Sigmundur vekur Ingu frá þingmennskudraumum Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2017 11:30 Ekki verður betur séð en Sigmundur Davíð sé að taka allt fylgið frá Ingu Sæland. Skoðanakönnun sem 365 birti í gær hlýtur að valda Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, verulegum áhyggjum. Flokkurinn er kominn í sömu stöðu og í kosningum fyrir ári, mælist með 3,7 prósenta stuðning sem þýðir að hvorki Inga né aðrir frambjóðendur þar á bæ er að fara á þing. Flokkur fólksins hefur hins vegar fram til þessa, í skoðanakönnunum, verið að mælast með ágætt fylgi. Fyrir mánuði var mældist stuðningurinn um tæp 11 prósent sem hefði þýtt að Inga væri að fara á þing og með 7 manna þingflokk. Þetta eru nokkrar sviftingar.Daðrið við útlendingaandúðina Stærsta breytan frá þeirri könnun og svo þessari nýjustu er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn. Hann mælist nú með sama fylgi og best lét þegar Flokkur fólksins var að mælast með tæp 11 prósent. Svo virðist sem Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu um þingmennsku. Eiríkur Bergmann, prófessor og stjórnmálafræðingur, segir svarið við því hvers vegna fylgið fór tiltölulega einfalt.„Flokkur fólksins fékk stóran hluta af sínu fylgi út á daður við útlendingaandúð. Formaðurinn hefur síðan tekið til við að vinda ofan af þeirri ásýnd flokksins. Og í raun þvertekið fyrir þann þjóðernispopúlisma. Þar með brast grundvöllurinn fyrir stuðningi margra þeirra sem áður héldu að flokkurinn væri vettvangur sinna sjónarmiða.“Miðflokkurinn hrifsar til sín fylgi Ingu Eiríkur segir blasa við að Miðflokkurinn hafi tekið drjúgan skerf þess fylgis. „Sigmundur Davíð hefur áður veitt þjóðernissinnuðum skoðunum farveg þótt hann hafi ekki gert út á þann akur enn sem komið er að þessu sinni.“ Eiríkur bendir einnig á að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi stigið inní þetta mengi og hugsanlega hafi einhverjir þeir sem aðhyllast þessi sjónarmið hallað sér að Sjálfstæðisflokknum. Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi. Hins vegar sé Íslenska þjóðfylkingin, sem hefur lent í talsverðum hremmingum í þessum kosningum, og mælist vart í könnunum, alltof gróf, að sögn Eiríks, til að fólk vilji leggja lag sitt við hana.Eiríkur telur augljóst að Sigmundur sé að taka fylgi frá Ingu.Vísir/EyþórÁtök við erlend öfl En, hvað er það við Sigmund sem er þeim sem eru opnir fyrir slíkum sjónarmiðum svo þekkilegt? „Það er held ég arfleifð hans úr formannstíð sinni í Framsóknarflokknum, þar sem endrum og sinnum var daðrað við þjóðernispopúlísk sjónarmið. En ég vil taka skýrt fram að hann hefur ekki gert það núna. Þetta er miklu fremur spurning um væntingar annarra til hans.“ Sigmundur og Miðflokkurinn leggja áherslu á það sem þjóðlegt er, til að mynda í slagorði sínu, Íslandi allt. Í yfirfærðri merkingu er auðvelt að túlka það sem einhvers konar einangrunarsjónarmið. Eða hvað? „Hann er sá forystumaður í meginstraumi íslenskra stjórnmála sem hefur hvað mest sett þjóðernislegar áherslur í forgrunn og átt það til að stilla málum fram sem átökum á milli Íslands og erlendra afla.“Eftir nokkru að slægjast Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hversu margir láti slík sjónarmið ráða afstöðu sinni í kjörklefanum. „Það er auðvitað ekki hægt að mæla það fullkomlega enda breytilegt eftir bæði jarðvegi og kúltívation. En flokkar sem fara í þennan leiðangur hafa náð upp í 12 prósenta aukningu út á daður við útlendingaandúð.“Þannig að segja má, með nokkrum einföldunum, að Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu Sæland um þingmennsku? „Hann á allavega drjúgan hluta í því, já.