Að þeir fái mest sem helst þurfa Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 16. október 2017 15:15 Það er í rauninni alveg einboðið að þeir flokkar sem lofa 100 þús. frítekjumarki eða algjöru afnámi frítekjumarks á allar tekjur ellilífeyrisþega eru dæmdir til að svíkja það loforð eða í besta falli varpa því yfir á næstu ríkisstjórn að þurfa taka frítekjumarkið niður aftur eða koma því aftur á. Það er þó lyginni líkast að kosningabaráttan virðist eiga að ganga út á það að það séu bara aldraðir sem fái greiðslur í almannatryggingakerfinu. Öryrkjar hafa þar algerlega gleymst. Öryrkjar voru að vísu ekki með í því samkomulagi sem stjórnvöld og hagsmunasamtök eldri borgara gerðu fyrir nokkrum misserum um fyrirkomulag almannatrygginga, en þeir nutu þeirra kjarabóta um margt. Og auðvitað eiga öryrkjar að njóta sömu réttinda og eldri borgarar hvað varðar greiðslur bóta úr almannaryggingakerfinu. Eins og dæmið lítur út í dag, þá kostar það ríkissjóð 10-12 milljarða króna að hækka frítekjumarkið í 100 þúsund kr. á allar tekjur aldraðra. Sú tala mun svo hækka í stórum stökkum næstu árin. Bæði vegna þess að ellilífeyrisþegum mun fara fjölgandi auk þess sem hlutfall þeirra sem hafa góð lífeyrissjóðsréttindi mun aukast gríðarlega á næstu árum. Algjört afnám frítekjumarka á allar tekjur mun svo kosta margfalt það sem hækkunin upp í 100 þús. kostar og margfaldast með sama hætti og greint er frá hér að ofan. Það er hins vegar sjálfsagt réttlætismál að fólk fái að vinna eins lengi og heilsa og áhugi leyfir. Hækkun frítekjumarks í 100 þús. kr. á atvinnutekjur kostar 1,2 milljarða á ári og að óbreyttu um 2 milljarða kr. að hafa ekkert frítekjumark. Það er heillavænlegast að þegar frítekjumark atvinnutekna hefur verið hækkað eða tekið út, að það svigrúm, sem kann að vera fyrir hendi til að hækka önnur frítekjumörk, verði frekar nýtt til þess að hækka grunnlífeyri aldraðra og öryrkja . Þá fá allir eitthvað og mest þeir sem mest þurfa.Höfundur er í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Það er í rauninni alveg einboðið að þeir flokkar sem lofa 100 þús. frítekjumarki eða algjöru afnámi frítekjumarks á allar tekjur ellilífeyrisþega eru dæmdir til að svíkja það loforð eða í besta falli varpa því yfir á næstu ríkisstjórn að þurfa taka frítekjumarkið niður aftur eða koma því aftur á. Það er þó lyginni líkast að kosningabaráttan virðist eiga að ganga út á það að það séu bara aldraðir sem fái greiðslur í almannatryggingakerfinu. Öryrkjar hafa þar algerlega gleymst. Öryrkjar voru að vísu ekki með í því samkomulagi sem stjórnvöld og hagsmunasamtök eldri borgara gerðu fyrir nokkrum misserum um fyrirkomulag almannatrygginga, en þeir nutu þeirra kjarabóta um margt. Og auðvitað eiga öryrkjar að njóta sömu réttinda og eldri borgarar hvað varðar greiðslur bóta úr almannaryggingakerfinu. Eins og dæmið lítur út í dag, þá kostar það ríkissjóð 10-12 milljarða króna að hækka frítekjumarkið í 100 þúsund kr. á allar tekjur aldraðra. Sú tala mun svo hækka í stórum stökkum næstu árin. Bæði vegna þess að ellilífeyrisþegum mun fara fjölgandi auk þess sem hlutfall þeirra sem hafa góð lífeyrissjóðsréttindi mun aukast gríðarlega á næstu árum. Algjört afnám frítekjumarka á allar tekjur mun svo kosta margfalt það sem hækkunin upp í 100 þús. kostar og margfaldast með sama hætti og greint er frá hér að ofan. Það er hins vegar sjálfsagt réttlætismál að fólk fái að vinna eins lengi og heilsa og áhugi leyfir. Hækkun frítekjumarks í 100 þús. kr. á atvinnutekjur kostar 1,2 milljarða á ári og að óbreyttu um 2 milljarða kr. að hafa ekkert frítekjumark. Það er heillavænlegast að þegar frítekjumark atvinnutekna hefur verið hækkað eða tekið út, að það svigrúm, sem kann að vera fyrir hendi til að hækka önnur frítekjumörk, verði frekar nýtt til þess að hækka grunnlífeyri aldraðra og öryrkja . Þá fá allir eitthvað og mest þeir sem mest þurfa.Höfundur er í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar