Skoðun

Framsóknarfólk velkomið

Daníel Þórarinsson skrifar
Þann 2. október sl. var ár liðið síðan Framsóknarflokkurinn ákvað á flokksþingi að fella sitjandi formann, sem leitt hafði flokkinn til mikils kosningasigurs þremur árum fyrr. Munur í atkvæðagreiðslunni var ekki mikill, 6-7%, svo þingheimur skiptist næstum í tvennt.

Eftir þessa ákvörðun þingsins fylgdi ósigur í kosningunum og gífurleg óánægja ríkti hjá stórum hluta flokksmanna, sem nú hafa yfirgefið hann. Ákvörðunin var því röng og líklega þröngvuð fram af misvitrum „flokkseigendum“, sem hefði verið nær að standa með formanninum og verja hann.

En nú er þetta liðin tíð og Framsóknarflokkurinn vissi ekki hvað hann átti fyrr en hann missti það. Miðflokkurinn er hins vegar nýr og ferskur flokkur, sem höfðar bæði til framsóknarfólks og annarra sem vilja fara leið skynsemi og nýta góðar hugmyndir hvort sem það er kallað vinstri eða hægri pólitík. Margt Framsóknarfólk er flokkshollt, sem er í sjálfu sér gott, en ef þið viljið sjá hugsjónir ykkar um réttlátara samfélag rætast kann að vera vænlegra að gera það með Miðflokknum. Þið eruð allavega velkomin í hópinn.

 

Höfundur er skógarbóndi.




Skoðun

Sjá meira


×