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Skoðanakönnun sem 365 birti í gær hlýtur að valda Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, verulegum áhyggjum. Flokkurinn er kominn í sömu stöðu og í kosningum fyrir ári, mælist með 3,7 prósenta stuðning sem þýðir að hvorki Inga né aðrir frambjóðendur þar á bæ er að fara á þing. Flokkur fólksins hefur hins vegar fram til þessa, í skoðanakönnunum, verið að mælast með ágætt fylgi. Fyrir mánuði var mældist stuðningurinn um tæp 11 prósent sem hefði þýtt að Inga væri að fara á þing og með 7 manna þingflokk. Þetta eru nokkrar sviftingar.Daðrið við útlendingaandúðina Stærsta breytan frá þeirri könnun og svo þessari nýjustu er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn. Hann mælist nú með sama fylgi og best lét þegar Flokkur fólksins var að mælast með tæp 11 prósent. Svo virðist sem Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu um þingmennsku. Eiríkur Bergmann, prófessor og stjórnmálafræðingur, segir svarið við því hvers vegna fylgið fór tiltölulega einfalt.„Flokkur fólksins fékk stóran hluta af sínu fylgi út á daður við útlendingaandúð. Formaðurinn hefur síðan tekið til við að vinda ofan af þeirri ásýnd flokksins. Og í raun þvertekið fyrir þann þjóðernispopúlisma. Þar með brast grundvöllurinn fyrir stuðningi margra þeirra sem áður héldu að flokkurinn væri vettvangur sinna sjónarmiða.“Miðflokkurinn hrifsar til sín fylgi Ingu Eiríkur segir blasa við að Miðflokkurinn hafi tekið drjúgan skerf þess fylgis. „Sigmundur Davíð hefur áður veitt þjóðernissinnuðum skoðunum farveg þótt hann hafi ekki gert út á þann akur enn sem komið er að þessu sinni.“ Eiríkur bendir einnig á að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi stigið inní þetta mengi og hugsanlega hafi einhverjir þeir sem aðhyllast þessi sjónarmið hallað sér að Sjálfstæðisflokknum. Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi. Hins vegar sé Íslenska þjóðfylkingin, sem hefur lent í talsverðum hremmingum í þessum kosningum, og mælist vart í könnunum, alltof gróf, að sögn Eiríks, til að fólk vilji leggja lag sitt við hana.Eiríkur telur augljóst að Sigmundur sé að taka fylgi frá Ingu.Vísir/EyþórÁtök við erlend öfl En, hvað er það við Sigmund sem er þeim sem eru opnir fyrir slíkum sjónarmiðum svo þekkilegt? „Það er held ég arfleifð hans úr formannstíð sinni í Framsóknarflokknum, þar sem endrum og sinnum var daðrað við þjóðernispopúlísk sjónarmið. En ég vil taka skýrt fram að hann hefur ekki gert það núna. Þetta er miklu fremur spurning um væntingar annarra til hans.“ Sigmundur og Miðflokkurinn leggja áherslu á það sem þjóðlegt er, til að mynda í slagorði sínu, Íslandi allt. Í yfirfærðri merkingu er auðvelt að túlka það sem einhvers konar einangrunarsjónarmið. Eða hvað? „Hann er sá forystumaður í meginstraumi íslenskra stjórnmála sem hefur hvað mest sett þjóðernislegar áherslur í forgrunn og átt það til að stilla málum fram sem átökum á milli Íslands og erlendra afla.“Eftir nokkru að slægjast Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hversu margir láti slík sjónarmið ráða afstöðu sinni í kjörklefanum. „Það er auðvitað ekki hægt að mæla það fullkomlega enda breytilegt eftir bæði jarðvegi og kúltívation. En flokkar sem fara í þennan leiðangur hafa náð upp í 12 prósenta aukningu út á daður við útlendingaandúð.“Þannig að segja má, með nokkrum einföldunum, að Sigmundur Davíð sé að slökkva í vonum Ingu Sæland um þingmennsku? „Hann á allavega drjúgan hluta í því, já.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira