Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. október 2017 12:00 Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Vísir/gva Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist finna fyrir miklum stuðningi eftir gagnrýni á málflutning hans um málefni hælisleitenda. Hann segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem séu með krummafót í kosningabaráttunni. Ásmundur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum, sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda. Vilji hann meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Einn þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, en hún segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. „Ég segi það bara að við í Suðurkjördæmi, við höfum nóg að gera í að reka okkar kosningabaráttu og halda áfram í okkar málum og við höfum engan tíma til að fara í slag við samflokksmenn okkar,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki vera hissa á viðbrögðum almennings. „Ég átti von á skiptum skoðunum. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál og mér finnst það bara eðlilegt. Þetta er bara þannig mál. Ég tek góðum rökum í þessu máli hvort sem þau eru á móti mér eða ekki. Þau eru mörg auðvitað góð og gild og ég sé ekkert athugavert við það að fólk sé ekki sammála mér en ég frábið mér skítkasti,“ segir Ásmundur. Þá hafa samflokksmenn hvatt kjósendur til þess að strika nafn Ásmundar út af kjörseðli í komandi alþingiskosningum. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að Ásmundur hafi gefið kjósendum flokksins í Suðurkjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, tekur í sama streng á Twitter-síðu sinni og hvetur kjósendur flokksins í til að strika Ásmund út. „Ég ætla ekki að eyða neinu í það. Þeir eru bara með krummafótinn í kosningabaráttunni,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki hafa heyrt í meðframbjóðendum sínum í Suðurkjördæmi en að hann finni fyrir miklum stuðningi meðal almennings. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á komandi kosningar? „Ég held ekki. Þetta er auðvitað bara innlegg í umræðuna og ég finn að það eru margir sem fagna því þannig ég held að við eigum að ræða þessi mál eins og öll önnur. Allavega af viðbrögðunum að dæma voru mikið fleiri ánægðir en óánægðir, ég finn það,“ segir Ásmundur. Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist finna fyrir miklum stuðningi eftir gagnrýni á málflutning hans um málefni hælisleitenda. Hann segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem séu með krummafót í kosningabaráttunni. Ásmundur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum, sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda. Vilji hann meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Einn þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, en hún segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. „Ég segi það bara að við í Suðurkjördæmi, við höfum nóg að gera í að reka okkar kosningabaráttu og halda áfram í okkar málum og við höfum engan tíma til að fara í slag við samflokksmenn okkar,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki vera hissa á viðbrögðum almennings. „Ég átti von á skiptum skoðunum. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál og mér finnst það bara eðlilegt. Þetta er bara þannig mál. Ég tek góðum rökum í þessu máli hvort sem þau eru á móti mér eða ekki. Þau eru mörg auðvitað góð og gild og ég sé ekkert athugavert við það að fólk sé ekki sammála mér en ég frábið mér skítkasti,“ segir Ásmundur. Þá hafa samflokksmenn hvatt kjósendur til þess að strika nafn Ásmundar út af kjörseðli í komandi alþingiskosningum. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að Ásmundur hafi gefið kjósendum flokksins í Suðurkjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, tekur í sama streng á Twitter-síðu sinni og hvetur kjósendur flokksins í til að strika Ásmund út. „Ég ætla ekki að eyða neinu í það. Þeir eru bara með krummafótinn í kosningabaráttunni,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki hafa heyrt í meðframbjóðendum sínum í Suðurkjördæmi en að hann finni fyrir miklum stuðningi meðal almennings. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á komandi kosningar? „Ég held ekki. Þetta er auðvitað bara innlegg í umræðuna og ég finn að það eru margir sem fagna því þannig ég held að við eigum að ræða þessi mál eins og öll önnur. Allavega af viðbrögðunum að dæma voru mikið fleiri ánægðir en óánægðir, ég finn það,“ segir Ásmundur.
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30