og nauðsynlegum lagabreytingum. Breyting á skilgreiningu nauðgunar er liður í því að breyta viðhorfum sem feðraveldi fortíðar hefur skapað og eru enn ríkjandi eða eimir sterkt af á mörgum stöðum. Hverfa þarf frá þeim karllægu sjónarmiðum sem endurspeglast víða að við tilteknar aðstæður eigi karlmaður nánast rétt á kynlífi með konu. Þá eru þau viðhorf lífseig að þegar fólk er í sambandi, hvort sem það er innan hjónabands eða utan, ryðji það með einhverjum hætti úr vegi kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þegar kynlíf á í hlut. Klámvæðing og hlutgerving kvenna ýtir enn frekar undir að líta á konur sem kynverur fyrst og fremst sem séu með einhverju móti til þess eins að svala þörf karla fyrir kynlíf. Í vor lagði höfundur, ásamt öðrum þingmönnun Viðreisnar, fram frumvarp sem hefur að markmiði að draga úr kynferðisafbrotum og breyta viðhorfum með nútímalegri skilgreiningu á afbrotinu nauðgun. Lagt er til að að samþykki verði sett í forgrunn, með öðrum orðum að sá, sem á samræði eða önnur kynferðismök við annan án samþykkis hans, sé sekur um nauðgun. Þannig er það skortur á samþykki til samræðis eða annarra kynferðismaka sem skilgreinir nauðgunina. Samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum þarf að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Nauðsynlegt er að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Þekkt er að þolendur nauðgana geta ekki í öllum tilvikum veitt geranda mótspyrnu, t.d. vegna þess að þeir frjósa eða lamast af hræðslu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi viðbrögð eru algeng og að gerandi þarf þá ekki að beita miklu líkamlegu afli til að ná fram vilja sínum. Það verður sömuleiðis til þess að í reynd er óalgengt að þolendur beri mikla líkamlega áverka eftir nauðgun. Sýnilegt líkamlegt ofbeldi er því ekki sérstaklega algengt í kærumálum vegna nauðgana. Ný skilgreining á nauðgun er vissulega engin töfralausn. Hún felur í sér að mikilvægi kynfrelsis er gert mun hærra undir höfði en áður og verður til þess, samhliða aukinni fræðslu, að fólk verði meðvitað um mikilvægi þess að samþykki liggi fyrir þegar kynferðislegar athafnir eiga í hlut. Almenn varnaðaráhrif slíks ákvæðis geta orðið mikil. Líklegt er að einstaklingar verði meðvitaðri um mikilvægi þess að samþykki er alltaf forsenda kynferðislegra athafna. Einn helsti sérfræðingur Ragnheiðar Bragadóttur, prófessor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands hefur fagnað frumvarpinu og telur að það sé mjög til bóta. Á sviði kynbundis ofbeldid er enn margt ógert, t.d. eru lögregla og ákæruvald að drukkna í fjölda mála. Málsmeðferðartími kynferðisbrotamála er of langur. Það er þungbært fyrir þolendur að þurfa bíða eftir því mánuðum og jafnvel árum saman að vita hvernig mál þeirra fara innan kerfisins. Hluti af því að sýna að samfélagið taki þessi brot alvarlega er þess vegna að lögregla og ákæruvald hafi burði til þess að vinna að þessu málum ekki aðeins faglega heldur líka innan eðlilegra tímamarka. Með stöðugt vaxandi þætti samfélagsmiðla og jafnvel sérstakra vefsíðna sem miðla stafrænu kynferðisofbeldi hefur tíðni glæpanna aukist verulega. Brotin eru alvarleg gagnvart friðhelgi þolendanna og afleiðingarnar oft og tíðum langvarandi. Afar torvelt er, ef ekki útilokað, að eyða að fullu myndefni sem dreift hefur verið á netinu. Hér þarf bæði fræðslu, forvarnir og breytta löggjöf til að stemma stigu við þessum áfögnuði. Viðreisn hefur sýnt og sannað að barátta fyrir jafnrétti er grunnstef í stefnu og störfum flokksins og þar ætlum við áfram að ganga fumlaust til verka.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður fyrir Viðreisn
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun