Að segja rangt frá Þröstur Ólafsson skrifar 10. október 2017 07:00 Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jón fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endurvakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlutskipti landsins í brimróti gengisóróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dagskrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept sl. sagði kann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parliament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknaraðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völdum og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurðum um aðildarumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formannsins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jón fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endurvakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlutskipti landsins í brimróti gengisóróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dagskrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept sl. sagði kann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parliament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknaraðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völdum og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurðum um aðildarumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formannsins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið.Höfundur er hagfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun