Tryggjum menntun – treystum velferð Jón Atli Benediktsson skrifar 18. október 2017 07:00 Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla. Öflugir háskólar eru forsenda þess að byggja megi upp þekkingarsamfélag þar sem menntun, rannsóknir og nýsköpun skapa órofa heild. Háskóli Íslands hefur verið mótandi afl í íslensku samfélagi í meira en heila öld. Hann hefur menntað fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og þannig verið undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Þegar grannt er skoðað má sjá að áhrif af starfsemi skólans á íslenskt samfélag eru alltumlykjandi. Þau hefjast við fæðingu barna okkar og fylgja þeim í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskólana og til viðbótar í námi á háskólastigi og í sérhæfingu í framhaldi þess. Áhrifanna gætir ekki síður í gegnum atvinnulífið, aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu, í öryggisneti löggæslunnar, lystisemdum menningarinnar og áfram mætti lengi telja. Öflugt háskólastarf á Íslandi skiptir okkur öll máli til að tryggja að Ísland sé aðlaðandi staður til að búa á til framtíðar. Árangur Háskóla Íslands stendur og fellur með faglegum metnaði annars vegar og fjárfestingu stjórnvalda hins vegar. Um hið fyrra þarf ekki að fjölyrða, hvorki hjá nemendum né kennurum. Háskólinn hefur á alþjóðlegan mælikvarða náð frábærum árangri sem er m.a. mældur í áhrifum þeirra rannsókna sem stundaðar eru við skólann og í margþættu framlagi hans til framfara jafnt innanlands sem utan. Hvað fjármögnun varðar er Háskóli Íslands upp á forgangsröðun stjórnvalda kominn. Vandséð er hvar hægt er að festa fé í meiri verðmætum en menntun og rannsóknum en það er óneitanlega langur vegur frá því að framlög til háskólamenntunar á Íslandi standist samanburð við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Háskóli Íslands hefur á undanförnum áratugum haslað sér völl sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á heimsmælikvarða. Það kallar bæði á elju og árvekni að halda sér í þeirri úrvalsdeild og til þess þarf stuðning og hvatningu frá samfélaginu og stjórnvöldum. Samofnir þættir menntunar, rannsókna og nýsköpunar eru um allan heim viðurkenndir sem drifkraftur verðmætasköpunar og velferðar. Þeir eru í raun fjöregg þess samfélags sem allir Íslendingar vilja byggja. Þess vegna skora ég á alla frambjóðendur að tala um mikilvægi menntunar í aðdraganda kosninga og tryggja að forgangsraðað sé í þágu öflugs háskólakerfis að þeim loknum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Kosningar 2017 Skóla - og menntamál Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Verðmætasköpun og velferð hvers samfélags byggist á menntun og rannsóknum og þeirri nýsköpun sem af þeim leiðir. Ísland er þar engin undantekning. Þjóðin vill að fjárfest sé í menntun sem skilar sér í vandaðri þjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi, samfélaginu öllu til heilla. Öflugir háskólar eru forsenda þess að byggja megi upp þekkingarsamfélag þar sem menntun, rannsóknir og nýsköpun skapa órofa heild. Háskóli Íslands hefur verið mótandi afl í íslensku samfélagi í meira en heila öld. Hann hefur menntað fólk til áhrifa á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og þannig verið undirstaða framsækins atvinnulífs og farsæls samfélags. Þegar grannt er skoðað má sjá að áhrif af starfsemi skólans á íslenskt samfélag eru alltumlykjandi. Þau hefjast við fæðingu barna okkar og fylgja þeim í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskólana og til viðbótar í námi á háskólastigi og í sérhæfingu í framhaldi þess. Áhrifanna gætir ekki síður í gegnum atvinnulífið, aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu, í öryggisneti löggæslunnar, lystisemdum menningarinnar og áfram mætti lengi telja. Öflugt háskólastarf á Íslandi skiptir okkur öll máli til að tryggja að Ísland sé aðlaðandi staður til að búa á til framtíðar. Árangur Háskóla Íslands stendur og fellur með faglegum metnaði annars vegar og fjárfestingu stjórnvalda hins vegar. Um hið fyrra þarf ekki að fjölyrða, hvorki hjá nemendum né kennurum. Háskólinn hefur á alþjóðlegan mælikvarða náð frábærum árangri sem er m.a. mældur í áhrifum þeirra rannsókna sem stundaðar eru við skólann og í margþættu framlagi hans til framfara jafnt innanlands sem utan. Hvað fjármögnun varðar er Háskóli Íslands upp á forgangsröðun stjórnvalda kominn. Vandséð er hvar hægt er að festa fé í meiri verðmætum en menntun og rannsóknum en það er óneitanlega langur vegur frá því að framlög til háskólamenntunar á Íslandi standist samanburð við það sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Háskóli Íslands hefur á undanförnum áratugum haslað sér völl sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á heimsmælikvarða. Það kallar bæði á elju og árvekni að halda sér í þeirri úrvalsdeild og til þess þarf stuðning og hvatningu frá samfélaginu og stjórnvöldum. Samofnir þættir menntunar, rannsókna og nýsköpunar eru um allan heim viðurkenndir sem drifkraftur verðmætasköpunar og velferðar. Þeir eru í raun fjöregg þess samfélags sem allir Íslendingar vilja byggja. Þess vegna skora ég á alla frambjóðendur að tala um mikilvægi menntunar í aðdraganda kosninga og tryggja að forgangsraðað sé í þágu öflugs háskólakerfis að þeim loknum. Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun