Ályktanir um Evrópumál Jón Sigurðsson skrifar 16. október 2017 10:00 Fyrir nokkru birtist grein eftir mig um stöðu Evrópumála (Fréttabl. 27. sept.). Nú hefur Þröstur Ólafsson hagfræðingur andmælt ályktunum mínum (Fréttabl. 10. okt.). Reyndar held ég að við Þröstur séum sammála um margt í þessum efnum, en ég dreg aðrar ályktanir en hann um sumt, og að einhverju leyti hef ég gefið honum tilefni til andmæla. Ég álykta að miklar tafir verði á hugsanlegri aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu (ESB), og að fyrri umsókn sé í raun úr sögunni. Ég álykta að ESB hafi að mörgu öðru að huga en nýjum aðildarumsóknum og hafi ýtt þeim til hliðar. Og ég held því fram að flestir áhugamenn hérlendis um ESB-aðild vilji bíða og sjá hvað verður um Brexit áður en lengra verður haldið. En auðvitað er hér aðeins um ályktanir að ræða. Ef til vill álykta ég of sterkt og geri of mikið úr vandamálum og andstreymi. En slík álitamál þarf að ræða af raunsæi. Um margt erum við Þröstur á einu máli. Báðir gerum við okkur grein fyrir veikleikum og viðkvæmni íslensku krónunnar og fyrir áhrifum hennar á þá almennu kjaraskerðingu sem varð við gengisfall og hrun lánakerfisins þegar fjármálakerfið kolféll. Báðir teljum við aðild að ESB áhugaverðan kost. Og báðum er ljóst að um valkosti er að ræða en ekki nauðung. Þresti mislíkar að ég geri nokkuð úr þjóðrækni, fullveldi þjóðríkja og forræði þeirra í málum ESB. En ESB er samband fullvalda þjóðríkja, og ég nefni nokkur atriði því til staðfestu í þessari grein minni. Reyndar má fullyrða að ESB sé virkasta vörn evrópskra þjóðríkja í veröld ofurstórvelda, alþjóðaþróunar og samþættingar. Í grein minni nefni ég beinlínis svonefndan „lýðræðishalla“ þessu til áréttingar. Áður hefur verið bent á að þjóðernishyggja er af mörgu tagi, og til er frjálshuga hófsöm þjóðernishyggja (stundum kölluð „þjóðhyggja“ til aðgreiningar). Í regluverki ESB er að finna mjög víðtækar aðgerðir til varnar þjóðtungum, þjóðmenningu og fjölbreytni samfélaga. Þjóðrækni, þjóðhyggja og aðild að ESB eru alls ekki andstæður. Í grein minni nefni ég málflutning stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi. Svo getur farið að áróðurstækni verði áfram beitt í þessum löndum til að auka þar andúð og sundrungarvilja. Og ESB stendur líka frammi fyrir miklum vanda í Skotlandi og Katalóníu, – einmitt vegna þess að það er samband fullvalda þjóðríkja. Því verður ESB að koma fram fyrir þeirra hönd andspænis skoskum og katalónskum almenningi. Slíkt getur litið illa út í íslenskum augum. Þröstur virðist óánægður með að ég tel „gild rök með og móti aðild“ Íslendinga að ESB. En þetta tel ég kjarna málsins: Ekki er unnt með ábyrgu móti að taka endanlega afstöðu til aðildar Íslendinga að ESB fyrr en frumvarp að aðildarsamningi liggur fyrir. Í þessu eru fjölmörg hagsmuna- og réttindamál sem leysa þarf úr fyrst, og í því sambandi minnti ég á merka ályktun flokksþings Framsóknarmanna 2009 sem enn er í fullu gildi.Höfundur er fv. skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Jón Sigurðsson Tengdar fréttir Að segja rangt frá Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. 10. október 2017 07:00 Aðildarumsókn í læstri skúffu Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist grein eftir mig um stöðu Evrópumála (Fréttabl. 27. sept.). Nú hefur Þröstur Ólafsson hagfræðingur andmælt ályktunum mínum (Fréttabl. 10. okt.). Reyndar held ég að við Þröstur séum sammála um margt í þessum efnum, en ég dreg aðrar ályktanir en hann um sumt, og að einhverju leyti hef ég gefið honum tilefni til andmæla. Ég álykta að miklar tafir verði á hugsanlegri aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu (ESB), og að fyrri umsókn sé í raun úr sögunni. Ég álykta að ESB hafi að mörgu öðru að huga en nýjum aðildarumsóknum og hafi ýtt þeim til hliðar. Og ég held því fram að flestir áhugamenn hérlendis um ESB-aðild vilji bíða og sjá hvað verður um Brexit áður en lengra verður haldið. En auðvitað er hér aðeins um ályktanir að ræða. Ef til vill álykta ég of sterkt og geri of mikið úr vandamálum og andstreymi. En slík álitamál þarf að ræða af raunsæi. Um margt erum við Þröstur á einu máli. Báðir gerum við okkur grein fyrir veikleikum og viðkvæmni íslensku krónunnar og fyrir áhrifum hennar á þá almennu kjaraskerðingu sem varð við gengisfall og hrun lánakerfisins þegar fjármálakerfið kolféll. Báðir teljum við aðild að ESB áhugaverðan kost. Og báðum er ljóst að um valkosti er að ræða en ekki nauðung. Þresti mislíkar að ég geri nokkuð úr þjóðrækni, fullveldi þjóðríkja og forræði þeirra í málum ESB. En ESB er samband fullvalda þjóðríkja, og ég nefni nokkur atriði því til staðfestu í þessari grein minni. Reyndar má fullyrða að ESB sé virkasta vörn evrópskra þjóðríkja í veröld ofurstórvelda, alþjóðaþróunar og samþættingar. Í grein minni nefni ég beinlínis svonefndan „lýðræðishalla“ þessu til áréttingar. Áður hefur verið bent á að þjóðernishyggja er af mörgu tagi, og til er frjálshuga hófsöm þjóðernishyggja (stundum kölluð „þjóðhyggja“ til aðgreiningar). Í regluverki ESB er að finna mjög víðtækar aðgerðir til varnar þjóðtungum, þjóðmenningu og fjölbreytni samfélaga. Þjóðrækni, þjóðhyggja og aðild að ESB eru alls ekki andstæður. Í grein minni nefni ég málflutning stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi. Svo getur farið að áróðurstækni verði áfram beitt í þessum löndum til að auka þar andúð og sundrungarvilja. Og ESB stendur líka frammi fyrir miklum vanda í Skotlandi og Katalóníu, – einmitt vegna þess að það er samband fullvalda þjóðríkja. Því verður ESB að koma fram fyrir þeirra hönd andspænis skoskum og katalónskum almenningi. Slíkt getur litið illa út í íslenskum augum. Þröstur virðist óánægður með að ég tel „gild rök með og móti aðild“ Íslendinga að ESB. En þetta tel ég kjarna málsins: Ekki er unnt með ábyrgu móti að taka endanlega afstöðu til aðildar Íslendinga að ESB fyrr en frumvarp að aðildarsamningi liggur fyrir. Í þessu eru fjölmörg hagsmuna- og réttindamál sem leysa þarf úr fyrst, og í því sambandi minnti ég á merka ályktun flokksþings Framsóknarmanna 2009 sem enn er í fullu gildi.Höfundur er fv. skólastjóri.
Að segja rangt frá Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. 10. október 2017 07:00
Aðildarumsókn í læstri skúffu Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. 27. september 2017 07:00
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun